Skessuhorn


Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 29.01.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Freisting vikunnar Að þessu sinni fáum við girni- lega freistingu frá matgæðingn- um og matarbloggaranum Hel- enu Gunnarsdóttur. Hún stofnaði matarbloggsíðuna Eldhúsperl- ur (eldhusperlur.com) 2012 sem inniheldur nú á annað hundrað uppskriftir sem allar eru í upp- áhaldi hjá henni og hennar fólki. Við gefum Helenu orðið: „Ég fæ ekki leið á því að prófa nýja kjúklingarétti og það skemm- ir ekki fyrir ef þeir eiga það sam- eiginlegt að vera bæði afar fljót- legir og bragðgóðir. Þessi upp- skrift uppfyllir sannarlega báða þætti og sennilega ekki tilviljun hversu vinsæl uppskriftin er orð- in. Ætli það taki ekki um fimm mínútur að undirbúa réttinn og svo dansar hann bara alveg sjálf- ur í ofninum þar til hann er eldað- ur í gegn. Dijon sinnep er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota það mikið. Það er eiginlega hálfgert leynivopn þegar kemur að mat- argerð og oft nóg að nota bara agnarlítið af góðu dijon sinnepi til að breyta miklu. Sósan í þess- um rétti er alveg ofboðslega góð og að skaðlausu mætti jafnvel tvö- falda magnið sem fer í hana, sér- staklega ef þið eruð með hrísgrjón með réttinum.“ Estragon kjúklingabringur með mango chutney og dijon sinn- epi (fyrir 3): 3 kjúklingabringur 3 msk dijon sinnep 3 msk sætt mango chutney 1 msk rauðvínsedik 1 tsk þurrkað estragon Hitið ofninn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður. Legg- ið kjúklingabringurnar í smurt eldfast mót. Hrærið saman sinn- epi, mango chutney, rauðvínse- diki og estragon, hellið yfir bring- urnar og veltið þeim upp úr sós- unni. Stráið dálitlu af þurrkuðu estragoni yfir að lokum og bakið í 25 – 30 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum og grænmeti. Rektorar Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands, þeir Vilhjálmur Egilsson og Ágúst Sig- urðsson, undirrituðu í gær ramma- samning um samstarf skólanna. Í sameiginlegri tilkynningu frá skól- unum segir að markmið samn- ingsins sé að stuðla að auknu sam- starfi um kennslu og rannsóknir og styrkja þannig báða skólana. Stefnt verði að nánu þverfaglegu sam- starfi um námsleiðir, m.a. í formi samvinnu um námskeið, sameig- inlegar námsleiðir og prófgráður. „Skólarnir vilja með nánara sam- starfi leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að framförum í atvinnu- lífi og betra samfélagi með því að bjóða fram hagkvæma gæðamennt- un. Skólarnir eru sérstaklega með- vitaðir um þýðingu sína fyrir at- vinnulíf og samfélag á Vesturlandi og almennt í hinum dreifðu byggð- um Íslands.“ Þá var undirritað sérstakt sam- komulag um sameiginleg nám- skeið í matvælatengdum greinum sem m.a. eru hluti af námi í mat- vælarekstrarfræði við Háskólann á Bifröst og valgreinum við Land- búnaðarháskóla Íslands. Matís mun annast kennslu í nokkrum þessara námskeiða en önnur verða kennd af sérfræðingum í fremstu röð á við- komandi sviðum. „Með samvinnu milli skólanna eru þeir að nýta styrkleika hvors annars og tengja fræðasvið sín sam- an til þess að sækja fram með þver- faglegum greinum og svara með því betur þörfum atvinnulífsins og nemenda. Skólarnir stefna á að auka samstarf sitt enn frekar í fram- tíðinni og horfa m.a. til mögu- leika sviði rannsókna, vöruþróunar og nýsköpunar á öllum