Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Eftir að læknavísindin færðust í aukana og aðbúnaður fólks batn- aði þannig að barnadauði varð sem mest úr sögunni, urðu til stórar og miklar fjölskyldur í landinu. Einna frægastur frá síðustu öld er 21 systk- ina hópur frá bæ einum af Kleif- unum við Ólafsfjörð. Húsbónd- inn þar á bæ sagði í viðtali í sjón- varpinu, í Stiklum Ómars Ragnars- sonar að mig minnir, að konan sín hefði ekki mátt hengja brókina sína út á snúru þá hafi hún orðið ólétt. Núna á seinni áratugum er orð- ið fremur fátítt að hitta fólk sem fæddist í kringum miðja síðustu öld úr verulega stórum systkina- hópi. Fyrir stuttu hitti blaðamaður á förnum vegi Sigurð Karl Karlsson matreiðslumeistara sem fæddist og ólst upp á bænum Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi. Sigurður er úr hópi 15 systkina sem fæddust á 19 ára tímabili frá árinu 1940 til 1959. Öll eru þau systkini á lífi og hafa kom- ist vel til manns. Þau ólust upp við nokkuð sérstakar aðstæður. Búið í tjaldi og torfbæ Í lok kreppunnar á Íslandi rétt áður en landið öðlaðist fullt sjálfstæði með lýðveldisstofnun var ungt sam- býlisfólk í Breiðuvík á Snæfellsnesi að hefja búsetu á eigin býli. Þetta voru þau Karl Eiríksson frá Gröf og Anna Ólafsdóttir frá Geirakoti í Fróðárhreppi, sem hafði ráðið sig sem kaupakona að Gröf. Karl var sjö árum eldri en Anna, fæddur 1910 en hún 1917. Nýja jarðnæðið þeirra var Öxl í Breiðvík. Þegar þau koma þangað á fardögum 1941 var næstelsta barnið Jóhannes nýfædd- ur og sá elsti, Reimar, eins árs, nú- verandi ábúandi í Öxl. Í Öxl voru á þessum tíma ákaflega léleg húsa- kynni. Íbúðarhúsið, sem var úr torfi, var svo lélegt að þau Karl og Anna höfðust við í tjaldi þetta fyrsta sum- ar í Öxl meðan bærinn var lagfærð- ur. Það var þó bara til bráðabirgða þar sem að fljótlega réðust þau í byggingu lítils steinhúss á jörðinni sem þau fluttu í 1945, síðar var það svo stækkað. Ekkert hefur væntan- lega veitt af því að bæta við húsnæð- ið, þar sem börnunum fjölgaði ört í Öxl. En þótt húsakynni væru stækk- uð með tímanum í Öxl var íbúðar- húsið þó ekki stærra en svo að þar var eitt stelpnaherbergi, eitt stráka- herbergi og svo lítil stofa sem líka var notuð sem gestaherbergi. Syst- urnar eru átta talsins og bræðurnir sjö. Systkinin frá Öxl eru (fæðing- arár og starf): Reimar 1940 bóndi, Jóhannes 1941 vélstjóri, Ingólfur 1942 stýrimaður, Steinar 1943 tré- smiður, Kristjana 1944 húsmóðir, Ólöf 1946 sjúkraliði, Ólafur 1947 verkamaður, Kristlaug 1948 verka- kona, Elín 1949 verkakona, Eiríkur 1951 trésmiður, Anna 1952 aðstoð- armaður á tannlæknastofu, Em- ilía 1954 verkakona, Guðrún 1955 tanntæknir, Sigurður Karl 1958 matreiðslumeistari og Guðbjörg Baldvina 1959 læknaritari. Frumstæðar aðstæður til búskapar Karl Eiríksson bóndi í Öxl var eins og áður segir frá Gröf í Breiðuvík. Við búforráðum þar tók Guðrún systir hans sem lengi var ljósmóðir í Breiðuvíkinni og tók á móti flest- um systkinunum fimmtán frá Öxl. Þau systkinin Emilía og Sigurður segja að í minningunni hafi eldri systkinin oftast farið gangandi í skólann um langan veg, gjarnan um tveggja tíma gang, þá að Búðum eða Syðri-Tungu þar sem skólinn var í Breiðuvíkinni á þeim tíma. Aðstæð- ur voru að mörgu leyti frumstæð- ar til búskapar í Breiðuvíkinni þeg- ar systkinahópurinn stóri í Öxl var að alast upp. Rafmagnið kom seint í sveitina, en áður en það gerðist var fyrsta dráttarvélin keypt í Öxl, það var árið 1957 eða ´58. Dráttarhest- ar voru þó notaðir við heyskapinn fram að því, enda leist Karli bónda aldrei á það að setjast sjálfur upp í dráttarvél og stjórna henni. Það kom í hlut elstu sona hans. Sig- urður, sem er yngstur bræðra, seg- ist fyrst hafa keyrt dráttarvélina átta ára gamall. Heyskapurinn var frek- ar erfiður heima fyrir, ræktað tún- lendi af skornum skammti hér áður fyrr. Nýta þurfti blautar engjar til sláttar og flytja af þeim heim á tún til þerris. „Það var endalaust ver- ið að raka og rifja með hrífunni og múgavélin kom ekki fyrr en komið var fram á miðjan sjöunda áratug- inn. Það var bara um svipað leyti og rafmagnið kom. Það gerðist 20. júlí 1964. Ég man svo vel eftir því, það var á tíu ára afmælisdegi mínum,“ segir Emilía. „Húsið var kynt með mó og munum við vel eftir mót- ökunni.