Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Side 4

Skessuhorn - 13.11.2013, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Skiptimiðajól Leiðari Heimur íslenskrar bókaútgáfu er býsna harður og óútreiknanlegur. Því verða fæst útgáfufélög gömul. Þau sem lifa lengst hafa yfirleitt yfir að ráða miklu hyggjuviti útgefenda en ekki síst hreinni og klárri heppni hvað höf- unda varðar. Gallinn við útgáfu bóka hér á landi er sá helstur að fyrirfram er ekki hægt að gefa sér að góð bók nái mikilli sölu. Áður en á það reyn- ir er búið að stofna til mikils kostnaðar. Á vísan er ekki að róa í þessu sam- bandi. Jafnvel eru dæmi um að fremur lélegar bækur hafa náð mikilli sölu en það er einkum í þeim tilfellum þegar sami höfundur hefur skrifað góða bók áður og lesendur treysta á að sú verði raunin aftur. Svo eru aðrar bækur sem eru hreinir og klárir „spútnikar“ og nægir að nefna bókina sem sló öll sölumet í fyrra, léttskrifuð bók um Gísla á Uppsölum sem seldist í fimm- tán þúsund eintökum, jafnvel þótt hún hafi fengið falleinkunn í Kiljunni, eina bókrýniþætti landsmanna. Sýnir það kannski öðru fremur að fólk virð- ist taka hæfilega mikið mark á bókagagnrýni. Sú mikla óvissa sem bókaútgefendur búa við ræðst af ýmsu. Í fyrsta lagi erum við einungis 320 þúsund manna þjóð og því er hver markhópur inn- an þess mengis fremur smár. Þannig var það því snilld í markaðssetningu þegar höfundur bókarinnar um Gísla á Uppsölum sagðist upphaflega hafa skrifað bókina með lesendahópinn unglinga í huga en breytt henni lítið eitt til að hún höfðaði til fullorðinna líka. Þar með var búið að stækka mark- hópinn margfalt – og það tókst. Þá er náttúrlega fullt af öðrum ástæðum fyrir velgengni metsölubókarinnar. Gísli á Uppsölum átti pláss í hjörtum margra landsmanna eftir að Ómar og Árni Johnsen gerðu þennan skrýtna einsetumann í Selárdal ódauðlegan. Einelti var einnig mikið til umræðu á síðasta ári, en höfundur bókarinnar hafði rauðan þráð í henni að Gísli hafði verið lagður í einelti strax frá unga aldri og aldrei borið þess bætur. Hafi því lokað sig inn í skel fjarri skarkala heimsins og áreiti annars fólks. Ég las bókina um Gísla og í mínum huga er hún um margt mjög góð og átti skil- ið að verma toppsæti metsölulistans í fyrra. Nú í haust og fyrir þessi jól koma út margar bækur hér á landi. Slagurinn um athyglina í Kilju Egils Helgasonar á RUV er því býsna harður. Það hef ég reynt því Skessuhorn gaf í haust út bók sem ætlað er að taka þátt í þeim slag að komast í sem flesta jólapakka. Stolin Krækiber, bók eftir Dagbjart Dagbjartsson og Bjarna Þór Bjarnason á tvímælalaust erindi til allra sem hafa gaman að kveðskap. Lausavísur, frásagnir Dagbjartar af tilurð þeirra, kryddað með skopmyndum Bjarna Þórs er bara flott bók. Að sjálfsögðu er ég ekki hlutlaus, dettur ekki til hugar að halda því fram. En þegar kemur að því sem mér þykir sjálfsagt, að fá pláss í Kiljunni hjá Agli til að sem flest- ir landsmenn viti þó allavega af tilurð bókarinnar, þá vandast málið. Egill hafði ekki áhuga. Hann vill frekar tala um bækur annarra. Fyrir bragðið er ég sár út í Ríkissjónvarpið og sár út í Egil Helgason, einvald íslenskrar bók- menntagagnrýni. Ef RUV á að heita sjónvarp allra landsmanna, þá er það mín skoðun að þessi ríkisstöð skuli versgú segja frá öllum bókum sem gefn- ar eru út og enginn afsláttur gefinn af því. En hvað um það. Alltaf er spennandi að vita hvað einkennir hver bóka- jól. Að þessu sinni virðast samtíma stjórnmálamenn hafa haft talsverðan tíma til bókaskrifa. Sumir eru reyndar hættir á þingi, aðrir ekki. Ekki veit ég hversu marga fýsir að vita um einkalíf Jóhönnu Sigurðardóttur í frásögn eiginkonu hennar, eða meira um skopskyn Guðna Ágústssonar, eða hvað raunverulega gerðist í ríkisstjórninni síðustu þegar forsetinn hundskamm- aði Össur og Steingrím Joð. Frá því greina þeir vafalaust í bókum sínum. Hitt veit ég þó að fyrir þessi jól mega bókaverslanir og stórmarkaðir ekki klikka á einu: Það þarf að vera nóg til af skiptimiðum. Magnús Magnússon Velferðarráðuneytið hefur ákveð- ið að