Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 85

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÚRSKURÐUR GERÐARDÓMS með öðrum hætti fyrir Gerðardóminum. Að svo búnu var málið tekið til úrskurðar. Atvik málsins eru rakin í úrskurði Siðanefndar 13. desember 1999 og hinum kærða úrskurði frá 28. apríl sl. Um fyrri málsástæðu sóknaraðila segir í hinum kærða úrskurði: „Við meðferð þess máls kann að vera að Bogi láti í ljós skoðanir á framangreindum úrskurði Siðanefnar frá 13. desember sl. og enda þótt vera kunni að hann sé ekki sammála efnis- tökum nefndarinnar eða niðurstöðu hennar veld- ur það ekki því að óhlutdrægni nefndarmanna verði með réttu dregin í efa.“ Tekið er undir þessi orð í úrskurði Siðanefndar að því viðbættu, að það er skýr dómvenja í íslenskri réttarframkvæmd, að jafnvel hörð gagn- rýni frá aðilum máls eða skammaryrði og níð í garð dómara valda ekki vanhæfi dómarans sem slík, enda hljóta bæði sjálfsögð eðlisrök og grundvallarreglan um tjáningarfrelsi að mæla gegn vanhæfi dómara og annarra úrskurðaraðila af þeim sökum. Ekki er því fallist á kröfu sóknaraðila á þessurn grundvelli. Um síðari málsástæðu sóknaraðila segir svo í hinum kærða úrskurði: „í úrskurði sínum frá 13. desember sl. komst nefndin að þeirri niðurstöðu að álitaefni sem snerti faglegt mat, umfjöllun og efnistök læknis í tilviki sem því sem þar var til úrlausnar heyri ekki undir hana og benti á ákvæði 3. mgr. 2. gr. laga um læknaráð. - Urskurði þessum var unað og er þetta álitaefni ekki til efnislegrar meðferðar hér heldur hvort Bogi Andersen hafi með ummælum sínum um starfsbróður sinn, Högna Óskarsson, gerst brotlegur við siðareglur lækna.“ I kæru Högna Óskarssonar, dagsettri 18. janúar sl., á hendur sóknaraðila, Boga Andersen, er sóknaraðili talinn hafa brotið siðareglur lækna (codex ethicus) með margvíslegum hætti. I kærunni segir m.a.: „I viðtalinu [í kvöldfréttatíma og fréttaspegli Ríkisútvarpsins] fór Bogi Ander- sen mjög hörðum og ærumeiðandi orðum um undirritaðan, auk þess sem hann rangfærði ýmis- legt, sem í álitsgerð undirritaðs stendur. Ætti ekki að leika nokkur vafi á því að með þessum um- mælum sínum hafi Bogi Andersen vegið mjög að starfsheiðri undirritaðs og þverbrotið ýmis ákvæði Codex Ethicus" (bls. 1). í átta sérgreindum kæruliðum, er á eftir fylgja í kærubréfinu, er alls staðar vitnað til 1. eða 2. mgr. 29. gr. siðareglna Læknafélagsins, er lúta að samskiptum lækna. Kjarni þessa ákvæðis er bann við því, að læknir eigi hlut að því að skerða atvinnuöryggi annars læknis eða kasti rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna. Slíkt athæfi er í eðli sínu ærumeiðandi, jafnframt því sem það getur haft í för með sér beinan atvinnu- eða tekjumissi. Sóknaraðili í máli þessu, sem sakaður er um brot gegn 29. gr. og fleiri ákvæðum siðareglnanna, á rétt til þess samkvæmt almennum réttarfars- reglum, sem vísað er til í 11. og 26. lið viðauka við lög Læknafélags Islands, að færa fram hvers konar lögheimilar varnir og andmæli í því skyni að sýna fram á réttmæti eða sannindi þeirra ummæla, sem hann hefur viðhaft um Högna Óskarsson lækni, sbr. reglur um jafnræði aðila í dómsmálum sam- kvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um andmæla- rétt aðila í stjórnsýslumálum. Það segir sig sjálft, að geti aðili sýnt fram á réttmæti ummæla, sem gagnaðili telur meiðandi í sinn garð, verður hann yfirleitt ekki látinn sæta ábyrgð samkvæmt lands- lögum eða siðareglum einstakra starfsstétta. I forsendum Siðanefndar í úrskurði hennar 28. apríl sl. kemur fram, að nefndin telur faglegt mat, umfjöllun og efnistök Högna Óskarssonar læknis ekki eiga að koma til efnislegrar meðferðar í nýju máli út af meintum brotum sóknaraðila, Boga Andersens, gegn siðareglum Læknafélagsins. Telja má ljóst, að Siðanefndin sé með þessum orðum að binda hendur sóknaraðila og þrengja varnarkosti hans óeðlilega vegna kæru Högna Óskarssonar á hendur honum. Samkvæmt hinni almennu van- hæfisreglu í g-lið 5. gr. laga nr. 91/1991 verður að telja forsendur og niðurstöðu Siðanefndar í úr- skurði hennar frá 28. apríl 2000 falla undir ytri aðstæður, sem gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni Siðanefndar og aðalmanna í Siða- nefnd í kærumáli því, sem Högni Óskarsson hefur hafið fyrir nefndinni. Á grundvelli síðari máls- ástæðu sóknaraðila ber því að taka kröfur hans til greina. ÚRSKURÐARORÐ Úrskurður Siðanefndar Læknafélags íslands frá 28. apríl 2000 er felldur úr gildi. Aðalmenn í Siðanefnd Læknafélags íslands skulu víkja sæti, þegar nefndin fjallar um kæru Högna Óskarssonar á hendur Boga Andersen. Þórður Harðarson, formaður SlGURSTEINN GUÐMUNDSSON SVERRIR BERGMANN VlLHjÁLMUR RAFNSSON Hannes Pétursson Læknablaðið 2000/86 621
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.