“ Enginn barlómur Sigurður sem fæddist 1958 seg- ir að þegar hann man fyrst eftir sér hafi bústofninn í Öxl verið um það bil 150-200 kindur, átta kýr og tveir dráttarhestar. Þau Emilía og Sigurður segja að varla hafi verið hægt að tala um fátækt á heimilinu þótt efnin væru naum. „Það var alltaf nóg að borða en maturinn fremur fábreyttur, oftast kjöt eða fiskur og afgangarnir nýttir vel. Við vitum ekki alveg hvernig það var þegar elstu systkini okkar voru að alast upp en elstu bræður okk- ur voru eftir myndum að dæma í góðum fatnaði og skóm. Foreldrar okkar báru höfuðið hátt. Mamma var alltaf fín og maður varð aldrei var við neinn barlóm. Mamma þurfti að hafa fyrir hlutunum þeg- ar hún var að vaxa upp og síðan á unglingsárum eins og kaupafólk þurfti að gera. Pabbi var sérstakur maður, hann var réttsýnn, nokk- uð strangur en góður uppalandi. Hann gekk til allra verka, prjónaði meira að segja mikið og gerði það alveg á við konurnar í sveitinni. Á þessum tíma var til prjónavél sem heimilin í sveitinni skiptust á um að hafa, hana notuðu pabbi og mamma mikið. Pabbi gekk með prjónana úti ekki síst á vorin þegar hann var að gá að lambánum. Eft- ir að pabbi hætti búskap og flutti hingað suður hélt hann áfram að prjóna. Það var beðið eftir lopa- peysunum sem hann prjónaði fyrir Heimilisiðnarfélag Íslands,“ seg- ir Emilía og bætti við: „Pabbi var sterktrúaður maður og af gamla tímanum. Hann svaraði fólki sem spurði hann um barnafjöldann, að Guð réði. Drottinn gefur og Drottinn tekur.“ Útihús byggð í Öxl Þeim systkinum verður tíðrætt um að bæjarstæðið í Öxl sé svolítið sér- stakt. Þaðan sjáist Breiðuvíkin ekki en hins vegar sjái vel þaðan inn í Staðarsveitina. „Það var svolítið skrýtið að eiga heima í Breiðuvík- inni en sjá hana ekki og ekki held- ur jökulinn, þurfa að fara niður í hraun til að sjá hann,“ segir Sigurð- ur. Mörg systkinin fóru snemma að heiman, þótt ekki veitti af vinnuafl- inu heima fyrir. Ein af systrunum, Kristlaug sem er í miðjum systk- inahópnum, var alin upp á bænum Hólkoti í Staðarsveit. „Reimar og pabbi fóru í uppbyggingu útihúsa í Öxl frá árinu 1964 og var Steinar í smíðavinnunni. Öll steypa hrærð í lítilli steypuhrærivél og henni keyrt upp í mótin í hjólbörum. Þetta var mikil vinna, margir lögðu hönd á plóginn.“ Sigurður segir að þetta tímabil sé sér í fersku minni. Jólatrésskemmtanir og þorrablót Systkinahópurinn frá Öxl er vel samrýmdur og árlega er haldin úti- lega, jólatrésskemmtun og þorra- blót. Útilegurnar eru haldnar vítt og breitt um landið, skipt árlega um stað. Hópurinn er náttúrlega svo stór að þegar viðburðir eru innan fjölskyldunnar þarf alltaf að leigja sal fyrir mannskapinn. Á þorrablót- in kemur líka fólk sem tengist þeim systkinum, en jólaböllin eru fyr- ir systkinin og afkomendur þeirra. Systkinin 15 frá Öxl eru ekki eins stórtæk í barneignum og foreldr- ar þeirra, alls eru börnin þeirra 35. Barnabörnin eru hinsvegar orð- in 47 og tvö á leiðinni. Afkomend- ur þeirra Karls og Önnu sem hófu sinn búskap í tjaldi og torfbæ í Öxl rétt fyrir lýðveldistímann fer því fjölgandi. Þau Karl og Anna frá Öxl voru bæði á 82. aldursári þegar þau létust, 1992 og 1999. Systkinin Sig- urður Karl og Emilía segja að þess megi til gamans geta að faðir þeirra og systkini hans þrjú frá Gröf hafi eignast samtals 35 börn. þá Fimmtán systkina hópur frá Öxl í Breiðuvík Tveir elstu bræðurnir; Reimar og Jóhannes, stuttu eftir að þeir komu í Öxl. Tvö af yngri systkinunum frá Öxl, Sigurður Karl og Emilía. Systkinahópurinn frá Öxl. Frá vinstri talið: Sigurður, Steinar, Jóhannes, Reimar, Ólöf, Emilía, Eiríkur, Elín, Anna, Ingólfur, Kristjana, Guðbjörg, Kristlaug, Ólafur og Guðrún. Bærinn Öxl í Breiðuvík. Myndin er frá 1988. Bærinn er þekktastur í sögunni fyrir sögu Axlar Björns, Björns Péturssonar, sem var illmenni og bjó á þessum slóðum á 16. öld, þekktasti fjöldamorðingi Íslands þótt heimildum beri ekki saman um hve marga hann myrti. Ljósm. Mads Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.