Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Annarri umferð spurningakeppn- innar Gettu betur lauk um helgina á Rás 2 í Ríkisútvarpinu. Líkt og sagt var frá í síðasta tölublaði Skessu- horns áttu allir framhaldsskólarn- ir á Vesturlandi lið í þeirri umferð en gekk misvel. Lið Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands 16 – 13, MH hafði betur gegn Mennta- skóla Borgarfjarðar með 25 stigum gegn 12 og viðureign Menntaskól- ans í Reykjavík gegn Fjölbrauta- skóla Snæfellinga lauk með sigri MR 24 gegn 7. Lið FVA er því komið áfram í þriðju umferð. Það keppir næst við lið Menntaskól- ans á Akureyri í átta liða úrslitum og verður viðureignin sýnd í Ríkis- sjónvarpinu föstudaginn 31. janúar næstkomandi. Lið FVA nú er skip- að þeim Magnúsi Gunnarssyni, Birki Hrafni Vilhjálmssyni og Elm- ari Gísla Gíslasyni. Þess má til gamans geta að FVA lenti síðast í sjónvarpsviðureign árið 2004, keppti þá við Verslunarskóla Íslands og fór viðureignin fram fyr- ir fullu húsi í Íþróttahúsinu Vestur- götu á Akranesi. Liðið þá var skipað þeim Heiðari Lind Hanssyni, Þóru Geirlaugu Bjartmarsdóttur og Jó- hannesi Guðbrandssyni. Að vísu sigraði lið Versló lið FVA og vann að endingu í lokaviðureign keppn- innar sögulegan sigur gegn MR og lauk þar með samfelldri sigurgöngu MR liðsins í áratug. Meðal kepp- enda í þessu sigursæla liði Versló var einmitt núverandi þáttastjórn- andi; hinn „orðheppni“ Björn Bragi Arnarson. grþ Ölgerðin hefur nú afhent Slysa- varnafélaginu Landsbjörg ríflega sextán milljónir króna sem söfnuð- ust í sérstöku átaki sem fólst í því að 10 krónur af hverri seldri flösku eða dós af Egils Maltöli rann beint til félagsins. Þetta gerði Ölgerðin í til- efni af 100 ára afmæli fyrirtækisins á liðnu ári. Átakið hófst í júní og því lauk í árslok. Það var Októ Ein- arsson stjórnarformaður og Andri Þór Guðmundsson forstjóri Öl- gerðarinnar Egils Skallagrímsson- ar sem afhentu Herði Má Harðar- syni, formanni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, afrakstur söfnunar- innar sem var 16.221.120 krónur. mm „Afar vel heppnað byggðaþing íbúa í uppsveitum Borgarfjarðar var hald- ið laugardaginn 25. janúar á vegum Framfarafélags Borgfirðinga. Var það haldið í samvinnu við Snorra- stofu og fór fram í gamla skólan- um í Reykholti. Lífleg umræða ein- kenndi þingið og margar ályktanir um brýn hagsmunamál voru sam- þykktar,“ segir í tilkynningu frá fé- laginu. Fólk hvaðanæva úr uppsveitum Borgarfjarðar sótti þingið sem hald- ið var undir yfirskriftinni: „Hvað hefur verið að gerast í framfaramál- um Borgfirðinga á kjörtímabilinu? Hvað er framundan?“ Málshefjend- ur voru Bergur Þorgeirsson, Edda Arinbjarnar, Halldóra Lóa Þor- valdsdóttir og Óskar Guðmunds- son, en þorri þingfulltrúa tók þátt í umræðu um hagsmunamál héraðs- ins. Ályktað var meðal annars um raforkumál, fjarskiptamál, ferða- þjónustu, samgöngur, póstþjón- ustu og varðstöðu um Landbúnað- arháskólann á Hvanneyri. Ályktanir þingsins voru eftirfarandi: Raforkumál „Byggðaþing Framfarafélags Borg- firðinga haldið í Reykholti 25. janú- ar 2014 skorar á stjórnvöld að gang- ast fyrir lækkun raforkukostnaðar á landsbyggðinni. Verulegt misræmi er á verði raforku til erlendra kaup- enda orkunnar annars vegar og ís- lenskra hins vegar. Þá hefur dreif- ingarkostnaður rafmagns vaxið upp úr öllu valdi á undanförnum árum sem hefur bitnað harkalega á garð- yrkjubýlum á landsbyggðinni. Þann- ig telja samtök garðyrkjubænda að dreifingarkostnaður rafmagns hafi verið fyrir um áratug 35% af raf- orkukostnaði, en nú sé svo komið að um 60% kostnaðarins sé dreif- ingarkostnaður. Þetta kemur heim og saman við reynslu garðyrkju- bænda hér í sveitum. Hækkanir hjá RARIK sem hófust í hruninu – í samræmi við ný orkulög frá 2005 - hafa leitt til þess að dreifingarkostn- aður hefur hækkað langt umfram annan orkukostnað. Á sama tíma og dreifingarkostnaður í þéttbýli hef- ur aukist um 87% hefur sami kostn- aðarliður hækkað um 134% í dreif- býli. Skorað er á stjórnvöld að sker- ast í leikinn í þágu garðyrkjubænda og annarra framleiðenda á lands- byggðinni. Enn er svo að ekki er búið að koma á þriggja fasa rafmagni til allra notenda á svæðinu og afhend- ingaröryggi er fjarri því að vera tryggt. Skorað er á viðkomandi stjórnvöld og stofnanir að tryggja meira jafnræði og öryggi íbúanna á þessu sviði.