Skessuhorn - 13.11.2013, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013
Umhverfisráðuneytið hefur kynnt
hugmyndir varðandi úrræði til
að koma í veg fyrir síldardauða
í Kolgr afafirði og umhverfisslys
eins og áttu sér stað í tvígang síð-
asta vetur. Þá var mikill síldardauði
í firðinum vegna súrefnisskorts og
talið að yfir 50 þúsund tonn af síld
hafi drepist. Tengiliðahópur hef-
ur unnið að því að finna lausnir við
þeirri vá sem er yfirvofandi. Hann
hefur greint fjóra hugsanlega kosti.
Þeirra vænlegastur til að koma í
framkvæmd er talinn 1100 metra
fælingargirðing neðan við brúna,
en þó er ekki vitað um hvort sú að-
ferð myndi skila árangri. Hinir þrír
möguleikarnir eru lokun fjarðarins,
stækkun fjarðarins með því að rjúfa
landfyllingu að austanverðu með
nýrri brú og fjórði kosturinn er síð-
an dæling súrefnis innst í fjörðinn
með sérstökum búnaði.
Fælingargirðingin er talin væn-
legasti kosturinn af þessum fjór-
um af nokkrum ástæðum. Eink-
um vegna þess að hægt væri að ráð-
ast í hann fljótlega, að sögn Huga
Ólafssonar skrifstofustjóra í Um-
hverfisráðuneytinu, sem er for-
maður tenglahópsins. Sá kost-
ur krefjist ekki umfangsmikils fer-
ils umhverfismats, mikillar verk-
fræðivinnu eða öryggisþátta. Auk
þess er hann ódýrasti kosturinn,
metinn á bilinu 60-80 milljónir kr.
Hinir kostirnir þrír eru mjög dýrir
eða allt upp í 800 milljónir við opn-
un fjarðarins með byggingu nýrrar
brúar á Kolgrafafjörð.
Hefur mesta trú á
opnun fjarðarins
Fælingargirðingin yrði leggur með
hvítum veifum sem sveiflast myndi
niðri í sjónum og þess freistað
að birtan frá þeim hrekti síldina
burtu. Bjarni Sigurbjörnsson bóndi
á Eiði, sem er í tengiliðahópnum,
segir að þarna sé byggt á gamalli
aðferð sem beitt var við síldveiðar
hér áður fyrr. Bjarni segir að í raun
sé tíminn að hlaupa frá fólki til að
hægt verði að koma í veg fyrir síld-
ardauða í vetur. Persónulega litist
sér best á að opna fjörðinn Kolg-
rafamegin, það er að austanverðu,
með því að rjúfa landfyllinguna og
koma þar fyrir brú til viðbótar, all-
styttri þeirri sem fyrir er. „Þarna var
náttúrulegi állinn sem við bænd-
ur hér teljum að hafa verið rofinn
á sínum tíma. Þar með hafi verið
lokað fyrir hringstreymið í firðin-
um sem skapi þessa súrefnisþurrð
sem talin er valda síldardauðanum.
Þessi mál hafa gengið alltof seint.
Það er einn aðili sem ég sakna að
þessu borði. Það er LÍÚ sem er
annar af tveimur stærstu hagmun-
aðilum í málinu, hinn er þjóðin,“
segir Bjarni. Í þessu sambandi má
benda á að 10 þúsund tonn af síld
eru talin skila 1.250 milljónum í
útflutningsverðmæti. Í fyrra drapst
því síld fyrir að minnsta kosti á sjö-
unda milljarð króna.
Í umræddum tenglahópi eru auk
bænda á Eiði fulltrúar frá tveimur
ráðuneytum, umhverfis- og auð-
lindaráðuneytinu og atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneytinu, Haf-
rannsóknarstofnun, Náttúrustofu
Vesturlands, Vegagerðinni, Um-
hverfisstofnun, Grundarfjarðarbæ
og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
þá
Eins og Skessuhorn greindi frá 16.
október sl. þá hefur Samkeppnis-
eftirlitið úrskurðað að Snæfellsbær
segi upp samningum um malarnám
á svokallaðri Breið rétt vestan við
Ólafsvíkurenni. Það á að gerast eigi
síðar en í lok þessa árs en þá lýkur
núgildandi leigutímabili þeirra sem
hafa haft námuréttindin á leigu.
Eftirlitið úrskurðaði að Snæfellsbær
hafi mismunað aðilum sem sóttust
eftir að nýta efni úr námunni. Fyr-
irkomulag leyfisveitinga til malar-
náms í námunni í Breið hafi verið
til þess fallið að hindra aðgang að-
ila að markaðinum og þannig skað-
að samkeppni.
