Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Magnús Stefánsson og Steinar Karl Hlífarsson komu í liðinni viku til Grundarfjarðar og héldu fyrirlest- ur um forvarnir gegn eiturlyfjum. Þeir starfa fyrir Marita fræðsluna og hafa fyrirlestrar þeirra reynst vel. Í heimsókn sinni til Grundarfjarð- ar byrjuðu þeir í grunnskólanum og ræddu við krakkana á miðstiginu. Þá fóru þeir í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga og svo aftur í grunnskólann þar sem þeir ræddu við elstu nem- endurnar og loks þá yngstu. Þeir enduðu svo daginn á fyrirlestri fyrir foreldra og var hann mjög vel sótt- ur. Þar var foreldrum kennt að taka eftir einkennum eiturlyfjaneyslu og þess háttar. Ljóst er að allir þurfa að vera vel vakandi fyrir þessu vanda- máli. tfk Eitt af merkari húsum á Akranesi er án efa Kirkjuhvoll við Merkigerði. Það var lengst af bústaður presta á Akranesi, um tíma heimavist nem- enda við Fjölbrautaskóla Vestur- lands, en frá árinu 1995 hefur lista- setur verið starfrækt í Kirkjuhvoli. Um þessar mundir eru liðin 90 ár frá því fyrst var flutt inn í Kirkjuhvol. Nú eru enn ein tímamótin í húsinu þar sem áformað er að leigja starf- semi í því til einkareksturs. Í tilefni þessa er ekki úr vegi að stikla á stóru í sögu Kirkjuhvols. Í minningarbrotum þess fólks sem fyrst bjó í Kirkjuhvoli, segir m.a. svo um komu þess á Akranes: „Það er síðsumars 1921. Eða kannski kom- ið haust. Systurnar fjórar eru stadd- ar um borð í litlum mótorbáti úti fyrir mynni Hvalfjarðar. Þær stara óþreyjufullar til lands og fylgjast með því hvernig örsmá húsin á mjóu nesi, sem teygir sig út í Faxaflóann, rísa smátt og smátt úr sæ. Upp úr húsa- þyrpingunni miðri teygir sig kirkju- turn. Þær taka eftir því að fjallið upp af nesinu breytir sífellt um svip. Fjall- ið heitir Akrafjall og þær eru að flytja í plássið Akranes. Pabbi þeirra hef- ur hlotið kosningu til Garðapresta- kalls og þarna ætla þau að eiga heima og vonandi kemur mamma heim frá Vífilsstöðum því hún vill gjarn- an eiga heima á Akranesi. Hún hefur sagt þeim frá því að Akranes sé algjör draumastaður. Þar séu víðáttumikl- ir kartöfluakrar með gróskumiklu dimmgrænu kartöflugrasi og túnin öll svo snyrtileg og vel girt.“ Menningarsetur hið mesta Árið 1923 reis hús í landi Brekkubæj- ar á mörkum Garða og Skaga sem frá og með þeim tíma skipaði sér sess sem eitt af merkilegri húsum bæjar- ins. Það voru hjónin séra Þorsteinn Briem og Valgerður Lárusdóttir sem réðust í byggingu þess en yfirsmiður var Páll Friðriksson, bróðir séra Frið- riks Friðrikssonar stofnanda KFUM á Íslandi. Húsið er steinsteypt, með samtals 30 sentimetra þykkum veggj- um með mómylsnu á milli. Fyrsta og önnur hæð voru ætlaðar til íbúðar en í kjallara var fjós og hlaða þar sem séra Þorsteinn stundaði einhvern búskap. Kirkjuhvoll þjónaði lengst af sem prestssetur fyrir Garðasókn. Séra Þorsteinn Briem bjó í húsinu frá byggingu þess til ársins 1946 eða allt þar til séra Jón M Guðjónsson flutti inn og dvaldi til ársins 1975. Þá tók séra Björn Jónsson við og bjó þar til 1978. Þann tíma sem Kirkjuhvoll var prestsbústaður sveif andi menningar og lista innan veggja þess. Ljóðskáld, rithöfundar og myndlistarmenn voru tíðir gestir sökum velvildar íbúa húss- ins í þeirra garð og fékk því Kirkju- hvoll það orð að vera menningarset- ur hið mesta. Hinn almenni bæjarbúi var einnig aufúsgestur í Kirkjuhvoli og var mjög algengt að þar færu fram skírnir og giftingar. Listasafn í Kirkjuhvoli Þegar hlutverki Kirkjuhvols lauk sem prestsbústaðar tók við tímabil þar sem húsið þjónaði sem heimavist Fjölbrautaskólans á Akranesi. Árið 1985 var svo komið að húsið var ekki lengur talið íbúðarhæft og jafnvel talið sýnt að það yrði rifið. Það varð Kirkjuhvoli til bjargar að hjónin Sig- urður Ragnarsson og Drífa Björns- dóttir keyptu húsið af Akranesbæ og á aðdáunarverðan hátt endurbyggðu það í því sem næst upprunalegri mynd. Séra Jón M Guðjónsson lést 18. febrúar 1994. Hinsta ósk hans var sú að í Görðum myndi rísa listasafn. Byrjunaráfangi að þeirri draumsýn varð að veruleika er nýstofnuðum minningarsjóði um séra Jón tókst með stuðningi