Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2013, Qupperneq 24

Skessuhorn - 13.11.2013, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13 . NÓVEMBER 2013 Eldri borgarar í Grundarfirði stóðu fyrir harmonikkudansleik á Dval- arheimilinu Fellaskjóla síðastlið- inn sunnudag. Boðið var upp á léttar veitingar og mikið fjör. Það voru þær Kristín Friðfinnsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir (Lauga á Hömrum) sem að héldu uppi fjör- inu. tfk Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni þar sem börn og fullorðnir gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika, með því að gefa þeim jólagjafir. Til að tryggja að börnin fái svipaðar gjafir eru þær settar í skókassa og mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Nú eru tíu ár síðan KFUM & KFUK byrjaði að standa fyrir þessu verkefni hér á landi. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu og dreift meðal annnars á munaðarleysingja- heimili, barnaspítala og til annarra sem búa við sára fátækt. mm Nýlega var haldið lestrarátak í grunnskólanum í Stykkishólmi. Það stóð yfir í fjórar vikur. Á lokahá- tíð lestrarátaksins sögðu nemend- ur frá sinni upplifun af því. Sumir hópar kynntu tölfræðilegar niður- stöður en aðrir efndu til spurninga- keppni um orð sem þeir höfðu safn- að úr sjómannamáli, skipasmíðum, skeifnasmíði og úr heilbrigðisgeir- anum. Krakkar í tíunda bekk röpp- uðu frumsaminn texta um bækur og höfunda sem voru efstir á vin- sældalista bekkjarins. Í kaffitíman- um fengu allir nemendur sér bita af stærstu skúffuköku sem þeir höfðu séð og gerðu henni góð skil. Hér má skoða myndir frá lokahátíð lestrarátaksins. Auk þeirra eru þrjár myndir úr líffræðitíma þar sem nemendur skoðuðu ferskan innmat úr sauðfé þegar sláturtíð haustsins stóð hvað hæst. mþh/ Ljósm. Eyþór Ben. Harmonikkutónar á Fellaskjóli Jól í skókassa Úr Snæfellsbæ fóru yfir 50 skókassar. Tíu til tólf ára starf kirkjunnar safnaði í kassa og útbjó. Einnig safnaði 1. til 4. bekkur í Grunnskóla Snæfellsbæjar í kassa og hjálpuðust nemendur að við að pakka þeim inn, raða í þá og ganga frá þeim. Ljósm. þa. Krakkarnir í Grunnskóla Grundar- fjarðar létu verkefnið ekki fram hjá sér fara. Þær Anna Husgaard Andreasen og Salbjörg Nóadóttir voru að ganga frá pökkunum í safnaðarheimilinu þegar ljósmyndari kíkti þar við. Ljósm. tfk. Uppskeruhátíð lestrarátaks og skoðun á innmat í Stykkishólmi Aníta, Benedikt og Margrét segja frá lestrarstundum í 7. bekk. Krakkar í 10. bekk flytja rapprímu um uppáhaldsrithöfunda sína. Jón Grétar og Haukur leggja spurningar um orð úr ýmsum geirum atvinnulífsins fyrir 10. og 8. bekkinga. Brugðið á leik eftir tölfræðikynningu. Kökunni góðu gerð skil í kaffitímanum. Ásgerður og Margrét að skoða nýru. Kristófer og Ellert Þór búnir að skera í sundur hjarta. Samúel og Benjamín blása í lungu en Lárus fylgist með af athygli.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.