Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 39
39MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Lífshlaup framhaldsskólanna er
heilsu- og hvatningarverkefni á veg-
um Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands. Í verkefninu eru nemend-
ur og starfsmenn framhaldsskóla
landsins hvattir til að auka sína
daglega hreyfingu eins og kostur
er. Verkefnið fór fram í annað sinn
dagana 3.-16. október sl. Alls voru
tíu skólar sem tóku þátt með 1.774
þátttakendur. Verðlaunaafhend-
ing fór fram í liðinni viku í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal. Fengu
þeir skólar sem náðu bestum ár-
angri í sínum flokki afhentan við-
urkenningarskjöld. Samstarfsaðil-
ar Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands í Lífshlaupi framhaldsskól-
anna eru mennta- og menning-
armálaráðuneytið, embætti land-
læknis og Advania.
Í flokki skóla með allt að 400
nemendur náði Menntaskólinn
á Laugarvatni bestum árangri en
Framhaldsskólinn á Húsavík varð
annar. Í flokki skóla með 400 til
þúsund nemendur varð Kvenna-
skólinn í Reykjavík í fyrsta sæti en
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akra-
nesi varð í öðru sæti. Í flokki skóla
með yfir þúsund nemendur varð
Borgarholtsskóli í fyrsta sæti, Fjöl-
brautaskólinn við Ármúla annar
og Verkmenntaskólinn á Akureyri
þriðji.
mm
Skagamenn tóku á föstu-
daginn á móti Vængjum
Júpíters á Jaðarsbökk-
um í þriðja leik tíma-
bilsins í fyrstu deildinni
í körfuboltanum. Hlutskipti lið-
anna úr fyrstu tveimur umferðum
deildarinnar var ójafnt; ÍA ósigr-
að á meðan Vængirnir höfðu tapað
báðum sínum leikjum. Til að gera
langa sögu stutta breyttist hlut-
skipti liðanna ekki að leik loknum
þar sem heimamenn voru sterkari
allan leikinn. Eftir að gestirnir úr
Grafarvogi höfðu komist í 0-4 tóku
heimamenn við sér, skoruðu tíu stig
í röð og leiddu að loknum fyrsta
leikhluta 28-17. Í öðrum leik-
hluta var öllu meira jafnræði með
liðunum en Vængir Júpiters kom-
ust aldrei nær Skagamönnum en sjö
stigum og svo fór að staðan í hálf-
leik var 55-43 fyrir heimamenn.
Skagamenn mættu einbeittir inn
í þriðja leikhluta og settu á köflum
upp sýningu inn á vellinum, áhorf-
endum til mikillar gleði, en gam-
an er að geta þess að vel var mætt
í braggann á Jaðarsbökkum á föstu-
daginn. Að loknum þriðja leik-
hluta höfðu heimamenn bætt við
stigaskor sitt 37 stigum en gest-
irnir 23. Það var því formsatriði að
klára loka fjórðunginn og svo fór að
heimamenn lönduðu 110-90 sigri
og sex stig, eða fullt hús, í deildinni
því staðreynd.
Zachary Jamarco Warren átti
enn einn stórleikinn og skoraði 43
stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5
fráköst, mögnuð frammistaða þar.
Áskell skoraði 20 stig. Skagamenn
fara því inn í bikarhlé deildarinn-
ar á toppnum, ásamt Tindastóli
og Þór frá Akureyri. Liðinu bíður
verðugt bikar verkefni þegar það
fær Fjölni í heimsókn á Jaðarsbakk-
ana á föstudaginn kemur og verður
uppkast að vanda kl. 19:15 þann 1.
nóvember.
mm
Skallagrímur náði ekki
sömu gæðunum í leik
sínum líkt og gegn Ís-
firðingum á dögunum,
þegar þeir töpuðu fyr-
ir kanalausum Stjörnumönnum í
Garðabænum sl. fimmtudagskvöld.
Þetta var fjórði leikur Skallagríms-
manna í úrvalsdeildinni í körfu-
bolta í vetur og þeir eru aðeins með
einn sigur úr þeim leikjum. Loka-
tölur voru 84:68 fyrir Stjörnuna í
gærkveldi. Skallagrímsmenn áttu á
brattann að sækja allan leikinn og
voru 13 stigum undir í leikhléinu
44:31. Mestu munaði hjá þeim
að bandaríski leikmaðurinn Myc-
hal Grenn átti ekki mikið framlag
í leiknum, skoraði einungis 7 stig,
skilaði sex stoðsendingum og tók
10 fráköst. Páll Axel Vilbergsson
var stigahæstur með 16, Egill Eg-
ilsson skoraði 11, Orri Jónsson 9,
Davíð Guðmundsson 9, Davíð Ás-
geirsson 7, Grétar Ingi Erlends-
son 5, tók 11 fráköst og þrjú varin
skot og Sigurður Þórarinsson skor-
aði 4 stig. Hjá Stjörnunni var Just-
in Shouse langatkvæðamestur með
32 stig og 10 stoðsendingar. Skalla-
grímur á ekki leik í úrvalsdeildinni
næst fyrr en 8. nóvember í Njarð-
vík, en í þessari viku verður leikið
í 32ja liða úrslitum Powerade bik-
arsins.
