Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Óhöpp í umferðinni LBD: Þrjú umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í lið- inni viku. Þar af var eitt þar sem maður fór úr axlarlið og rotaðist er bíll hans fór útaf í glærahálku á sunnanverðri Holtavörðu- heiðinni. Ökumann og farþega sakaði ekki þegar eldur kviknaði í bifreið í akstri undir Hafnar- fjalli um liðna helgi. Eldurinn gaus allt í einu upp undir bíln- um að framanverðu. Þrátt fyrir mikið reykjarkóf náði ökumað- urinn að aka út í kant og stöðva og síðan náði hann ásamt far- þeganum að slökkva eldinn. Bifreiðin skemmdist töluvert og var fjarlægð með kranabíl af vettvangi. Bifreiðin hafði verið til viðgerðar skömmu áður en óvíst er að það tengist eldsupp- tökum sem eru óljós. –mm Glærahálka á laug- ardagsnóttina BORGARNES: Mikil hálka myndaðist á vegum á sunnan- verðu Vesturlandi aðfararnótt sl. laugardags. Ástandið var um tíma óvenju slæmt í og við Borg- arnes þar sem glærahálka var og varla stætt. Þrátt fyrir að aka varlega misstu ökumenn tveggja flutningabíla stjórn á bílum sín- um á hringtorginu ofan við Borgarnes, á mótum afleggjar- ans vestur á Snæfellsnes. Voru þeir á suðurleið og misstu bíla sína útaf. Ekki urðu skemmdir á bílunum. Töluvert hefur ver- ið kvartað undan að hringtorg- ið á þessum stað sé rangt hann- að, útafakstur á slæmum slæm- um stað og halli vitlaus á torg- inu. Sömu nótt valt svo jeppa- bifreið skammt frá afeggjaran- um að Hamri, ofan við Borg- arnes. Fernt var í bílnum og sluppu allir án meiðsla. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur ef ekki ónýtur. -mm Staðan í briddsinu BORGARFJ: Aðalsveitakeppni Briddsfélags Borgarfjarðar hélt áfram á mánudagskvöldið. Ara- synir úr Borgarnesi, vel studd- ir af forystu bænda, héldu upp- teknum hætti og völtuðu yfir aðrar sveitir. Fór enda svo að þeir Sindri, Egill, Guðmundur og Unnsteinn héldu toppsæt- inu með 63,36 stig. Dóra skor- aði mest yfir kvöldið, eða 33,99 af 40 mögulegum. Það trygg- ir henni, Rúnari, Önnu Heiðu, Heiðari og Loga annað sætið með 63,07 stig. Vatnshamrabú- ið er svo í þriðja sæti með 42,25 stig og Skagamenn í fjórða með 41,49. –ij Þrír undir áhrifum AKRANES: Lögreglan á Akra- nesi stöðvaði í vikunni þrjá öku- menn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Einn þeirra reyndist undir refsimörk- um en akstur hans var engu að síður stöðvaður. Tveir voru teknir í vikunni með smáræði af fíkniefnum. Skráningarmerki voru fjarlægð af nokkrum öku- tækjum vegna vanrækslu eig- anda að borga af þeim trygging- ar. Þá voru nokkrir bílaeigend- ur boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar þar sem þeir höfðu vanrækt það. –þá Spá milljónasta ferðamanninum 2015 LANDIÐ: Greiningardeild Arion banka spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi fari yfir eina millj- ón árið 2015. „Við teljum að ferðamenn verði um 909 þús- und á árinu 2014, milljónasti ferðamaðurinn komi síðan til landsins í desember árið 2015, en þeir verði um 1.007 þúsund það árið og fjölgi svo í 1.093 þúsund árið 2016,“ seg- ir í tilkynningu deildarinn- ar um málið. Fjölgun ferða- manna verði mest á fyrsta og fjórða fjórðungi ársins að mati greiningardeildar, sérstaklega vegna virkrar markaðssetn- ingar vetrarferðamennsku. Á síðasta ári komu rúmlega 780 þúsund manns til landsins samkvæmt talningu Ferða- málastofu. Fjölgunin nemur um 70% frá 2010 þegar eld- gosið í Eyjafjallajökli átti sér stað. -hlh Mæta Reyknes- ingum að nýju AKRANES: Dregið var í átta liða úrslit Útsvars, spurninga- þáttar Ríkissjónvarpsins sl. föstudag. Þátturinn fór jafn- framt í sjö vikna frí meðan Gettu betur, spurningaþætti framhaldsskólanna, verð- ur sjónvarpað. Í átta liða úr- slitum Útsvars mun Akra- nes mæta Reykjanesbæ. Skemmtileg tilviljun þar sem þessi lið áttust við síðast með sigri Skagamanna. Þar sem Reykjanesbær var stigahæsta tapliðið komst það áfram í átta liða úrslit. Ekki liggur fyrir hvenær viðureign þeirra fer fram. Í hinum þremur umferðunum mætir Reykja- vík Seltjarnarnesi, Fljótsdals- hérað Kópavogi og Grinda- vík Mosfellsbæ. -mm Sigurður Ingi Jóhansson atvinnu- vegaráðherra heimilaði á bónda- daginn tímabundna sölu og dreif- ingu á þorrabjórnum Hval frá Brugghúsinu Steðja í Borgarfirði.