Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Systkinin Helga Ingibjörg og Krist- ján Hagalín Guðjónsbörn á Akra- nesi stofnuðu nýverið ferðaþjón- ustufyrirtækið „Wild West Tours“ ásamt fleirum úr fjölskyldu þeirra. Verkefnið kynntu þau m.a. á frum- kvöðlakvöldi sem Akraneskaup- staður stóð fyrir nýverið á Gamla Kaupfélaginu. Blaðamaður Skessu- horns hitti systkinin og ræddi við þau um verkefni hins nýja fyrirtæk- is og hvers vegna þau hafi sett það á stofn. Vilja koma Vesturlandi á kortið „Í grunninn er þetta hefðbund- ið „super jeep“ ferðaþjónustufyrir- tæki. Við bjóðum upp á ferðir allt árið á breyttum bílum og erum sveigjanleg eftir þörfum viðskipta- vinarins. Sérstaða okkar er einna helst sú að við sækjum viðskipta- vini á Vesturlandi og höfuðborgar- svæðinu en hjá öðrum fyrirtækjum kostar það mikið aukalega,“ seg- ir Hagalín, eins og hann er jafnan kallaður, þegar hann lýsir fyrirtæk- inu. Systkinin segja að hugmynd- inni hafi verið komið í framkvæmd vegna þess að þeim fannst vanta að ferðamönnum væri betur sinnt á Vesturlandi. „Áherslan hjá okkur er á Vestur- land en við munum klárlega koma til með að bjóða upp á þessar hefð- bundnu ferðir sem önnur fyrirtæki eru með, eins og Gullna hring- inn, Þórsmörk og Landmannalaug- ar,“ segir Hagalín. Hann er ekki að koma nálægt jeppaferðum af þessum toga í fyrsta sinn, hefur tveggja ára reynslu af því að aka ferðamönnum hjá öðrum fyrirtækjum. „Feðgarn- ir höfðu rætt þetta í mörg ár og nú ákváðum við að slá til. Hann er með þessa reynslu, ég er ferðamálafræð- ingur, einn bróðir okkar er búinn að taka markaðsfræð kúrsa og ann- ar er lögfræðimenntaður. Við litum svo á að ef við færum út í þetta öll saman að þá væri þetta möguleiki,“ útskýrir Helga Ingibjörg. Systkinin bæta því við að öll séu þau forfall- ið jeppadellufólk. „Já, við erum alin upp í sveitinni og smituðumst öll af útivistarbakteríunni.“ Kynning að fara af stað Helga Ingibjörg segir að þeim hafi fundist skorta betri ferðir um Vest- urland. „Í Reykjavík er boðið upp á ferðir á Snæfellsnes og í Borgar- fjörð en svæðið sem slíkt er ekki markaðssett nægilega vel.“ Mark- aðsstofa Vesturlands hefur undan- farið lagt drög að því að koma Vest- urlandi á kortið hjá ferðamönnum og fjölskyldan vildi taka þátt í því starfi og stuðla að heilsársþjón- ustu fyrir ferðamenn á Vesturlandi. „Rósa í Markaðsstofu Vesturlands hefur verið okkur innan handar frá upphafi og við erum henni gríðar- lega þakklát. Hún hefur staðið við bakið á okkur eins og klettur og keyrt okkur áfram, ásamt Kristjáni sem einnig starfar hjá Markaðsstof- unni,“ segja systkinin. Hægt verður að bóka ferðir í gegnum heimasíðu fyrirtæksins, www.wwt.is en verið er að vinna í uppsetningu síðunnar. Til stendur að hún verði tilbúin og fari í loftið í þessari viku. Fyrirtæk- ið er einnig kynnt í gegnum Mark- aðsstofu Vesturlands. Samræma nöfn hringleiða Fyrirtækið Wild West Tours býð- ur upp á ferðir fyrir allar stærð- ir hópa, jafnt stóra sem smáa. „Við erum með þrjá bíla en ég þekki orð- ið ansi marga í bransanum og hef aðgang að fleiri bílum séu hóparnir stórir. Þannig að hvort sem um er að ræða ferðir fyrir tvo einstaklinga eða tvö hundruð manns, þá verð- ur því sinnt,“ segir Hagalín. Fjöl- skyldan hefur áætlað að reyna að koma Vesturlandi betur á framfæri en verið hefur og auka ferðamanna- straum um landshlutann. Það munu þau gera til dæmis með því að bjóða upp á skipulagðar ferðir um Vest- urland. „Við bjóðum meðal annars upp á Borgarfjarðarhring, Fossa- hring og Norðurljósahring. Mark- aðsstofan hefur reynt að fá ferða- þjónustuaðila í landshlutanum til að nota samræmd nöfn á þessum ferðum. Nöfn sem þau leggja til. Við ákváðum að nota þau enda mun auðveldara að markaðssetja ferð- irnar ef þær heita alls staðar það sama, samanber Gullna hringinn,“ útskýrir Helga Ingibjörg. Mikill áhugi á Akranesi Eins og áður segir komu systkinin fram á frumkvöðlakvöldi hjá Akra- neskaupstað. Í kjölfarið hafa þau fundið mikinn áhuga fyrir ferða- þjónustu á Akranesi. „Það er gam- an að finna áhugann hér. Það eru margir að detta í gang með alls kyns hugmyndir um ferðaþjónustu á Vesturlandi. Bara í dag er ég búin að fá tvær símhringingar sem sner- ust um að