fresta fyrirhuguðum áform- um um að fækka sjúkrabifreiðum í Búðardal, á Ólafsvík og Hvamms- tanga úr tveimur í eina á hverjum stað. Málið verður skoðað betur af hálfu ráðuneytisins fram á næsta ár. Samkvæmt heimildum Skessu- horns mun Velferðarráðuneytið eiga í nánari viðræðum við Rauða kross Íslands um málið og því var fyrirhuguð fækkun dregin til baka í óákveðinn tíma. Gísli Björns- son yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands til- kynnti í liðinni viku sjúkraflutn- ingamönnum á Vesturlandi um þessa ákvörðun ráðuneytisins. Viðbrögð íbúa á framangreindum stöðum voru gríðarsterk við boð- aðri fækkun sjúkrabíla enda er auð- velt að benda á þá hættu sem skap- ast ef varasjúkrabílar eru ekki til staðar þegar slys eða veikindi bera að höndum. Á þetta hefur heima- fólk í Dalasýslu og Snæfellsbæ bent í viðtölum og fréttum sem birst hafa í Skessuhorni síðustu vikurnar. Þessari niðurstöðu munu því fjöl- margir íbúar á Vesturlandi fagna og senda hlýjar kveðjur til starfsfólks Velferðarráðuneytisins fyrir að slá þennan meinta sparnað í heilbrigð- iskerfinu út af borðinu. Öryggið skiptir öllu máli „Fyrst og fremst verðum við að tryggja öryggi fólks í öllum byggð- um landsins. Það gerum við best með því að skoða aðstæður með staðkunnugum og skipuleggja fyr- irkomulag sjúkraflutninga með hliðsjón af skipulagi heilbrigðis- þjónustunnar á hverjum stað í ná- inni samvinnu við forsvarsmenn í hverju heilbrigðisumdæmi,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra vegna þessarar ákvörðun- ar um að fresta fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni. mm Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Akraness, hefur ákveðið að stíga til hliðar að lokna kjörtímabilinu næsta vor. „Ég held þetta sé orðið gott eftir 20 ár í bæjarstjórn og tími til kominn að aðrir taki við keflinu,“ sagði Gunn- ar í samtali við Skessuhorn. Hann fór á fund Þorgeirs Jósefssonar for- manns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi sl. mánudag og til- kynnti þar ákvörðun sína. Gunnar segist ánægður með störf sín og set- una í bæjarstjórninni í 20 ár. Hann sé stoltur af því að hafa beitt sér og haft mikil áhrif á byggingu nýs tón- listarskóla á Akranesi, byggingu nýs bókasafns og að bæjarbúum á Akra- nesi gefist kostur á að ferðast frítt með strætó. Gunnar var forseti bæj- arstjórnar þegar öll þessi mál kom- ust til framkvæmda. Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi ákvað á fundi nýverið að uppstilling yrði viðhöfð á fram- boðslista flokksins fyrir bæjarstjórn- arkosningarnar næsta vor. Skip- uð var fimm manna kjörnefnd sem hafi það verkefni að raða á fram- boðslista. Í kjörnefndinni eru Þor- geir Jósefsson formaður, Magnús Brandsson, Kolbrún Hreinsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jón Axel Svavarsson. Þorgeir Jósefsson seg- ir að kjörnefndinni hafi ekki verið gefinn afmarkaður tími til að skila sinni vinnu. Sem kunnugt er fékk Sjálfstæðisflokkurinn tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn vorið 2010. Auk Gunnars Sigurðssonar er í bæjar- stjórninni Einar Brandsson. Einar sagði í samtali við Skessuhorn hafa fullan hug á því að taka þátt í bæjar- pólitíkinni áfram, enda reynslunni ríkari nú þar sem að fyrstu misser- in á þessum vettvangi færu að tals- verðu leyti í að læra. þá Um klukkan sex síðastliðinn sunnu- dagsmorgun fékk Slökkvilið Snæ- fellsbæjar útkall vegna elds í litlu einbýlishúsi við Ólafsbraut 62 í Ólafsvík. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var húsið alelda, en það var mannlaust. Að sögn lögreglu er húsið mikið skemmt ef ekki ónýtt. Óvíst er um eldsupptök. af Lítið einbýlishús illa farið eftir bruna Þau skipuðu þrjú efstu sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar. F.v. Einar Brandsson, Karen Jónsdóttir og Gunnar Sigurðsson. Gunnar Sigurðsson ætlar ekki fram næsta vor Búið að fresta áformum um fækkun sjúkrabíla Sjúkrabílar verða áfram tveir á hvorum stað fyrir sig; Ólafsvík og Búðardal. Hér eru bílarnir í Ólafsvík. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.