Akraneskaupstaðar að fjármagna kaup á Kirkjuhvoli. Stjórn sjóðsins ákvað að þar skyldi starfrækt listasetur í anda þess manns er þjón- að hafði Skagamönnum af einhug og óbilgirni í áratugi. Mikið sjálfboðaliðastarf Í aðdraganda þess að Kirkjuhvoll varð listasetur vann hússtjórn skipuð sjálfboðaliðum mikið starf. Á fyrstu árum listaseturs í Kirkjuhvoli naut stafsemin mikils stuðnings frá fyrir- tækjum og einstaklingum, auk sjálf- boðaliða sem unnu ómetanlegt starf. Listasetrið var formlega opnað í janúar 1995 og hafa verið haldnar þar um 150 myndlistarsýningar auk ann- arra uppákoma, svo sem ljóðalesturs, sögustunda og annarra menningar- tengdra viðburða. Nemendur grunn- skóla og leikskóla bæjarins hafa sýnt verk sín í Kirkjuhvoli og verið dug- legir að koma á aðrar sýningar til að fræðast um myndlist. Menningarleg tengsl hafa verið bæði innanlands og erlendis, en fengnar voru að láni sýn- ingar frá vinabæjum Akraness í Fær- eyjum og Grænlandi auk þess að fá sýningar frá Hafnarborg, Safni Sig- urjóns Ólafssonar, Listasafni ASÍ, safni KB banka, Norræna húsinu og frá ljósmyndasafni Þjóðminjasafns Íslands. Fjölbreyttar sýningar Sýningar í Kirkjuhvoli hafa verið fjölbreyttar; málverkasýningar, ljós- myndasýningar, grafík, skúlptúr- ar, glerverk og fleira. „Reynt var að hafa ákveðin viðmið varðandi sýn- endur, að þeir hafi numið í listum, en þó hafa einnig verið sýningar frá sjálfmenntuðum listamönnum, aðal- lega innanbæjarfólki,“ segir Jóhanna L. Jónsdóttir sem veitti Listasetr- inu Kirkjuhvoli forstöðu frá upphafi. Hún segir tengsl við aðra menning- arstarfsemi aðallega í formi sýninga, en þó hafi verið góð samvinna við söfnin á Akranesi; byggðasafn, bóka- safn og ljósmyndasafn. Einnig voru fengnir í heimsókn nemendur tón- listarskólans til að spila þegar hald- in voru ljóða- og bókmenntakvöld. Meðal annarra starfa sem féllu und- ir ábyrgð forstöðumanns var að skrá- setja öll verk í eigu Listaverkasafns Akraneskaupstaðar sem eru rúmlega 350 talsins. Jóhanna hefur nú látið af störfum forstöðumanns Listaseturs- ins Kirkjuhvols og er framtíð hússins í dag óráðin, eins og áður segir, en ætlunin er að leigja Kirkjuhvol út til einkareksturs. þá Þorkell Már Einarsson nemandi á náttúrufræðibraut Menntaskóla Borgarfjarðar fékk nýverið afhenta viðurkenningu fyr- ir góða frammistöðu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Hann varð í 20.-24. sæti af 136 keppend- um á efra stigi í for- keppninni og öðl- aðist þar með rétt til þátttöku í loka- keppninni sem hald- in verður í mars á næsta ári. Afhend- ingin fór fram í Há- skólanum í Reykja- vík en það eru Fé- lag raungreinakenn- ara í framhaldsskól- um og Íslenska stærðfræðifélag- ið sem standa að kepppninni. Auk Þorkels tóku þátt í keppninni frá MB Sigurbjög Rós Sigurðardótt- ir og Anna Þórhildur Gunnarsdótt- ir. Þorkell Már, sem lýkur stúdents- prófi frá MB vorið 2014, er einn- ig einn af keppendum í Gettu betur liði skólans. mm Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, heldur ljósmyndasýn- ingu í menningarsetrinu Kirkju- hvoli, Merkigerði 8 á Vökudögum sem hefjast um næstu helgi. Sýnd- ar verða tæplega þrjátíu ljósmyndir, flestar teknar á Akranesi eða í næsta nágrenni. Allar myndirnar eru prentaðar á striga í stærðinni 50x75 cm og eru þær allar til sölu. Á sýningunni hefur einnig verið sett upp myrkraherbergi með tækja- búnaði eins og tíðkaðist í byrjun sjöunda áratugarins við framköllun, stækkun og vinnslu ljósmynda. Sýn- ingin verður opnuð föstudaginn 1. nóvember klukkan 19:30 og verður opin daglega til og með 9. nóvem- ber frá klukkan 15 til 19. Aðgangur er ókeypis. Félagar í Vitanum bjóða gesti hjartanlega velkomna á sýn- inguna. mm Vitinn opnar ljósmynda- sýningu á föstudaginn Þorkell Már Einarsson. Nemandi í MB stóð sig vel í stærðfræðikeppni Héldu fyrirlestra um forvarnir gegn eiturlyfjum Kirkjuhvoll nýbyggður 1923. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Kirkjuhvoll níutíu ára um þessar mundir Listasetrið Kirkjuhvoll í dag. Kirkjuhvoll þegar húsið var í hvað mestri niðurníðslu. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.