Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 17. árg. 26. mars 2014 - kr. 600 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður ratiopharm - fæst án lyfs eðils Í síðustu viku tilkynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið rekt- ori Landbúnaðarháskóla Íslands að ekkert yrði af áformum þess efn- is að LbhÍ yrði sameinaður Há- skóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ágústi Sigurðs- syni rektor sem hann sendi starfs- fólki skólans og nemendum á föstu- daginn. Þar lýsir Ágúst vonbrigð- um sínum með þessa niðurstöðu en undanfarna mánuði hefur verið unnið að því með stjórnvöldum að LbhÍ yrði hluti af Háskóla Íslands. Í breytingunum áttu að felast aukn- ir fjármunir inn í rekstur starfsem- innar til að efla hana og styrkja, sér- staklega á Hvanneyri og Reykjum. „Það eru því gríðarleg vonbrigði að þessar fyrirætlanir séu nú að engu orðnar eins og virðist stefna í sam- kvæmt tilkynningu ráðuneytisins. Skýringar sem ég fæ við þessari stefnubreytingu eru að þingmenn Norðvesturkjördæmis, með stuðn- ingi sveitarstjórnar Borgarbyggðar og forystu Bændasamtaka Íslands, leggist alfarið gegn þessum áætl- unum og því séu þær óframkvæm- anlegar. Ég tel að hér hafi einstakt tækifæri farið forgörðum, ekki ein- ungis fyrir okkar fagsvið heldur fyr- ir íslenskt háskólastig, því miður,“ segir Ágúst í tilkynningu sinni til starfsmanna. Stefnubreytingin þýðir að LbhÍ verður áfram sjálfstæður skóli og segir Ágúst að rekstr- arlegar for- sendur virð- ist eiga að vera óbreytt- ar frá því sem ver- ið hefur og því þurfi að draga veru- lega sam- an seglin. „Þegar þetta er ljóst þýðir ekki annað en skipu- leggja starfið til lengri tíma út frá þeim forsendum sem okkur eru nú gefnar. Ég hef þegar sett vinnu í gang við endurskoðaða fjárhags- áætlun fyrir árið 2014 en jafnframt verður samhliða unnin áætlun fyrir árin 2015-2016,“ segir Ágúst. Hann segir jafnframt að stefnumörkun um hið faglega starf skólans fari fram á næstunni með breiðri að- komu starfsmanna, nemenda og annarra sem málið varðar. „Áætlun okkar er að standa vörð um kjarna LbhÍ sem er kennsla og rannsókn- ir og finna leiðir til að sækja fram,“ sagði Ágúst í samtali við Skessu- horn. Áfangasigur fyrir heimamenn Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar segir þessi tíðindi í samræmi við áherslur heimamanna. „Þetta lá orðið í loftinu. Fulltrúar vinnuhóps um framtíð háskól- anna í Borgarfirði, sem hefur verið að störfum að undan- förnu, hitti mennta- málaráðherra fyrir tæpum hálfum mán- uði. Á fundinum var úttekt KPMG um mögulegt framtíðar rekstrarform skólans kynnt þar sem tvær ólíkar sviðs- myndir voru teiknaðar upp. Önn- ur leiðin var tillaga ráðuneytis- ins um að skólinn yrði sameinaður HÍ, en hin var að stofna sjálfseign- arstofnun utan um starfsemi skól- ans. Á fundinum lýsti ráðherra sig mótfallinn hugmyndum um stofn- un sjálfseignarstofnunar en upp- lýsti þó að það gæti allt eins orðið að fallið yrði frá hugmyndum um sameiningu. Skólinn yrði þá áfram starfræktur fyrir það fjármagn sem hann hefði í dag. Sveitarstjórn hafði síðan fregnað það nýverið að ekk- ert yrði af sameiningaráformum,“ segir Páll. Hann segir heimamenn, Bændasamtökin og fleiri hafa haft miklar efasemdir um hvort gagn- legt væri að sameina LbhÍ og Há- skóla Íslands. „Þetta er því áfanga- sigur fyrir heimamenn,“ sagði Páll. hlh Hætt er við áform um samruna LbhÍ við Háskóla Íslands Með Skessuhorni í dag fylgir 16 síðna sérblað um veiðar, vinnslu og tækni í sjávarútvegi á Akranesi. Þar kemur m.a. fram að um 600 manns starfi við þessar greinar og að alls velti þær á þessu ári a.m.k. 16 milljörðum króna. Á meðfylgjandi mynd er verið að framleiða lausfrysta fyrir Skagann í Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ell- erts, lausfrysta fyrir hvorki meira né minna en 1,4 milljarða króna miðað við fyrirliggjandi samninga. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Frá Hvanneyri. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ. CRISTIANO RONALDO CR7 nærfata og sokkalína. Fáanleg í herrastærðum og fyrir drengi á aldrinum 4 til 15 ára.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.