Skessuhorn - 30.10.2013, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Fjöldi fólks sótti viðburði á hausthá-
tíð Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu
sem fram fór um síðustu helgi. Þétt
var setið á sviðaveislu og hagyrðinga-
kvöldi á föstudagskvöldið þar sem
fólk skemmti sér afar vel. Veiting-
ar voru til fyrirmyndar hjá bændum,
en boðið var upp ný, söltuð og reykt
svið og svo kindalappir auk meðlæt-
is. Jóhannes Kristjánsson eftirherma
var í senn veislustjóri og hagyrðing-
ur og fórst það verk vel úr hendi.
Vel var mætt á hrútasýningar í Gröf
og á Harrastöðum í Miðdölum, auk
annarra viðburða á hátíðinni. „Þetta
tókst virkilega vel allt saman, fór af-
skaplega vel fram og aðsóknin ekki
síðri en síðustu árin. Við getum bara
verið ánægð og erum virkilega þakk-
lát öllum gestum og þátttakendum,“
segir Jón Egill Jóhannsson á Skerð-
ingsstöðum í samtali við Skessuhorn.
Hann er formaður FSD. Meðal við-
burða á hausthátíðinni er Íslandsmót
í rúningi, sem gjarnan er sótt úr öll-
um landshornum. Einnig er hönn-
unarkeppi í samvinnu við Ístex og
margt fleira til skemmtunar. Helstu
úrslit á hausthátíðinni voru þessi:
Íslandsmeistaramót í rúningi
1. Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki.
2. Jón Ottesen Ytri-Hólmi.
3. Guðmundur Þór Guðmundsson
Kvennabrekku.
4. Arnar Freyr Þorbjarnarson Harra-
stöðum.
5. Þórarinn Bjarki Benediktsson
Breiðavaði.
Hönnunarsamkeppni FSD
og Ístex
1. Fanney Þóra Gísladóttir Búðar-
dal
2. Ása Gísladóttir Hornstöðum
3. Sigríður Ósk Jónsdóttir Gilla-
stöðum.
Hyrndir lambhrútar
1. Lamb nr. 358 frá Stóra-Vatns-
horni, jafnframt kosinn besti hrút-
ur sýningarinnar.
2. Lamb nr. 2281 frá Rauðbarða-
holti.
3. Lamb nr. 268 frá Vatni.
4. Heljarskinn nr. 382 frá Geir-
mundarstöðum.
5. Lamb nr. 2283 frá Rauðbarða-
holti.
Kollóttir lambhrútar
1. Lamb nr. 623 frá Dunki.
2. Lamb nr. 3102 frá Sauðafelli.
3. Lamb nr. 1058 frá Svarfhóli.
4. Lamb nr. 686 frá Dunki.
5. Lamb nr. 80 frá Bæ.
Mislitir og ferhyrndir lambhrút-
ar
1. Lamb nr. 3639 frá Hallsstöðum.
2. Lamb nr. 459 frá Vatni.
3. Lamb nr. 85 frá Leiðólfsstöðum.
4. Lamb nr. 256 frá Klifmýri.
5. Litlikall nr. 1419 frá Dunki.
Fimm vetra ær
1. Ærin 08-301 frá Vífilsdal, ein-
kunn 117,8. F. Ylur 07-456
2. Ærin 08-004 frá Hróðnýjarstöð-
um, einkunn 115,8. F. Bogi 04-814.
3. Ærin 08-180 frá Skerðingsstöð-
um, einkunn 115,0. F. Fagri-Blakk-
ur 07-276 frá Klifmýri.
4. Ærin 08-176 frá Skerðingsstöð-
um, einkunn 114,9. F. Fagri-Blakk-
ur 07-276 frá Klifmýri.
5. Daðla 08-670 frá Klifmýri, ein-
kunn 114,7. F. Hnappur 07-455.
Ljósmyndasamkeppni
1. Valdís Einarsdóttir.
2. Steinþór Logi Arnarsson.
3. Valdís Einarsdóttir.
4. Kristján Karlsson.
5. Berglind Jósepsdóttir.
þá/ Ljósmyndir: Björn
Anton Einarsson.
Mikil stemning á hausthátíð FSD
Hrútaþukl hjá Jóhanni Ríkharðssyni og Jónínu Magnúsdóttur í Gröf í Laxárdal.
Sviðaveisla og hagyrðingakvöld á Laugum í Sælingsdal. Hjónin frá Skerðings-
stöðum í Hvammssveit ásamt fleiri góðum gestum.
Ása Gísladóttir frá Hornstöðum í
Laxárdal og Guðrún Ágústsdóttir
fyrrum húsfreyja á Stóra-Vatnshorni
í Haukadal sýndu fingrafimi sína á
rokknum.
Hagyrðingar kvöldsins ásamt Jóhannesi Kristjánssyni veislustjóra.
Keppt var einnig í rúningi manna á
móti kindum. Hér er það Helga Dóra
Rúnarsdóttir hárgreiðslukona með
meiru búsett í Búðardal sem mundar
klippurnar á kolli Jóns Egils Jóhanns-
sonar frá Skerðingsstöðum.
Frá viðurkenningum fyrir hönnunarkeppni.
Bjarni á Leiðólfsstöðum fylgist með
rúningi á Guðmundi á Kjarlaksvöllum.
Íslandsmeistari frá því í fyrra keppti á
móti hárgreiðsludömunum. Hann tók
ekki þátt í ár þar sem hann kvað best
að hætta á toppi ferilsins og hleypa
ferskum mönnum að.
Eftir áskorun frá áhorfendum þótti við
hæfi að skella klippum í Bjarna Her-
mannsson frá Leiðólfsstöðum. Hann
brást fljótt og vel við með því að skella
sér á skeljarnar fyrir Grímu.
Mannarúningi lokið. Gríma Kristinsdóttir, Bjarni Hermanns-
son frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal, Guðmundur Gunnarsson
frá Kjarlaksvöllum í Saurbæ, Jón Egill Jóhannsson frá Skerð-
ingsstöðum í Hvammssveit og Helga Dóra Rúnarsdóttir frá
Valþúfu á Fellsströnd, búsett í Búðardal.
Bændur með viðurkenningar fyrir mislita og ferhyrnda
lambhrúta. Konurnar tóku líka við viðurkenningarskjölum á sýningunni.