“ Ályktun um fjarskiptamál „Byggðaþing Framfarafélags Borg- firðinga haldið[...] skorar á innan- ríkisráðherra að gangast fyrir átaki í að koma á raunverulegum jöfn- uði í fjarskiptaþjónustu við not- endur. Víða í uppsveitum Borgar- fjarðar er boðið upp á lakari þjón- ustu á fjarskiptasviði en á flestum stöðum á landinu. Sérstaklega er vakin athygli á því að í Reykholts- dal og víðar voru lagðir ljósleið- arar fyrir hálfum öðrum áratug – og hafa þeir ekki enn verið teknir í notkun. Verður að ætlast til þess að yfirvöld tryggi sem mest jafn- ræði þegnanna á þessu sviði, enda er það í samræmi við margyfirlýsta stefnu stjórnvalda.“ Samgöngubætur og þjónusta „Byggðaþing Framfarafélags Borgfirðinga haldið[...] bendir á nauðsyn þess að fólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi með sér sem allra mest samráð – og efli þann- ig möguleika atvinnugreinarinn- ar til vaxtar. Miklu skiptir að sam- göngubætur verði gerðar í upp- sveitunum, til dæmis með heils- árs viðhaldi og rekstri tengivega í héraðinu; Hálsasveit, Hvítársíðu, Þverárhlíð og hugað að varan- legu slitlagi á vegi í Lundarreykja- dal og Skorradal – samtímis því að þegar verði lagður heilsársvegur yfir Uxa hryggi. Allar áætlanir um fjölgun ferðamanna á Íslandi eiga sér útgangspunkt í því að Vestur- land geti tekið á móti mikilli fjölg- un ferðamanna. Óhjákvæmilegt er að ríkisvaldið og sveitarfélög taki myndarlega þátt í uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðafólk á svæðinu.“ Byggðaþing ályktaði einnig þar sem fagnað var þeim framförum sem orðið hafa á sviði almenn- ingssamgangna á Vesturlandi, með tilkomu strætó. „Fundurinn vekur jafnframt athygli á nauð- syn þess að lagfæra kerfið eftir því sem reynslan gefur tilefni til. Þá bendir fundurinn á nauðsyn þess að boðið verði upp á ferðir kvölds og morgna á sumrin í Reykholt og Húsafell vegna ferðamanna.“ Verjum LBHÍ á Hvanneyri „Byggðaþing Framfarafélags Borgfirðinga haldið[...] lýsir yfir áhyggjum vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að svipta Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri stöðu sjálfstæðs háskóla á lands- byggðinni. Skýrslur og fundir um yfirvofandi sameiningu Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskól- ans hafa að mati ýmissa sérfræð- inga leitt í ljós vafasaman ávinn- ing af sameiningu. Afar mikilvægt er að virða fjölbreytni í háskóla- samfélaginu og þá staðreynd að háskólastarfsemin er mikilvæg- ur hluti af innviðum samfélags- ins sem starfað er í. Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri hefur mikla vaxtamöguleika á staðnum og brýnt að sameina krafta í hér- aði í þágu uppbyggingar. Byggða- þingið skorar á alla skóla og hags- munasamtök íbúa í héraðinu að taka þátt í að verja Landbúnað- arháskólann – og hvetur til áfram- haldandi umræðu um vannýtt tækifæri í því samhengi.“ Áskorun til Íslandspósts „Byggðaþing Framfarafélags Borgfirðinga haldið[...] skorar á Íslandspóst að sýna meiri vand- virkni og tillitsemi í samskipt- um sínum við íbúa hinna dreifðu byggða. Sérstaklega er varað við flutningi á póstkössum – og stað- setningu þeirra fjarri heimilum fólks. Skorað er á Íslandspóst og opinberar stofnanir að leitast við að framkvæma breytingar í sam- ráði við notendur þjónustunnar.“ mm Framhaldsskólahornið Fjölbrautaskóli Vesturlands áfram í Gettu betur Lið FVA komst áfram í átta liða úrslit í Gettu betur. Það er skipað þeim Magnúsi Gunnarssyni, Birki Hrafni Vilhjálmssyni og Elmari Gísla Gíslasyni. Ölgerðin styrkir Lands- björg rausnarlega „Allar áætlanir um fjölgun ferðamanna á Íslandi eiga sér útgangspunkt í því að Vesturland geti tekið á móti mikilli fjölgun ferðamanna,“ segir m.a. í einni ályktun þingsins. Ljósm. úr safni af ferðafólki í Reykholti. Vel heppnað byggðaþing framfarafélagsins Svipmynd af byggðaþinginu sl. laugardag. Ljósm. bþ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.