Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 74

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 74
■ UMRÆÐA r FRÉTTIR / SAMEINING SJÚKRAHÚSA víða sem leiðandi sjúkrahús, til dæmis á Norðurlöndum, ná þeim aldri að verða 50-60 ára gömul eða jafnvel eldri. Hérna geri ég þó ráð fyrir að við verðum að fara þá leiðina að byggja við og þróa út frá þeim byggingum sem við höfum. Og þess vegna þarf að liggja fljótlega fyrir hvernig þessi starfsemi skiptist upp og raðast niður. Sjúkrahúsið er orðið býsna stór heild, jafnvel á erlendan mælikvarða.“ Hvað með deildir sem eru eingöngu starfrœktar á öðrum staðnum? „Það verður varla hreyft við þeim deildum sem hefur verið komið fyrir nýlega. Það er alveg óþarfi að setja allt upp í loft. Breytingarnar varða fyrst og fremst þessar hefðbundnu, stærstu deildir sem eru miðpunktur bráðaþjónustunnar.“ Samráð við stóran hóp Hvernig er vinnuferlið hvað varðar tímaáœtlanir og nauðsynlegt samráð? „Við erum þegar búin að móta sviðsskiptingu fyrir nýja sjúkrahúsið og næst liggur fyrir að setja stýrimenn á þessi svið. Gert er ráð fyrir því að ljúka þeirri vinnu fyrir lok septembermánaðar. Þá fyrst er hægt að fara að huga að næstu skrefum í skipulagningu og tímasetningum. Við höfum auðvitað óljósar hugmyndir um hvenær og hversu hratt er hægt að vinna. Það helgast að einhverju leyti af því hvort við rekumst á fjárhagshindranir. Engu að síður vonum við að hægt verði að ákveða sameiningu deilda og einhvern hluta tilfærslna á næsta ári. Sá tímarammi held ég að sé nokkuð raunhæfur. Við vitum að vísu af fyrri reynslu af sameiningu Landakots og Borgarspítala að áætlanir geta hliðrast því komast þarf að samkomulagi um svo margt. Starfsemin er flókin og viðkvæm og margir sem verða að koma að skipulagningunni. í grófum dráttum er þó hægt að segja að þetta sé sú tímaáætlun sem við höfum í huga núna.“ Hversu margir eru það sem samráð er haft við, eru það einungis sviðsstjórarnir eða verður haft samráð við stœrri hóp? „Við þurfum að hafa samráð við mun stærri hóp. Sviðsstjórarnir munu stýra verkum að verulegum hluta. Nauðsynlegt er að hafa samráð við yfirmenn deilda, yfirlækna og deildarstjóra. Það fer ekki hjá því að margir sérfræðingar þurfa einnig að koma að málinu. Þessi vinna er flókin og örugglega enginn dans á rósum. Skoðanir eru vafalaust margar og þær þarf að reyna að sætta eftir megni. Markmiðið er að fá sem skásta niðurstöðu og sem flesta sátta. Skoðanir á útfærslu sameiningarinnar hljóta að verða margar og ég held að sá hópur sé allstór sem frá upphafi hefur ekki haft mikla trú á sameiningu af þessu tagi. Það eru líka býsna margir sem hafa ekki gert sér grein fyrir því hvað svona ferli er þungt í vöfum. Þegar menn fara að rekast á hindranir er eðlilegt að þeir mikli fyrir sér breytingarnar. Þrátt fyrir það held ég að það sé almennt viðhorf lækna og annarra heilbrigðisstétta að það þurfi að gera býsna róttækar breytingar á mörgum sviðum." Lykilatriði að upplýsa fólk „Hlutur starfsmanna í ferlinu er gífurlega mikilvægur. Breytingarnar snerta starfsmenn alltaf mikið og skapa óvissu. Það er vel þekkt hér á landi sem annars staðar að stjórnendur flaska helst á því að halda starfsfólkinu vel upplýstu. Þegar breytingar eru framundan felst óöryggi starfsmannanna oft í því að þeim finnst að einhveiju sé haldið leyndu fyrir þeim. Þetta er sá hluti starfsins sem maður óttast auðvitað alltaf að ekki takist að vinna nógu vel. Það er lykilatriði að upplýsa fólk um það sem er að gerast og hafa það með í ráðum að því marki sem hægt er og gagnlegt. Að sjálfsögðu verða alltaf einhverjar ákvarðanir teknar af smærri hópi og sjónarmið eru ekki alltaf sættanleg. í þeim tilvikum þegar málamiðlun er ekki æskilegasta niðurstaða þarf engu að síður að gæta þess að láta alla viðkomandi vita af þeirri ákvörðun sem tekin er og þeirri stefnu sem er mörkuð." Verður einhver breyting á langlegudeildum, til dœmis þeim deildum sem einkum sinna öldruðum? „Öldrunarlækningar eru auðvitað eins og hver önnur sérgrein sem þarf að eiga gott rými á hinu nýja sjúkrahúsi. Hins vegar hefur verið tilhneiging til að verkefni dagi uppi á sjúkrahúsum, sem betur væru komin annars staðar og aðrir hafa lagalega skyldu til að sinna. Þeir sjúklingar sem bíða eftir langvistun á vegum sveitarfélaga eru enn taldir í allmörgum tugum. Þetta er auðvitað erfitt og í raun óþolandi að færibandið skuli ekki virka. Annað dæmi um verkefni sem heyra undir aðra aðila en Heilbrigðisráðuneytið er sú staðreynd að enn hefur ekki tekist að færa umönnun fatlaðra, sem áður voru á Kópavogshæli, í hendur félagsmála- yfirvalda.“ Rýmri aðstaða fyrir rannsóknir Nú hefur mikil áhersla verið lögð á að nýja sjúkrahúsið sé háskólasjúkraliús. Hvernig kemur það til með að snerta lœknana sérstaklega? „Frá upphafi sameiningarferlisins hefur verið lögð rík áhersla á að komið yrði á laggirnar einhvers konar stofnun á vegum sjúkrahússins, sem væri tengiliður við akademíuna. Þessi fræðslu- og rannsóknarstofnun á að vera sá vettvangur sem akademísk starfsemi innan sjúkrahússins ætti skjól sitt í. Þetta er enn sem komið er lítið mótað. Við bindum þó vonir við að þetta verði nýjung sem lyfti 612 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.