þá
Snæfell byrjar ekki vel í
úrvalsdeildinni þennan
veturinn og er nú neð-
arlega á töflunni eftir
aðeins einn sigur í þremur
leikjum. Þeirra annað tap var gegn
baráttuglöðum KR ingum í Stykk-
ishólmi á fimmtudagskvöldið. KR-
ingum var spáð titlinum af speking-
um fyrir tímabilið og vissulega lít-
ur lið þeirra vel út í byrjun móts.
Lokatölur í leiknum í gærkveldi
voru 99:84. KR-ingar eru kanalaus-
ir um þessar mundir en Pavel Er-
molinskij var vel ígildi sterks út-
lendings í leiknum og var langbesti
maður vallarins.
Jafnt var í fyrsta leikhluta en
gestirnir tóku síðan völdin og voru
12 stigum yfir í hálfleik 47:35. Álíka
munur hélst síðan á liðunum út
leikinn og Snæfellingar voru aldrei
líklegir til að snúa leiknum sér í vil,
svo góð tök höfðu gestirnir. Hjá
Snæfelli var Kristján Pétur Andr-
ésson stigahæstur með 20, Vance
Cooksey kom næstur með 18, 6
fráköst og 8 stoðsendingar, Pálmi
Freyr Sigurgeirsson 9, Stefán Karel
Torfason 9 og 9 fráköst, Sigurður Á
Þorvaldsson 8, Jón Ólafur Jónsson
6 og 8 fráköst, Finnur Atli Magn-
ússon 5, Hafþór Ingi Gunnarsson
5 og Sveinn Arnar Davíðsson 4.
Hjá KR var Helgi Már Magnússon
stigahæstur með 25, Darri Hilm-
arsson 22 og Pavel Ermolinskij 20,
20 fráköst og 13 stoðsendingar.
Í næstu umferð mætir Snæfell
Haukum í Hafnarfirði í kvöld, mið-
vikudag. Haukarnir hafa byrjað vel
og eru með firnasterkt lið. þá
Snæfellskonur eru aldeil-
is komnar í gírinn og
virðast til alls líklegar í
úrvaldsdeildinni í körfu-
boltanum í vetur. Snæfell
sigraði KR-inga með yfirburðum
sl. sunnudag, 80:57, en leikið var
í Vesturbænum í Reykjavík. Snæ-
fellskonur náðu þar með að kvitta
rækilega fyrir endann á síðasta
tímabili þegar þær féllu út á sama
stað fyrir KR í undanúrslitum úr-
slitakeppninnar. Snæfellsliðið sem
gekk í gegnum nokkrar leikmanna-
breytingar fyrir tímabilið virðist
smollið saman og nýju leikmenn-
irnir skila miklu til liðsins. Strax í
upphafi leiks í Vesturbænum var
sýnt hvert stefndi. KR var án út-
lendings í þessum leik og hafði ekki
roð við gestunum. Snæfell var með
yfirburðastöðu 46:23 í hálfleik og
var búið að bæta tíu stigum við það
forskot fyrir lokakaflann. Lokatöl-
ur eins og áður segir 80:57.
Hildur Björg Kjartansdóttir
var stigahæst hjá Snæfelli með 17
stig, Hildur Sigurðardóttir skoraði
17, tók 6 frákost og átti jafnmarg-
ar stoðsendingar, Chynna Unique
setti 14 stig, Rebekka Rán Karls-
dóttir 8, Eva Margrét Kristjáns-
dóttir 7 stig og 7 fráköst, Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir 7 stig, 7 frá-
köst og 6 stoðsendingar, Hugrún
Eva Valdimarsdóttir 4, Edda Bára
Árnadóttir 2, Helga Hjördís Björg-
vinsdóttir 2 og 6 fráköst og Aníta
Rún Sæþórsdóttir 2 stig. Hjá KR
var Borgnesingurinn Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir lang atkvæðamest
með 21 stig.
Í næstu umferð mætir Snæfell
Haukum í Hafnarfirði nk. mið-
vikudag, þ.e. í kvöld. Á sunnudag
verður síðan stórleikur í Hólmin-
um þegar topplið Keflavíkur kemur
í heimsókn. Keflavíkurstúlkur eru
með 10 stig og Snæfell í öðru sæti
með 8 stig. þá
Í vikunni varð ljóst að tveir leik-
menn eru á leiðinni úr herbúðum
Skagamanna í fótboltanum. Leik-
maðurinn ungi og efnilegi Alex-
ander Már Þorláksson, sem lék þrjá
leiki með Skagaliðinu síðasta sum-
ar, er á leið til Fram og verður þar
undir handleiðslu Bjarna Guðjóns-
sonar. Þá er gamla brýnið Dean
Martin á leið til Eyja, þar sem hann
mun aðstoða Sigurð Ragnar Eyj-
ólfsson við þjálfun karlaliðs Eyja-
manna. Dean hefur síðustu árin
verið þrekþjálfari hjá ÍA auk þess að
spila með liðinu. Áður hefur komið
fram að Kári Ársælsson og Hafþór
Ægir Vilhjálmsson verða ekki með
ÍA næsta sumar, þar sem að Gunn-
laugur Jónsson nýr þjálfari óskaði
ekki eftir kröftum þeirra.
þá
Snæfellskonur áfram
á hvínandi siglingu
Snæfellingar réðu ekki
við meistaraefnin
Skallagrímstap
í Garðabænum
Sigurganga Skagamanna heldur áfram
Dean Martin
er á förum til
Eyja.
Tveir á förum frá ÍA
Nemendur FVA tóku þátt
í Lífshlaupinu
Frá verðlaunaafhendingunni til skólanna í síðustu viku.