fara í samstarf við önn- ur fyrirtæki, að tvinna saman þjón- ustu,“ segir Helga Ingibjörg. „Þetta er alveg hægt, það er mikill hugur í ferðaþjónustufólki á svæðinu um að koma Vesturlandi á framfæri. Allir eru orðnir mjög áhugasamir og fólk er að hittast og kynna þjónustu sína til að reyna samvinnu. Það er hægt að búa til mjög skemmtilegan dag með því sem er í boði. Það er stutt á staði eins og Bjarteyjarsand og Þór- isstaði, hægt er að fara í veiðiferðir í vötn, gönguferðir og jafnvel ísklif- ur. Bara hér á Akranesi er mögu- leiki á fugla-, göngu og sjóstanga- ferðamennsku. Hér eru endalaus- ir möguleikar. Við erum bara rétt að byrja hérna á Akranesi, erum mörgum árum á eftir öðrum svæð- um í ferðamennskunni. Nú er bara að vona að áhuginn hérna á svæð- inu haldist svo að eitthvað verði úr þessu.“ Fyrsti túrinn kom óvænt Fyrsta ferð fyrirtækisins var far- in fyrir nokkrum dögum. Bókun- in kom óvænt enda heimasíða fyr- irtækisins ekki tilbúin enn. „Gest- irnir voru að leita að ferð á Snæ- fellsnesið. Okkar vefsíða kemur upp í leit á Google vegna skrán- ingarinnar á Markaðsstofu Vest- urlands og þar er hægt að sjá net- fangið hjá fyrirtækinu. Við fengum því alveg óvænt tölvupóst frá ferða- þjónustufyrirtæki í Bretlandi sem var að bóka ferð með þrettán daga fyrirvara. Það er svolítið sérstakt því yfirleitt bóka þessi fyrirtæki svona ca. ár fram í tímann. Þetta var eins og gusa í andlitið, örlítill prófsteinn á að ná að redda þessu svona fljótt. En þetta gekk rosalega vel og það var mikil ánægja með ferðina hjá hópnum,“ segja systkin- in sem hlakka til að þjónusta fleiri viðskiptavini Wild West Tours. grþ Óveður var víða um norðanvert Vesturland, Vestfirði og Norð- urland síðastliðinn fimmtudag. Meðal þeirra sem fengu að kenna á veðrinu var rúta frá Hópferða- bílum Teits Jónassonar sem stóð á bílastæðinu við íþróttahúsið á Laugum í Sælingsdal. Skipti engum togum að í einni rok- unni sogaðist framrúðan úr rút- unni í heilu lagi og fauk rúma fimmtíu metra. Starfsmenn KM Þjónustunnar voru fengnir til að koma rútunni í skjól í Búðardal. Í óveðrinu lokaðist vegurinn um Svínadal þannig að skólabörn úr Saurbæ komust ekki í Auðarskóla í Búðardal. þá Guðni Hannesson ljósmyndari og kortagerðarmaður hjá Landmæl- ingum Íslands á Akranesi fékk af- hent sérstök verðlaun fyrir falleg- asta skeggið á lokahófi Mottum- ars, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins, sem staðið hefur yfir þennan mánuðinn. Loka- hófið fór fram í Hörpu á sunnudag- inn. Í samtali við Skessuhorn sagði Guðni að verðlaunin hafi komið sér skemmtilega á óvart en það voru fulltrúar frá Meistarafélagi hárskera sem völdu skegg hans það fegursta í Mottumars. Fékk hann að launum grænmetiskörfu og skemmtilega hannaðan verðlaunaplatta ásamt fleiru. Þetta er í þriðja skipti sem Guðni tekur þátt í Mottumars sem hann segir frábært og skemmtilegt framtak. „Hér er verið að vinna að góðu málefni og því er bara gaman að sprella aðeins fyrir það,“ segir Guðni. Hann náði að safna 27 þús- und krónum í átakinu. Undirbún- ingurinn fyrir Mottumars var frem- ur auðveldur að hans mati. „Ég bjó vel að því að hafa gott skegg áður en Mottumars gekk í garð þannig að það var auðvelt verk að snyrta til góða mottu. Fyrir þá sem vilja taka þátt í framtíðinni skiptir máli að byrja að safna skeggi í tíma til að koma þannig upp góðum efnivið til að snyrta. Ekki spillir fyrir að borða vel af þorramat í janúar og febrú- ar til örva skeggvöxtinn. Þorramat- urinn er góður fyrir mottuna,“ seg- ir Guðni í léttum tón. Hann hvet- ur alla karlmenn til að taka þátt í Mottumars að ári. hlh Rútan sem framrúðan fauk úr í heilu lagi. Ljósmynd Karl Ingi Karlsson. Rúða fauk í heilu lagi úr rútubíl Guðni Hannesson með mottuna góðu sem var valin sú fallegasta í Mottumars. Ljósm. Þorri Líndal. Þorramaturinn góður fyrir mottuna Wild West Tours er nýtt ferðaþjónustufyrirtæki á Akranesi Wild West Tours býður upp á ævintýralegar jeppaferðir fyrir ferðamenn allt árið um kring. Helga Ingibjörg og Kristján Hagalín ásamt föður sínum Guðjóni Kristjánssyni. Þau stofnuðu nýverið ferðaþjónustufyrirtækið Wild West Tours ásamt fleirum í fjölskyldunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.