Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 87

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 87
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ Af yfirlæknum og utanförum Bjarni Jónasson skrifar Sendið efni í anda læknaskops í Broshornið. Læknablaðinu, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi eða í bréfsíma 564 4106 eða á netfang: bjcirni.joimsson@ gb.hgst.is Getið þess hver sendir, en það sem birtist verður undir dulnefni. Læknablaðið áskilur sér rétt til að lagfæra texta. Höfundur er heilsugæslulæknir í Garöabæ og stjórnarmaöur í Nordisk Selskap for Medisinsk Humor. Leikið á yfirlækninn Helgi Tómasson yfirlæknir er með hóp læknanema í klínískri kennslu á Kleppi. Gengið er fram á vistmann sem dregur tannbursta á eftir sér. Helgi þekkir sitt fólk og segir við stúdentana: „Parna sjáið þið einn, sem heldur að hann sé með hund í bandi. Við skulum taka manninn tali.“ „Hvað er nú það, sem þú dregur á eftir þér, Jón minn?“ „Pað er nú bara tannbursti eins og sjá má“, svaraði Jón. Við svo búið gengur hópurinn á brott. Jón snýr sér þá að tannburstanum og segir: „Þarna lékum við aldeilis á yfirlækninn, Snati minn.“ Ferðaágrip frá Danmörku Hópur heimilislækna fór til Kaupmannahafnar vorið 2000 til að taka þátt í fundum um þunglyndi aldraðra. Ferðin var hin áhugaverðasta í alla staði. Nokkur minnisstæð atriði: • A deild fyrir vistmenn með elliglöp á hjúkrunarheimili í útjaðri höfuðborgarinnar eru gardínur hengdar fyrir útidyr. Par hafa menn öðlast þá reynslu, að fólk með elliglöp reynir aldrei að fara út um glugga! • Sumir Danir með elliglöp gleyma því með tímanum að reykja! • Hópnum var boðið að skoða sjúkrastofnun fyrir geðveika í Hróarskeldu. Leiðsögumaðurinn þótti vera fyndinn. Þegar komið var í kapelluna var sögð sagan af prestinum sem var að predika og var kominn að orðunum: „... svo sagði frelsarinn við lærisveinana...“. Þá heyrðist úr söfnuðinum: „Nei, það hef ég aldrei sagt.“ • Áfram var haldið og þegar gengið var fram hjá grafreit stofnunarinnar var sögð sagan af kvennabósanum, sem þótti svo kræfur til kvenna, að Casanova var eins og skírlífismaður í samanburði. Daninn fékk ósk sína uppfyllta, þegar skrifað var á legsteininn: „Her hviler mine bene för förste gang alene.“ í heimilislækna- hópnum voru margir ágætir dönskumenn, en Steinunn var fljótust allra að snara textanum yfir á ástkæra, ylhýra: „Hér hvfla mín bein í fyrsta skipti ein.“ Gagnslaus pilla Sigurjón kom til læknisins og bað um aðstoð. „Ég held að eina ráðið fyrir okkur hjónin sé, að ég verði tekinn úr sambandi. Við höfum verið gift í sjö ár og á hverju ári hefur barn komið undir. Við höllumst helst að því að venjulegar getnaðarvarnir séu gagnslausar fyrir okkur.“ „Getnaðarvarnarpillan sem ég skrifaði út í byrjun ársins hefur þá ekki dugað“, spurði læknirinn. „Jú, til að byrja með. Konan setti hana á milli hnjánna á hverju kvöldi þannig að mér var ómögulegt að komast nálægt henni. En svo gleymdi hún pillunni eitt kvöldið og þá var ekki sökum að spyija að hún varð ólétt.“ Bindindi í ellinni Áttatíu og fimm ára karl kom í reglubundið eftirlit á stofu til Iæknisins. Eftir að hafa hlustað öldunginn og skoðað hann frá toppi til táar, segir læknirinn: „Ef þú hættir að reykja og drekka gætirðu lifað það að verða hundrað ára.“ „Kallarðu það að lifa“, sagði sá gamli og gaf lækninum illt auga. Nákvæmari rannsókn Eldri kona var flutt á bráðamóttöku með brjóstverk. Hún var rannsökuð í þaula með blóðprufum, röntgenmyndum og hjartalínuriti, svo fátt eitt sé nefnt. Brátt fer konunni að líða betur, en gerist óþolinmóð meðan beðið er eftir niðurstöðum úr öllum rannsóknunum. Loks brestur þolinmæðin alveg og hún segir við lækninn: „Úr því að ég hef svo lengi borgað það sem mér ber í skatta og þar með til heilbrigðisþjónustunnar í þessu landi, vil ég að þú athugir hjá mér gyllinæðina á meðan við bíðum.“ Eitthvað við taugunum Verið var að útskrifa einn af góðkunningjum læknanna á geðdeildinni, sem hafði margoft verið lagður inn vegna inntöku á of stórum skömmtum af róandi töflum. Læknirinn reynir hvað hann getur til að sýna sjúklingnum skilning og samhygð, en hvorugt er auðvelt vegna skorts á innsæi sjúklingsins. Lækninum fellur svo allur ketill í eld, þegar sjúklingurinn, sem enn er óstöðugur á fótunum, segir hálfdrafandi röddu: „Heldurðu að þú gefir mér ekki eitthvað til að róa taugarnar áður en ég fer, elsku vinur?“ Dýr varta „Læknir, hvað kostar að skera burtu vörtuna af lærinu á mér?“ „Fimm þúsund og níu hundruð krónur." „Fimm þúsund og níu hundruð kall fyrir nokkurra mínútna vinnu?“ „Já, en ef þú vilt get ég skorið hana burt mjög hægt“. Læknablaðið 2000/86 623
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.