Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 55

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 55
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Græðlingur gegn hvítblæði Fljótlega var sýnt fram á lægri tíðni endurkomu sjúkdóms hjá þeim sjúklingum sem fengu ónæmisröskun eftir mergskipti, samanborið við þá einstaklinga sem sýndu engin merki ónæmisröskunar (19). Orsökin er viðbrögð eitilfrumna frá gjafa gegn minni vefjaflokkasameindum og ákveðnum sér- tækum sameindum á yfirborði illkynja frumna sem leiðir til eyðingar illkynja vefs. Pessum viðbrögðum var fyrst lýst í hvítblæði og nefnt græðlingur gegn hvítblæði (Graft versus Leukemia effect) en nú er ljóst að viðbrögðin koma fram við fjölmarga sjúk- dóma. Ein sterkasta vísbendingin um þessi áhrif græðlingsins er árangur meðferðar með eitilfrumu- gjöf frá upprunalegum merggjafa við endurkomu sjúkdóms eftir mergskipti. Af öðrum rökum skal nefna auka tíðni endurkomu sjúkdóms eftir mergskipti hjá eineggja tvíburum (enginn breytileiki í minni vefjaflokkamótefnavökum) og eftir T- frumufækkun græðlings (2,20). Árangur meðferðar sem byggist á gjöf eitilfrumna frá merggjafa sýndi einnig fram á, að ekki var nauðsynlegt að skapa rými í mergnum fyrir græð- linginn með háskammta frumudrepandi lyfjurn. í kjölfarið þróuðust hugmyndir um að hægt væri að lækna illkynja sjúkdóma án háskammtameðferðar, en allra síðustu ár hefur verið beitt nýrri nálgun við mergskipti. Þetta hefur verið nefnt ýmsum nöfnum eins og minni ígræðsla (mini transplant eða non- myeloablative transplant), en við þetta nýja meðferðarform hefur verið dregið verulega úr undirbúningsmeðferðinni. Gefnir eru lágir skammtar af frumudrepandi lyfjum og geislameðferð og síðan eru stofnfrumumar gefnar í áföngum. Samfara þessu er gefin ónæmisbælandi meðferð en í miklu styttri tíma en við hefðbundin mergskipti. Þannig myndast ástand sem kallað er mixed chimerism en þá eru fyrir hendi bæði fmmur frá merggjafa og mergþega. Þetta er gert til að virkja ofangreind áhrif græðlingsins (Graft versus Leukemia), en ónæmisröskun er þó ennþá verulegt vandamál. Hins vegar hefur þessi nálgun haft mikil áhrif á val sjúklinga sem er hægt að veita þessa meðferð en í dag hafa einstaklingar allt upp í 75 ára aldur farið í ofangreinda meðferð (21. Höfnun Höfnun græðlings eftir mergskipti getur ýmist komið fram sem blóðkornafæð frá byrjun eða síðkomin blóðkornafæð og mergþurrð eftir að rótun (engraftment) hefur upphaflega átt sér stað. Bæði T- eitilfrumur og NK-frumur þegans geta sett af stað höfnunarferlið sem stjórnast af vefjaflokkasamræmi milli þega og gjafa. Þegar um sömu vefjafokka- arfgerð er að ræða er hættan á höfnun undir 1%, en við misræmi í tveimur eða þremur vefjaflokka- mótefnavökum, HLA- A,- B eða -DR, er hættan á höfnun komin upp í 15% (16). Líkurnar á höfnun geta einnig ráðist af mótefna- myndun (alloimmunization) þegans af völdum blóðgjafa fyrir mergskiptin. Þetta getur gerst hafi blóðgjafarnir sameiginlega ígræðslu mótefnavaka með merggjafanum. Höfnun getur orðið fyrir tilstilli minnis T-eitilfrumna sem hafa lifað af undirbúnings- meðferðina eða vegna mótefnamiðlaðrar eyðingar græðlingsins. T-frumu fækkun í græðlingnum ásamt ófullnægjandi ónæmisbælandi lyfjameðferð getur einnig stuðlað að höfnun (16). Algengast er að höfnun verði hjá sjúklingum með vanmyndunar- blóðleysi sem ekki hafa fengið undirbúning með heilgeislun (22). Önnur vandamál Ymsa bráða fylgikvilla við mergskipti má fyrst og fremst rekja til undirbúningsmeðferðarinnar. Slím- húðarbólga (mucositis) er mjög algengt vandamál fyrstu tvær til þrjár vikurnar eftir mergskipti en hún ræðst af tegund undirbúningsmeðferðar. Blæðandi þvagblöðrubólga er algengasta aukaverkun af háskammta cýklófosfamíði. Stíflandi bláæðasjúk- dómur (veno-occlusive disease) í lifur greinist hjá 10- 60% sjúklinga sem fara í mergskipti og orsakast af blóðrásartruflunum í litlum bláæðum lifrarinnar. Æðaþelsskaði af völdum undirbúningsmeðferðar, veldur lifrarskemmdum bæði beint og óbeint í gegnum losun frumuboðefna. Flestir skilgreina stíflandi bláæðasjúkdóm í lifur eftir klínískum skilmerkjum, en þau eru þyngdaraukning, lifrar- stækkun og gula. Yfirleitt fylgir þessu ástandi fjölkerfabilun. Mikilvægt er að reyna að fyrirbyggja sjúkdóminn, en meðferðin er fyrst og fremst einkennameðferð (10,22). Lungnabólga er ennþá ein af höfuðdánarorsökum eftir mergskipti. Eftir fyrsta mánuðinn er cýtómegalóveirusýking ein algengasta orsökin, en með vaxandi notkun fyrirbyggjandi meðferðar hefur dregið úr tíðni sýkinga. Lungna- bólgu af óþekktri orsök er lýst í 10-20% tilvika við mergskipti og orsökin rakin til áhrifa undir- búningsmeðferðar. Vefjarannsókn hefur einkum sýnt tvenns konar mynstur, millivefslungnabólgu (interstitial pneumonitis) og blæðingar í lungna- blöðrum (diffuse alveolar hemorrhage). Nauðsynlegt er að útiloka sýkingar með berkjuspeglun eða opinni lungnasýnatöku. Helstu áhættuþættirnir eru heil- geislun, hár aldur, vefjaflokkamisræmi og ónæmis- röskun. Meðferðin er einkennameðferð en dánar- tíðni er allt upp í 50-70% (23). Langtímafylgikvillar hafa komið betur í ljós á síðustu árum vegna bættrar lifunar sjúklinga. Hjá börnum og unglingum getur meðferðin valdið skerðingu á þroska og eðlilegum vexti. Ófrjósemi er algeng eftir meðferðina og mikilvægt að sjúklingarnir fái upplýsingar um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þeir ein- staklingar sem þurft hafa langvarandi sterameðferð eru í aukinni áhættu á að fá beindrep, beinþynningu Læknablaðið 2000/86 597
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.