Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2013 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 7. nóvember Föstudaginn 8. nóvember Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 3 Bókhald Getum bætt við okkur verkefnum Bókhald, vsk, laun og ýmsar skýrslur Bókhaldsstofan Sigmar ehf. Jöldugróf 22, 108 Reykjavík bokhaldsstofansigmar@gmail.com sími 867 4571 Daníel Daníelsson, fyrrum kaup- maður á Akranesi, safnar göml- um dráttarvélum og gerir þær upp. Fyrstu vélina er hann búinn að eiga í um tuttugu ár en hann byrjaði markvisst að safna þeim fyrir tveim- ur til þremur árum. Blaðamaður Skessuhorns fór í bílferð með Daní- el þar sem hann sagði frá áhuga sín- um á dráttarvélum og sýndi hluta af þeim. „Nú ég var náttúrulega í sveit þegar ég var lítill og var á traktorum þar. Það hefur því alltaf blundað í manni áhugi fyrir þessu. Menn voru svo farnir að henda þeim í stórum stíl og mér fannst svo sorglegt að sjá þá enda í Hringrás. Það blundaði því í manni að koma í veg fyrir að þeim yrði hent,“ segir Daníel aðspurður um hvernig áhuginn á dráttarvélum kviknaði. Hann eignaðist gamalt myndbrot af sjálfum sér fyrir tveim- ur árum. Þar situr hann á vélinni Gullkálfi í Vogatungu aðeins ell- efu ára gamall og hafði hann ósköp gaman af því að sjá myndina. Hann ferðaðist einnig á dráttarvél í skól- ann sem barn. Þá sat hann sjálfur undir stýri og fengu önnur börn úr sveitinni að sitja í skítakerrunni sem hékk aftan í vélinni. Strákarnir léku sér svo í þrautakóngi á traktorunum í frímínútum, þar til tekið var fyr- ir það eftir smávægilegt óhapp þar sem einn rakst aftan á annan. Daní- el á margar gerðir af dráttarvélum, margar tegundir og mismunandi ár- gerðir. „Þetta er allt frá ´46 módel- inu. Ég á til dæmis fyrsta traktorinn sem ræktunarsambandið í Öræfa- sveitinni flutti inn,“ segir hann. Á yfir tuttugu vélar Daníel hefur fengið dráttarvélarnar víðsvegar um landið en safnið tel- ur um eða yfir tuttugu gangfærar vélar ásamt fleirum sem eru með- al annars notaðar í varahluti. „Ég og kunningi minn úr Keflavík fór- um í að smala þessu saman. Það var ekki seinna vænna, því erfitt er að fá þær í dag. Það er svo mikill áhugi orðinn fyrir að gera upp vélar,“ seg- ir Daníel. Þeir félagarnir hafa far- ið saman um allt land og talað við bændur til að freista þess að næla sér í dráttarvélar. Þeir fara þá með kerru með sér út á land og reyna að finna gamla traktora. „Þegar maður sér hauga eða drasl einhvers staðar, þá gæti maður verið heppinn,“ segir hann og hlær. Nína Áslaug Stefáns- dóttir, eiginkona Daníels, skýtur því inn í að hann ljómi eins og krakki í sælgætisbúð þegar hann sér slíkt á ferð sinni um landið. „Það er oft gaman að tala við bændurna. Maður lendir í alls kyns skemmtilegum viðræðum og hitt- ir marga kynlega kvisti á þessum ferðum. Svo fylgja traktorunum oft skemmtilegar sögur,“ segir hann. Daníel heldur ítarlega skráningu yfir dráttarvélarnar, hvaðan þær koma, söguna á bakvið þær, hver flutti þær inn og svo framvegis. Flottari en þegar þeir voru nýir Misjafnlega erfitt er að fá dráttar- vélarnar. Það er allur gangur á því hvort þær eru falar eða ekki. „Sum- ir ætla að gera vélarnar upp en svo kannski ári seinna hafa þeir enn ekkert gert í því. Aðrir vilja gefa þær einmitt til að þær verði gerð- ar upp. Þeir vilja heldur vita af vél- unum í höndum þeirra sem líkleg- ir eru til að gera þær upp.“ Drátt- arvélarnar sem Daníel eignast eru einnig í misgóðu ástandi þegar hann og félagi hans taka við þeim. Þær eru svo teknar í sundur, þrifnar og sprautaðar. Þeir setja nýjar felg- ur á vélarnar ef upprunalegar felg- ur eru ekki á þeim því þeir vilja hafa þær eins og upprunalega. „Hann er lærður sprautari sem er með mér í þessu. Traktorarnir eru því flottari þegar búið er að taka þá í gegn en þegar þeir voru nýir. Þeir eru bet- ur sprautaðir,“ heldur hann áfram. Daníel hyggst eiga vélarnar áfram og er engin þeirra föl. Hann á einnig nokkra fornbíla, meðal annars GMC hertrukk ár- gerð 1942 og Willys jeppa árgerð 1940. Báðir eru í lagi. Hann ger- ir bílana þó ekki upp sjálfur heldur þarf að fá kunningja til aðstoðar. Hvergi nærri hættur Öll þessi farartæki þurfa rúmgott pláss og er Daníel þessa dagana að útbúa geymslupláss undir dráttar- Hefur ástríðu fyrir söfnun gamalla dráttarvéla vélarnar í gömlum hlöðum. „Vél- arnar ryðga á örfáum árum ef þær eru geymdar úti hérna á þessum landshluta. Mikið af þessum trak- torum eru fengnir norður í landi þar sem þeir ryðga ekki eins fljótt og eru því heillegir ennþá,“ seg- ir hann. Hann er einnig byrjaður að gera dráttarvélarnar upp og eru nokkrar þeirra að taka á sig upp- runalega mynd. Þrátt fyrir að safnið sé orðið stórt og mikið sé eftir að gera við vélarn- ar, þá er Daníel hvergi nærri hættur að safna. „Nei, nei, ég er ekki hætt- ur. Ég hef ekkert getað átt við þetta í sumar, hef verið að taka til og út- búa aðstöðu. En ég varð að gera það strax að byrja að safna þessu. Mik- ið af þessum vélum eru að hverfa og margir eru um hituna. En eft- ir fjöldanum að dæma þá þyrfti ég að verða 130 ára, ef mér á að endast ævin til að gera allar vélarnar upp,“ segir Daníel að lokum. grþDaníel Daníelsson er hér staddur í skemmu á Akranesi þar sem hann geymir og gerir upp dráttarvélar. McCormick Farmall, árgerð 1950. Einn af traktorunum sem búið er að gera upp. Nýsprautaður Deutz, árgerð 1964. Þegar búið verður að setja vélina saman verður hún eins og ný. Hertrukkurinn stóri, GMC ´42 árgerð. Númerið M-711 var á fyrsta bílnum sem Daníel eignaðist, Land Rover ´62 árgerð. Rauði Farmallinn sést í bakgrunni. Safn óuppgerðra traktora sem enn standa úti og bíða þess að komast inn í hlöðu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.