Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 47

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 47
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR báðir neðri lapparnir frá tveimur gjöfum með sömu blóðflokka. Mikilvægt er að gjafinn sé stærri en þeginn svo að lungnalappinn nái að þenjast út í brjóstholið. Aðgerðir þessar hafa reynst hættulitlar fyrir gjafana (8). Ónæmisbæling Onæmisbæling með lyfjum hefst strax eftir aðgerðina og er ævilöng. Algengast er að nota cýklósporín eða takrólímus, azatíóprín eða mýkófenólat mófetíli og prednisólon. Þá tíðkast víða að gefa mótefni gegn eitilfrumum strax eftir lungnaskiptin. Nýlega hafa einnig komið til sögunnar lyf sem bæla interleukín-2 myndun og eru notuð strax eftir ígræðsluaðgerðina (!)• Árangur af lungnaígræðslum Lifun: Samkvæmt alþjóðlegum skráningum er eins árs lifun lungnaþega 71%, þriggja ára 55% og fimm ára lifun 43% (1,2). Er þetta talsvert lakara en fyrir hjarta- og lifrarígræðslur og mun lakara en fyrir nýraígræðslur. Er því mikilvægt að átta sig á því að stundum er lifunin jafngóð eða betri með þeim sjúkdómi sem sjúklingur hefur án þess að komi til ígræðslu. Sjúklingar með slímseigjusjúkdóm og með bandvefsmyndun í lungum hafa mest gagn af lungnaígræðslu. Lungnastarfsemi: Mikill bati verður á lungna- starfsemi eins og sjá má með rannsóknaraðferðum eins og blástursprófum og nær batinn hámarki þrernur til sex mánuðum eftir ígræðslu. Ef skipt er um bæði lungu næst yfirleitt full starfsemi en 50- 70% ef skipt er um annað lungað. Súrefnisgildi í blóði batna verulega og sjúklingar losna yfirleitt við súrefnisgjöf (1). Blóðföll: Hjá sjúklingum með lungnaæða- sjúkdóm verða viðnám og þrýstingur í lungna- æðum strax eðlileg. Útstreymisbrot hægri slegils batnar verulega (9). Areynsluþol eykst yfirleitt það mikið að sjúklingar ná virkum lífsháttum og allt að 80% sjúklinga hafa enga takmörkum á hreyfingu einu ári eftir lungnaígræðslu (1). Lífsgæði batna hjá flestum. en geta versnað aftur þegar frá líður vegna síðbúinna fylgikvilla (10). Aðeins um 40% lungnaþega hverfa þó til vinnu aftur. Algengir fylgikvillar Frumgræðlingsbilun (primary graft failure) gerist strax eftir ígræðsluna og er talin orsakast af blóð- þurrðar- og endurflæðisáverka. Innan þriggja daga frá aðgerð koma fram dreifðar íferðar í lungum og mikill súrefnisskortur. Beitt er stuðningsmeðferð en allt að 60% þessara sjúklinga deyja (11). Fylgikvillar í loftvegum eru nú sjaldgæfari en áður vegna bættrar skurðtækni. Þrenging á tengingunni við ígrædda lungað er algengust og er oftast hægt að laga með ísetningu stoðnets (12). Sýkingar eru mun algengari hjá lungnaþegum en öðrum líffæraþegum og stafar að hluta til af nánum tengslum lungnanna við umhverfið. Bakteríusýkingar eru algengastar bæði fyrst eftir ígræðsluna og síðan hjá þeim sem fá langvinna höfnun og stíflumyndandi berkjungabólgu (bronchiolitis obliterans). Gram-neikvæðar bakteríur eru algengur orsakavaldur (13). Athyglisvert er að sjúklingar með slímseigju- sjúkdóm eru ekki í meiri hættu að fá sýkingar í neðri loftvegi en aðrir eftir lungnaígræðslu (6). Cýtómegalóveirusýkingar halda áfram að vera verulegt vandamál og geta valdið slæmri lungnabólgu og leitt til langvinnrar höfnunar. Oft er því gefið gancíklóvír fyrst eftir aðgerð til að draga úr þessari hættu (14). Höfnun Bráðahöfnun er algengust fyrstu 100 dagana eftir ígræðslu en getur komið fyrir hvenær sem er. Einkenni eru ósértæk og er oft erfitt að greina á milli höfnunar og sýkingar. Því þarf oft að taka sýni frá lunga til að greina á milli (1). Skerðing á blásturs- prófum um 10% eða meira getur verið merki um höfnun og er það aðalástæða þess að sjúklingar mæla blásturspróf daglega. Við bráðri höfnun er venjulega gefin háskammta sterameðferð í æð í þrjá daga og síðan er aukið tímabundið við ónæmisbælandi meðferðina (1). Langvinn höfnun er alvarlegasta vandamálið eftir lungnaígræðslu og það sem veldur því að líftími lungnagræðlinga er mun styttri en annarra græðlinga (15). Vefjafræðilega kemur hún fram sem stíflumyndandi berkjungabólga sem með bandvefsmyndun veldur þrengingu í litlum loftvegum. Algeng einkenni eru vaxandi mæði og hósti. Við blásturspróf kemur fram teppa með lækkun á fráblæstri eftir eina sekúndu. Meingerð er ekki vel þekkt en oft er fyrri saga um endurteknar bráðar hafnanir og cýtómegaló- veirusýkingar. Stíflumyndandi berkjungabólga kemur fram í 60-80% sjúklinga sem lifa í fimm ár. Margvísleg ónæmisbælandi meðferð hefur verið reynd og getur hún í mesta lagi hægt á sjúk- dómsganginum en ekki stöðvað hann. Horfurnar eru slæmar og látast 40% innan tveggja ára frá greiningu. Stundum eru lungu grædd í aftur en árangur er ekki góður. Lungnaígræðslur á íslandi Nokkrir íslendingar hafa fengið ígrædd lungu. Bæði hefur verið um að ræða hjarta- og lungnaígræðslur og lungnaígræðslu eina sér. Þessar aðgerðir hafa flestar verið gerðar á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í Svíþjóð en nú er í gildi samningur um að líffæra- Læknablaðið 2000/86 589
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.