Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið á Jaðarsbökkum Meistaraflokkur karla - Powerade bikarinn Föstudaginn 1. nóvember kl. 19:15 ÍA - FJÖLNIR Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Við viljum bikarinn heim Skagamenn... eríuveiki. Með því að rækta sýn- in er leitað að henni auk þess sem rannsakað er hvort aðrir sjúkdómar geti verið í laxinum. „Sjúkdómaást- and laxastofna hér á landi er ákaf- lega gott samanborið við nágranna- löndin. Við viljum halda því þann- ig. Hér hafa til dæmis ekki fund- ist veirusjúkdómar sem hafa leikið fiskeldi grátt í nágrannalöndunum. Þetta góða ástand gerir það að verk- um að íslensk laxahrogn eru nú afar eftirsótt í fiskeldi víða um heim, svo sem í Noregi og Síle í Suður Amer- íku. Það hefur ekki farið mjög hátt en framleiðsla og útflutningur á laxa hrognum héðan frá Íslandi er að skila þjóðarbúinu miklum tekjum í dag,“ segir Gísli Jónsson dýralækn- ir fisksjúkdóma. Frjóvguðu hrognin eru geymd í fiskeldisstöðinni á Laxeyri á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sjúk- dómarannsóknunum. Hrognum úr hverjum einasta fiski er haldið að- skildum. Hver fiskur hefur sitt núm- er sem fylgir hrognunum. Ef það kemur síðan í ljós að foreldrafiskur- inn hafi verið sýktur er gengið fram af festu. „Við höldum ekki áfram með nein hrogn ef minnsti grunur er á að þau séu sýkt. Þeim er und- antekningalaust eytt. Nýrnaveikin er til staðar í náttúrunni og hún er misskæð. Hún er algengari í sumum ám en öðrum. Það eru jafnvel ár þar sem nýrnaveiki hefur aldrei greinst. Afföllin vegna nýrnaveiki eru mjög sveiflukennd. Sum árin höfum við orðið fyrir verulegu tjóni og orð- ið að eyða tugum lítra af hrognum. Það getur bitnað á laxveiðiánum og veiðifélögunum því menn fá þá ekki þau seiði sem þeir væntu. Árið í fyrra var einstaklega gott. Þá fannst nýrnaveikismit í aðeins um þrem- ur prósentum klakfiskanna. Á hinn bóginn urðu yfir 20% afföll eitt árið yfir heildina, þá fannst nýrnaveiki- smit í rúmlega 80% klakfiska úr einstökum ám. Sjúkdómurinn virð- ist ganga í sveiflum milli ára án þess að menn viti hvers vegna. Eina ráð- ið til að hamla gegn sjúkdómnum er að taka þessi sýni úr klakfiskinum og eyða þá sýktum hrognum,“ segir Jón stöðvarstjóri. Sérhæfing í villta laxinum „Við vorum með bleikjueldi til slátr- unar samhliða seiðaframleiðslunni en hættum brátt með bleikjuna. Þetta fór ekki vel saman að ætla sér að framleiða góða matvöru og síðan góð seiði til sleppingar í náttúruna. Lax og bleikja eru tveir gjörólík- ir fiskar. Við vorum líka með sjó- birting (urriða) og söfnuðum klak- fiski af honum víða. Það gekk ekki upp því sjóbirtingurinn var allur með nýrnaveikismit. Öllum hrogn- um var eytt ár eftir ár þar til við gáf- umst upp. Það fylgdi þessu líka sú áhætta að sjóbirtingurinn smitaði laxinn hjá okkur.“ Jón Guðjónsson segir að það sé dýrt að framleiða laxaseiði til fisk- ræktar í ánum. „Sjúkdómaeftirlitið kostar sitt og svo er allt smáseiða- fóðrið innflutt. Við verðum hins vegar að hafa þessa hluti í lagi. Okk- ar viðskiptavinir verða að hafa full- vissu fyrir því að við gætum fyllsta öryggis og að seiðin frá okkur séu heilbrigð. Gönguseiðin eru hér í stöðinni í 18 mánuði þar til við af- greiðum þau út frá okkur. Við höf- um verið í samvinnu við Veiðimála- stofnun í Borgarnesi. Þau merka fyrir okkur seiði. Kaupendur senda líka oft fólk frá Veiðimálastofnun til að taka út seiði sem þeir eru að fá til að tryggja að gæði þeirra séu í lagi,“ segir stöðvarstjórinn á Laxeyri að lokum áður en hann snýr sér áfram að því að búa til nýjan árgang laxa- seiða fyrir íslensku árnar. mþh Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma tekur sýni úr löxunum. Ragnhildur Anna fylgist með og er til aðstoðar. Jón stöðvarstjóri fullvissar sig um að hrognin í fötunni séu úr hrygnu af réttum laxastofni áður en hann frjóvgar hrognin. Það gerir hann með því að lesa númer sem hefur verið skrifað á fötuna. Verslunin Hans og Gréta verður opnuð á Akranesi föstudaginn 1. nóvember Allir eru hjartanlega velkomnir á opnunardaginn frá kl. 17-19. Hans og Gréta er staðsett að Kirkjubraut 37 (gamla pósthúsinu) Opnunartími verslunar: Miðviku-, fimmtu- og föstudaga frá kl. 17 - 19. Laugardaga frá kl. 11 - 15 fram að jólum. X-ICE • Hjólbarði hannaður fyrir borgarbíla og fjölskyldubíla • Mikið skorið og stefnuvirkt munstur sem veitir frábært grip í hverskyns aðstæðum. • Endingargott naglalaust vetrardekk X-ICE NORTH • Léttir álnaglar sem eru níðsterkir og hljóðlátir • 10% styttri hemlunarvegalengd á ís • Allt að 30% færri naglar • Aukið öryggi og meiri virðing fyrir umhverfinu NÁÐU GÓÐU GRIPI Á VETRINUM MEÐ MICHELIN VETRARHJÓLBÖRÐUM ALPIN A4 • Hljóðlátt og gripgott • Naglalaust vetrardekk • Ný APS gúmmí blanda tryggir gott grip í öllum hitastigum • Flipamunstur tryggir gott grip þó líði á líftíma dekksins • Margátta flipamunstur tryggir hliðar, fram og hemlagrip HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 | AKRANESI | DALBRAUT 14 OPIÐ MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS KL. 08-18 OG LAUGARDAG KL. 09-13 SÍMI 440 1394 | WWW.DEKK.IS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.