Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 69
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐRÆÐUR LÍ & ÍE voru þeir Vilhjálmur Árnason prófessor og Sigurður Guðmundsson landlæknir. Peirra innlegg var mjög gagnlegt, þá kom hreyfing á málin og framfarirnar mestar. En um leið varð staðan að mörgu leyti óþægileg. Eg lá undir ákveðinni gagnrýni sem ýmsir aðilar innan Læknafélagsins létu í ljós. Of langt þótti gengið og of mikið slegið af. Árangur þessara viðræðna birtist í plaggi, dagsettu 25. maí 2000, sem ég tók saman og lagði fyrir stjórn Læknafélagisins. Stjórnin heimilaði mér að halda áfram á þeim nótum sem þar er rakið. Ég lít svo á að þetta plagg sé orðið opinbert núna, enda er ekkert leyndarmál í því í sjálfu sér. Það var sent öllum aðalfundarfulltrúum fýrir fundinn nú í ágúst. Hins vegar segir þetta plagg ekkert um hvað menn eru sammála um og um hvað er ágreiningur. Þegar það var tekið saman stóðu viðræðurnar enn. Þetta var mitt persónulega plagg í þeim.“ Hvað var það helstsem olli viðrœðuslitunum? „Stjórn Læknafélagsins tók þá ákvörðun á fundi sínum þann 8. ágúst að slíta viðræðunum. Við töldum það alveg nauðsynlegt þegar við sáum að kjarnaatriði voru óleyst varðandi samþykkið og lítið hafði mjakast. Stundum skilar það minni árangri að hjakka f sama farinu en að leyfa hlutunum að gerjast. Því töldum við farsælast að slíta viðræðunum til þess að allir fengju að vita hver staðan væri, meðal annars með tilliti til þess að aðalfundur Læknafélagsins var framundan. En eins og yfirlýsingin ber með sér fóru viðræðurnar fram í fullri vinsemd og voru málefnalegar. Þetta var ekki skotgrafahernaður. Vinnan mun liggja fyrir ef menn fara að tala saman aftur. Hins vegar er staðan sú núna að allt er uppi á borðinu. Þar með tökum við einnig vissa áhættu. Það er allt lagt undir þegar menn slíta viðræðum. íslensk erfðagreining leggur mikla áherslu á þann árangur sem náðst hefur. En ef ástæða verður til að tala saman aftur, þarf að fá einhverja nýja sýn, nýjar hugmyndir og nýja nálgun. í því sambandi er ég ekki bara að tala um gagnaðilann heldur báða aðila.“ Hvernig sérðit fyrir þér að samráði yrði háttað ef viðrœðttr yrðu teknar upp á nýjan leik? „Aðalfundur á hverjum tíma sker úr um hvaða aðferð er notuð. Annað hvort fær stjórn Læknafélagsins bein fyrirmæli frá aðalfundi, skýrt mótaða stefnu, afstöðu gagnvart viðræðum eða algerlega frítt spil. Stjórnin hlítir fyrirmælum aðalfundar. Við megum ekki gleyma því að í umræddum viðræðum við íslenska erfðagreiningu sótti stjórnin ekki umboð til aðalfundar til að hefja þær. Þannig að það var alltaf Ijóst af minni hálfu að ég yrði að fá samþykki aðalfundar ef niðurstaða fengist. Þetta var mótaðilanum kunnugt. Að því leyti var í sjálfu sér allt uppi á borðinu, formlega séð, fram að aðalfundi. Ég lýsi því fúslega yfir að það voru mér mikil persónuleg vonbrigði að ekki skyldi verða sá árangur sem við væntum. Ég hefði viljað getað farið með eitthvað sem menn gætu unað við til aðalfundarins. En það verður að taka því eins og það liggur fyrir. Ég er í þessu starfi og held því áfram eins og mér er falið að rækja það.“ Viðbrögðin við viðrœðunum hafa verið á ýmsa lund, er það ekki rétt? „Allt sem ég hef gert hefur verið í samræmi við ákvarðanir stjómar Læknafélagsins og með stuðningi hennar. Ég hef vissulega sætt gagnrýni margra fyrir að taka þátt í þessum viðræðum. En ég tel það skyldu mína sem formanns Læknafélagsins að reyna að ná niðurstöðu sem menn geta lifað með. Ef ég væri ekki „ Við gerum okkar grein fyrir því að framlag Lœknafélagsins geti haft alþjóðlega skírskotun og þýðingu fyrir alþjóðlega rannsóknarsamfélagið, “ segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Lœknafélags íslands. Læknablaðið 2000/86 609
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.