Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 51

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 51
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Mergskipti Igrœðsla blóðmyndandi stofnfrumna Sigrún E.Þ. Reykdal Frá blóöfræðideild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sigrún E.Þ. Reykdal blóöfræðideild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Sími: 560 1844; bréfasími: 560 1810; netfang: sigrunre@rsp.is Lykilorö: mergskipti, tegund gjafa, stofnfrumur, ábendingar, ónœmisröskun. Ágrip Allra síðustu áratugi hefur orðið mikil aukning á fjölda mergskipta en árlega fara mörg þúsund sjúklingar í slíka meðferð. f dag eru mergskipti framkvæmd fyrr í sjúkdómsferlinu heldur en tíðkaðist í byrjun og hefur það leitt til bætts árangurs meðferðar. Illkynja blóð- og eitilfrumusjúkdómar eru algengustu ábendingar í dag. Helstu sjúkdómaflokkarnir eru hvítblæði, bæði brátt og Iangvinnt, eitilfrumukrabbamein (Non-Hodgkin's lymphoma og Hodgkin's disease), mergfrumuæxli (multiple myeloma) og meðfæddar ónæmistruflanir. Oftast er merggjafinn systkini sjúklings en á síðustu árum hafa alþjóðlegar gjafaskrár gegnt vaxandi hlutverki í leit að gjafa. Tegund vefjaflokkasamræmis milli þega og gjafa er helsti áhættuþáttur fyrir ónæmisröskun sem enn í dag er meginorsök alvar- legra veikinda og dauðsfalla við ígræðslumeðferðina. Höfnun græðlings er mjög sjaldgæf þegar um full- komið vefjaflokkasamræmi er að ræða. Heildarlifun er einnig háð fjölmörgum öðrum þáttum, svo sem sjúkdómsgreiningu, aldri og framgangi sjúkdómsins. Síðustu ár hafa að meðaltali fjórir íslendingar farið í mergskipti árlega en öll mergskipti hafa farið fram erlendis. Abendingar eru svipaðar og í öðrum Evrópulöndum. Inngangur Notkun beinmergs í lækningaskyni var fyrst lýst 1891 og var mergurinn gefinn til inntöku við meðferð mergbilunar en mergur var fyrst gefinn í æð 1939 (1). Rannsóknir sem hófust 1949 á áhrifum geislunar á blóðmyndun í nagdýrum marka upphaf nútíma stofnfrumuflutninga (2). Upp úr 1950 hófust fyrstu tilraunir til mergskipta hjá mönnum en nær öll mergskipti á þessum tíma mistókust, nema þegar eineggja tvíburar áttu í hlut. Uppgötvun á fyrstu vefjaflokkasameindum mannsins (human leukocyte antigens, HLA) 1958 lagði síðan grundvöllinn að framförum næstu áratuga. Árið 1968 voru framkvæmd fyrstu velheppnuðu mergskiptin milli systkina hjá þremur einstaklingum með ónæmistruflun og eru þeir allir við góða heilsu í dag (2). Undir forystu frumkvöðulsins E. Donnall Thomas, sem hlaut Nóbelsverðlaun í læknisfræði árið 1990, hóf Seattle hópurinn að framkvæma mergskipti árið 1969 hjá sjúklingum með illkynja blóðsjúkdóma. Árið 1977 voru birtar niðurstöður um árangur ENGLISH SUMMARY Reykdal SEÞ Bone marrow transplantations Læknablaðið 2000; 86: 593-9 For the last few decades there has been a major increase in the number of allogeneic bone marrow transplantations and every year several thousand transplants are performed. In the early days of transplantation the treatment was performed only in terminally ill patients but now transplantation is carried out early in the course of the disease with greatly improved results. The most common indications for treatment today include acute and chronic leukemia, Non-Hodgkin's lymphoma, Hodgkin's disease, multiple myeloma and congenital immune deficiencies. Sibling donors are the most common source of stem cells for transplantation but in recent years international donor registries have played an increasing role. Degree of HLA disparity between donor and recipient is the main risk factor for Graft versus Host disease which is still the major cause of morbidity and mortality after transplantation. Graft rejection is very rare when there is complete HLA match between the donor and recipient. Overall survival is also dependent on several other factors including disease stage at time of transplantation, age and disease categories. For the last few years an average of four lcelandic patients have received bone marrow transplantation each year and indicatioons are similar to other European countries. Key words: allogeneic bone marrow transplantation, donor type, stem cells, indications, Graft versus Host disease. Correspondence: Sigrún E.Þ. Reykdal. E-mail: sigrunre@rsp.is meðferðar hjá 100 sjúklingum með hvítblæði á lokastigi sem fengið höfðu merg frá systkini úr sambærilegum vefjaflokki. Af 100 einstaklingum voru 17 lifandi einu til þremur árum eftir mergskiptin og átta af þessum 17 einstaklingum eru við góða heilsu í dag (2,3). Flutningi á blóðmyndandi stofnfrumum er skipt í tvo meginflokka: Annars vegar er um að ræða mergskipti (allogeneic bone marrow transplantation) þar sem stofnfrumur úr merg eða blóði frá gjafa með sambærilega vefjaflokka eru græddar í sjúkling. Hitt meðferðarformið er eigin stofnfrumuígræðsla (autologous stem cell transplantation), sem einnig má kalla háskammtalyfjameðferð með stofnfrumu- Læknablaðið 2000/86 593
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.