sviðum at- vinnulífs þar sem unnið er með matvæli. Skólarnir vilja með sam- starfi sínu gera sitt til að efla þetta mikilvæga og víðtæka svið íslensks atvinnulífs,“ segir ennfremur í til- kynningu frá skólunum. hlh Umhverfisstofnun hefur ákveð- ið að bjóða út rekstur Vatnshellis- ins í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ferðamönnum á Snæfellsnes hefur fjölgað undanfarin ár einkum utan háannatíma og samhliða því eftir- spurn eftir hellaferðum. „Vatns- hellir var gerður aðgengilegur al- menningi í þeim tilgangi að vernda hann, kynna hella og hellavernd og um leið að hvetja fólk til góðr- ar umgengni um hella og náttúru landsins,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þá segir að markmið útboðsins sé meðal annars að tryggja að almenn- ingur geti notið heimsókna í Vatns- helli allan ársins hring gegn hæfi- legu gjaldi. Tilvonandi rekstraraðili kemur til með að vinna í nánu sam- starfi við starfsmenn þjóðgarðsins og Umhverfisstofnunar. Skipulagð- ar ferðir í Vatnshelli hófust sumarið 2010 og var þá farið í hluta hellis- ins, þrjá daga vikunnar. Það sum- ar komu um 1600 manns í hell- inn. Sumarið 2011 var landvörð- um fjölgað og þá voru farnar fimm ferðir á dag alla daga vikunnar. Um 5400 manns heimsóttu þá hellinn. Árið eftir komu um 3400 manns í hellinn. Þessi fyrstu þrjú ár sá þjóð- garðurinn um reksturinn á hellin- um. Umhverfisstofnun ákvað vor- ið 2013 að semja við einkaaðila um að sjá um rekstur Vatnshellis í til- raunaskyni og gilti samningurinn út árið. Sumarið 2013 komu tæp- lega átta þúsund manns í hellinn. Erlendum ferðamönnum fjölgaði mjög mikið frá fyrra ári en íslensk- ir stóðu í stað. Útboðið hefur verið auglýst á vef Ríkiskaupa og þangað á að beina fyrirspurnum. mm Fjölmenni var samankomið í leik- skólanum Akraseli á Akranesi að morgni bóndadagsins. Akrasel er nýjasti leikskólinn í bæjarfélaginu, rúmlega fimm ára gamall. Starfsfólk leikskólans hefur jafnan á bónda- eða konudegi haft opið hús í skól- anum og gjarnan tengt þá heim- sókn ákveðnu þema. Í þetta skipt- ið var feðrum barnanna einkum boðið í heimsókn í tilefni dagsins. Starfsfólkið með hjálp maka hafði tínt saman hluti sem tengjast sporti sem þau stunda og úr varð heilmik- il sýning í Akraseli. Anney Ágústs- dóttir leikskólastjóri sagði ótrúlegt hvað fengist hefði á þessa sýningu og meira að segja var þarna til sýn- is búnaður til köfunar. Sýningin í heild leiddi í ljós hvers fjölbreytt og um leið skemmtilegt sport er stundað í íþróttabænum Akranesi. Það voru þó hlutir umfram aðra sem vöktu áhuga barnanna og m.a. var greinilegt að það voru bílarnir sem strákarnir höfðu langmestan áhuga fyrir. þá Ómótstæðilegur og fljótlegur kjúklingaréttur Estragon kjúklingurinn bragðast vel með hrísgrjónum og grænmeti. Ljósm. Helena Gunnarsdóttir. Ríkiskaup bjóða rekstur Vatnshellis út Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ og Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst handsala samningana. Háskólinn á Bifröst og Land- búnaðarháskólinn í samstarf Skemmtilegt sport í Akraseli á bóndadeginum Fjölmenni var samankomið í Akraseli á bóndadagsmorgun. Strákarnir höfðu mestan áhuga fyrir bílunum. Torfæruhjólið var líka flott. Laxveiðibúnaður ásamt mývörninni. Að sjálfsögðu var gestum boðið í kaffi í Akraseli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.