Friðrik Tryggvason sem á og rek-
ur steypustöð í Grundarfirði skaut
málinu til Samkeppniseftirlits-
ins. Hann taldi á sér brotið þeg-
ar honum var meinaður aðgang-
ur að námunni á eðlilegum sam-
keppnisgrundvelli. Kristinn Jónas-
son bæjarstjóri Snæfellsbæjar seg-
ir að stjórn sveitarfélagsins ætli að
hlíta úrskurðinum. „Ég ætla ekki að
deila um niðurstöðuna. Ég treysti
Samkeppniseftirlitinu til að úr-
skurða um þetta mál. Nú verðum
við bara að finna leiðir til að tryggja
að nýting námunnar fari fram með
þeim hætti sem Samkeppniseftirlit-
ið getur fallist á,“ segir Kristinn.
Einstök náma með
góðu hráefni
Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að
eðlilegar orsakir hafi legið að baki
úthlutun sérleyfa til að nýta nám-
una. Talið sé óhætt að taka um þrjú
þúsund rúmmetra af efni árlega úr
námunni á Breið. Hún sé viðkvæm
náttúruauðlind. Hafið skili mölinni
á land en efnið eigi sennilega upp-
haf sitt úr Ólafsvíkurenni sem ekki
skili lengur jarðvegi í sjó fram eft-
ir að vegur var lagður undir því.
„Við fórum þessa leið árið 2007 til
að ná tökum á nýtingu námunn-
ar. Hún er takmörkuð gæði. Til að
ganga ekki of nærri þessari auðlind
verður við að gæta þess að taka ekki
of mikið af efni úr henni. Við aug-
lýstum eftir umsóknum frá aðilum
sem gætu hugsað sér að fá vinnslu-
leyfi og töldum okkur gera það með
fullnægjandi hætti,“ segir Kristinn
Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ.
Menn hafi vissulega verið með-
vitaðir um að samkeppni yrði um
mölina af Breiðinni. „Þessi náma
er einstök vegna gæða steypuefn-
isins. Þetta er eitt besta hráefni í
steinsteypu sem finnst á landinu.
Sem dæmi má nefna að allt efni
sem nú fer í að endurnýja gólfið í
Borgarfjarðarbrúnni kemur héðan
því herslan í fjörumölinni gefur svo
slitsterka steypu. Þar hefur einn af
þeim aðilum sem hafa haft vinnslu-
leyfi úr námunni selt Vegagerðinni
steypu og síðan skilað námugjöld-
um til Snæfellsbæjar eins og tilskil-
ið er samkvæmt vinnsluleyfinu.“
Úrskurður vekur
spurningar
Kristinn dregur ekki dul á að úr-
skurður Samkeppniseftirlitsins hafi
nú lagt krefjandi úrlausnarefni fyr-
ir bæjaryfirvöld í Snæfellsbæ. „Við
stöndum til dæmis frammi fyr-
ir því hversu langt við eigum að
ganga til að skaffa þeim steypumöl
sem vilja úr námum Snæfellsbæj-
ar. Það er augljóst að þessi skylda
nær til Grundarfjarðar en hvað þá
með önnur sveitarfélög? Nær þetta
í Borgarnes, til Akraness og til
landsins alls? Við þurfum að ræða
við Samkeppniseftirlitið um hvaða
reglur gangi upp. Allir eru sammála
um að það þarf að stjórna leyfilegri
efnistöku úr fjörunni á hverjum
tíma, setja einhvers konar kvóta út
frá því sem við teljum að fjaran þoli.
Á sama tíma verður að tryggja að
allir njóti jafnræðis. Þetta eru hlut-
ir sem við þurfum að hugsa. Gæti
einhver aðili til dæmis komið hing-
að frá Reykjavík með sanddæluskip
og lýst því yfir að hann væri tilbú-
inn að greiða hæsta verð fyrir efn-
ið og síðan hafið dælingu úr fjör-
unni? Eða eiga þeir sem búa á Snæ-
fellsnesi og framleiða steinsteypu
að eiga forgang? Ég get ekki svarað
þessu á þessari stundu,“ segir Krist-
inn Jónasson. mþh
„Það er einn aðili sem ég sakna að þessu borði. Það er LÍÚ sem er annar af tveimur stærstu hagmunaðilum í málinu, hinn er
þjóðin,“ segir Bjarni bóndi á Eiði.
Fælingargirðing talinn helsti kosturinn til
að bægja síld frá Kolgrafafirði
Við gerð brúar yfir Kolgrafafjörð og landfyllingu var lokað fyrir hringstreymi
sjávar í firðinum.
Snæfellsbær ætlar að hlíta úrskurði Samkeppniseftirlits
Malarnáman umdeilda er í fjörukambinum rétt vestan Ólafsvíkurennis. Hér er horft úr henni í áttina að Rifi.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæ-
fellsbæ.