Úrskurður ráð- herrans er í því fólginn að Steðji megi selja og dreifa Hvalabjórnum uns at- vinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytið hefur endan- lega fjallað um stjórnsýslu- kæru brugghússins á hend- ur Heilbrigðiseftirliti Vest- urlands, sem bannaði sölu á bjórnum nýverið. Sölu- bannið setti eftirlitið vegna notkunar á hvalamjöli frá Hval hf. við framleiðslu á bjórnum. Eftirlitið taldi að Hvalur hf. upp- fyllti ekki skilyrði matvælalaga auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfs- leyfi til framleiðslu á mjöli til mat- vælaframleiðslu. Dagbjartur var ánægður með ákvörðun ráðherra þegar blaðamað- ur Skessuhorns heyrði í honum um nónbil sl. föstudsag. Þá vann hann hörðum höndum að því að koma Hvalabjórnum í dreifingu og er hann nú fáanlegur í Vínbúðunum og á völdum veitingahúsum, þar á meðal á fimm stöðum á Vesturlandi. Þegar blaðamaður heyrði síðan aft- ur í Dagbjarti á mánudaginn sagði hann að bjórinn hafi komist í sölu strax á laugardaginn í Vínbúðunum og hafi rúmur helmingur af birgð- unum selst strax á fyrsta söludegi. Hann bjóst því við að bjórinn yrði ekki lengi á markaðin- um sökum gríðarlegr- ar eftirspurnar. Önn- ur sending frá brugg- húsinu fari í dreifingu í vikunni. En hversu lang- an tíma má búast við þangað til kveðinn verður upp úrskurð- ur í stjórnsýslukær- unni sem um getur hér að framan? Kristján Skarphéðinsson ráðu- neytisstjóri í atvinnu- vegaráðuneytinu svarar þeirri spur- ingu: „Almennt má gera ráð fyrir að það taki um 2-3 mánuði að kveða upp úrskurð af þessu tagi. Afla þarf gagna og gefa aðilum máls kost á því að koma með andmæli,“ sagði Kristján þegar Skessuhorn leitaði til hans. hlh Fimm viðbótarstörf í löggæslu á Vesturlandi skiptast þannig að tveir lögreglumenn koma til starfa á Akranesi, tveir til lög- reglunnar í Borgarfirði og Dölum og einn fer til lög- reglunnar á Snæfellsnesi. Þetta er samkvæmt tillög- um þverpólitískrar nefndar í landinu um eflingu lög- gæslunnar á næstunni, sem innanríkisráðherra hefur samþykkt. Yfirmenn lög- reglu á Vesturlandi sögðust í samtali við Skessuhorn ekkert hafa ennþá fengið að vita hvað væri þarna í spilunum, hve miklir pen- ingar fylgdu þessu stöðum. Þeir gætu því lítið tjáð sig að svo stöddu. „Þetta er enn svona bland í poka sem við erum ekki farnir að sjá ofan í. Tveimur stöðum lögreglumanna þyrfti að fylgja bíll og líka ein- hverjir peningar vegna yfirvinnu. Mér sýnist þessi ráðstöfun til bóta og færi okkur í þá stöðu sem við vorum 2011 en ekki lengra aftur,“ sagði Theodór Þórðarson yfirlög- regluþjónn hjá LBD. Jón S . Ólason á Akranesi tók í sama streng og Theodór. Hann kveðst t.d. ekki vita hvort þarna væri t.d. um að ræða viðbótarstöðu hjá rannsóknadeildinni sem komin var á fjárlög, en hún var veitt vegna aukinna kynferðisafbrota til rannsóknar. Jón sagði að varla myndi líða á löngu þar til þetta lægi hreint fyr- ir, en fyrrgreindar tillög- ur voru sagðar miða að því að lögregluembættin gætu strax auglýst lausar stöður og að ráðningar geti hafist frá og með 1. mars. „Þessi maður verð- ur hrein viðbót við liðið. Hins vegar verður að hafa í huga að störfunum fækk- aði hjá okkur um tvö árið 2008,“ segir Ólafur Guðmunds- son yfirlögregluþjónn á Snæfells- nesi. Hann segist bíða frekari upp- lýsinga um hversu miklir peningar fylgi stöðunni. þá Ekki ljóst hversu miklir peningar fylgja fimm stöðum lögreglumanna Merki Hvals, þorrabjórs Steðja. Sala á Hvalabjór leyfð tímabundið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.