Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Jón Jónsson frá Ljárskógum var fæddur 28. mars árið 1914. Næst- komandi föstudag verða því 100 ár frá fæðingu skáldsins. Af því til- efni hefur Búðardalur.is í samstarfi við Hilmar B. Jónsson, son Jóns, efnt til uppákomu í félagsheimilinu Dalabúð í Búðardal laugardaginn 29. mars næstkomandi. „Ætlun- in er að minnast Jóns frá Ljárskóg- um í máli, myndum og söng og vonandi með þátttöku sem flestra Dalamanna og þeirra sem áhuga hafa, allir eru velkomnir. Dagskráin hefst klukkan 15:00 og er aðgangur ókeypis,“ segir í tilkynningu. Ættingjar Jóns hafa ákveðið að fara vestur í rútu en áður en form- leg dagskrá hefst munu þeir fara inn að Ljárskógum þar sem myndataka verður við minningarstein skáldsins en þaðan verður svo farið í kirkju- garðinn í Hjarðarholti. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í því eru einnig velkomnir. Dagskráin í Dalabúð verður þannig að Hilmar B. Jónsson mun verða með myndasýningu á tjaldi og sýna 50 ljósmyndir úr safni föð- ur síns og úr eigin safni. Halldór Þ. Þórðarson mun stjórna Þorra- kórnum í söng á lögum og ljóð- um Jóns frá Ljárskógum. Þá mun Dallilja Sæmundsdóttir frá Tungu í Hörðudal syngja nokkur lög við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Einnig kemur fram Björn St. Guð- mundsson ljóðskáld og mun hann lesa nokkur ljóða Jóns. Að lokum verður fjöldasöngur þar sem all- ir viðstaddir taka þátt. Gestir geta keypt kaffi og meðlæti hjá kvenfé- laginu Þorgerði Egilsdóttur á með- an á dagskránni stendur. Eins og margir vita dó Jón ungur, en hann var aðeins 31 árs er hann lést 7. október 1945. Foreldrar hans voru þau Jón Guðmundsson bóndi og ljósmyndari og Anna Hallgríms- dóttir í Ljárskógum. Jón útskrifað- ist sem stúdent frá Menntaskólan- um á Akureyri 1934 en á skólaárum sínum stofnaði hann ásamt þremur vinum sínum MA kvartettinn fræga. Jón hóf nám í guðfræði en hvarf frá því og gerðist kennari við Gagn- fræðaskólann á Ísafirði. Jón og eig- inkona hans, Jónína Kristjánsdóttir, eignuðust einn son, Hilmar Braga Jónsson meistarakokk. Meðal þekktra ljóða eftir Jón frá Ljárskógum má nefna: Káta víkur- mær, Sestu hérna hjá mér, Kvöld- ljóð, Húmar að kveldi og Kveðja heimanað. mm Íslenskir og erlendir tæknimenn hafa und- anfarna daga verið að störfum í gjaldskýli Hvalfjarðarganga að tengja nýja skjái við myndef t i r l i t sker f i ganganna. Nýju skjá- irnir eiga að einfalda verulega notkun eft- irlitskerfisins og bæta starfsumhverfi vakt- manna. Í frétt á heim- síðu Spalar segir að skjámyndirnar séu með ólíkind- um skýrar og skarpar, einnig í sam- anburði við háskerpuútsendingar sjónvarpsstöðvanna. þá Jón er hér lengst til hægri á mynd af MA kvartettinum. Hinir eru bræðurnir Þorgeir og Gestur Steinþórssynir frá Hæli og Jakob Hafstein. Húsið á Ljárskógum ásamt mynd af Jóni Jónssyni. Umferðareftirlit í háskerpu Minnast aldarafmælis Jóns frá Ljárskógum Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. ODORITE ÖRVERUHREINSIR MILDEX-Q MYGLUEYÐIR WIPE OUT OFNA OG GRILLHREINSIR NOVADAN KLÓRTÖFLUR - Í POTTINN SEPT-O-AID ÖRVERUR FYRIR ROTÞRÆR HÁÞRÝSTIDÆLUR ERTU Á LEIÐ Í BÚSTAÐINN ÚRVALS VÖRUR FYRIR VIÐHALDIÐ OG VERKIN Í BÚSTAÐNUM. KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!                                                                                                                                              

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.