Skessuhorn


Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 26.03.2014, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn, föstudaginn 28. mars, kl. 13:00 á Hótel Borgarnesi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Allir velkomnir! Aðalfundarboð Umsóknir um styrki Umhverfissjóður Snæfellsness auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem snúa að umhverfisumbótum innan sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Umsóknir með skilgreindu verkefni og kostnaðaráætlun óskast sendar til formanns sjóðsins, Kristins Jónassonar bæjarstjóra Snæfellsbæjar eigi síðar en 7. apríl 2014. Úthlutað verður úr sjóðnum á Degi Jarðar, 22. apríl. Stjórn Umhverfissjóðs Snæfellsness FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 3. apríl Föstudaginn 4. apríl Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 S K E S S U H O R N 2 01 4 Hópur í árgangi 1971, sem kall- ar sig reyndar Club ´71, boðaði til sín fulltrúa nokkurra íþróttafé- laga á Akranesi, Björgunarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju sl. fimmtudag. Tilefnið var að út- hluta ágóðanum sem varð af þorra- blóti Akurnesinga sem haldið var í íþróttahúsinu við Vesturgötu 25. janúar sl. Sem kunnugt er var það umræddur árangur á Akranesi sem beitti sér fyrir að blótið yrði hald- ið, nú í fjórða skipti á jafn mörgum árum. Þorrablót Skagamanna hef- ur átt vaxandi vinsældum að fagna og ruku miðar út að þessu sinni eins og heitar lummur. Ágóðinn hefur einnig aukist jafnt og þétt, var um 200 þúsund eftir fyrsta blótið en nú var rúmlega þremur milljónum króna úthlutað til sjö íþróttafélaga, Björgunarfélags Akraness og Kórs Akraneskirkju. Sævar Freyr Þráinsson talsmaður hópsins sagði í ávarpi þegar styrk- irnir voru afhentir að upphafið að blótunum hafi bæði verið vegna þess að þessi árgangur hafi svo gaman af að hittast en líka í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða til samfélags- ins. Hagnaðurinn af blótinu hafi verið að aukast og sé orðinn vel við- unandi. Sævar segir að allur undir- búningur og framkvæmd sé í sjálf- boðavinnu. Eini starfsmannakostn- aður vegna þorrablótsins séu sér- hæfðir starfsmenn sem vinna við tæknimál og atvinnumenn í dyra- vörslu sem vinna með björgunar- félagi að öryggi gesta. Mörg fyr- irtæki á Akranesi njóti svo ávinn- ings af þorrablóti Skagamanna með beinum og óbeinum hætti. Eins og áður segir voru styrk- irnir sem úthlutað var alls rúm- ar þrjár miljónir króna. Styrkupp- hæð til hvers og eins var reiknuð út í samræmi við vinnuframlag við þorrablótið. Knattspyrnufélag ÍA fékk 1.100.073 kr, Björgunarfélag Akraness 564.864, Golfklúbburinn Leynir 540.295, Sundfélag Akra- ness 408.406, Þjótur íþróttafélag fatlaðra 339.153 og Kór Akranes- kirkju 100.000. þá Afköst Rjúkandavirkjunar við Ólafs- vík hafa nær tvöfaldast eftir að ný túrbína í endurnýjaðri virkjun komst í fullan rekstur í byrjun marsmánaðar. Nýja túrbínan framleiðir 1.700 kíló- wött en sú gamla framleiddi 900 kíló- wött. Þengill Ásgrímsson sviðsstjóri orkuöflunar hjá Orkusölunni segir að þessi aukning á raforkuframleiðslu spari orkuflutning á Snæfellsnesi og auki rekstraröryggi vegna veðurs og ytri aðstæðna. Ef vatnsforði er nægur og aðstæður í uppistöðulóni hagstæð- ar auki hún einnig varaafl á svæðinu. Rjúkandavirkjun var byggð árið 1954 og er því 60 ára um þessar mundir. Þengill segir að virkjunin hafi nánast verið endurgerð með fram- kvæmdum sem hófust í aprílmán- uði síðasta vor. Stífla virkjunarinnar var hækkuð um tæpan metra og þar með uppistöðulónið aukið, en Þeng- ill segir að lónið sé lítið við virkjunina og það nýtist varla sem miðlunar- lón. Aðfallspípa í stöðvarhús var end- urnýjuð og stækkuð bæði vegna ald- urs og aukins þrýstiafls frá stíflunni. Samhliða því að komið var fyrir nýrri og stærri túrbínu í stöðvarhúsi voru gerðar endurbætur og lagfæringar innan dyra. Nýja túrbínan var tengd í febrúarmánuði og stóðu prófanir yfir í stuttan tíma áður en full afköst náð- ust í rafmagnsframleiðslunni. þá Fulltrúi Björgunarfélags Akraness tekur við styrknum. Ágóða af þorrablóti veitt til góðra málefna Styrkþegar ásamt hópnum frá árgangi 1971, sem kallar sig Club ´71, saman komnir í húsnæði Íslandsbanka á Akranesi. Rafmagnsframleiðsla nær tvöfaldast í Rjúkandavirkjun Nýja túrbínan í Rjúkandavirkjun framleiðir 1.700 kílówött. Rjúkandavirkjun að sumarlagi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.