Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Sýslumaðurinn Borgarnesi Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnakosninga sem fram fara laugardaginn 31. maí 2014 er hafin hjá embætti sýslumannsins í Borgarnesi. Atkvæðagreiðslan fer fram á skrifstofu embættisins að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 og 13.00 til 15.00. Hægt er að kjósa aðra daga samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra. Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublaði eigi síðar en 27. maí 2014 kl.16.00. Hægt er að nálgast eyðublöð þar að lútandi inn á vefnum kosning.is. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar á kjördag frá kl. 14.00-16.00 Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað. Einnig er kjósendum bent á vefslóðina kosning.is til upplýsingar. Sýslumaður Víkurhvarf 5 Verð kr. 9.900 stk. SK ES SU HO RN 2 01 4 Örnámskeið í gömlu dönsunum og þjóðdönsum laugardaginn 12. apríl kl. 14-16 á Akranesi Kennari: Ásrún Kristjánsdóttir danskennari ásamt félögum úr Danshópnum Sporinu Staðsetning: Kalmansvellir 1 (áður Nettó) Námskeiðsgjald: Kr. 1000 pr. mann Áhugasamir hafi samband við Svein Arnar í síma 865-8974 eða sendi línu á netfangið kalmanlistafelag@gmail.com Hvað er betra en að dansa? Akranesviti verður opinn alla daga í sumar frá klukkan 13 til 16. Auk þess verður hægt að panta leiðsögn um vitann utan hefðbundins opn- unartíma. Í tilkynningu frá Akra- neskaupstað segir að Hilmar Sig- valdason muni annast móttöku gesta utan hefð- bundins opnunar- tíma en nemend- ur í elsta árgangi Vinnuskóla Akra- ness sjá um reglu- bundna gæslu í vitanum. Að sögn Regínu Ásvalds- dóttur bæjarstjóra er það vilji bæjaryfirvalda að form- gera það góða starf sem Hilmar hefur annast í þágu ferðaþjónustu á Akranesi með því að gera samn- ing við hann um fastar mánaðarleg- ar greiðslur vegna móttöku gesta. ,,Ef okkur tekst að koma Akranes- vita inn í fastar ferðir hjá ferðaþjón- ustuaðilum á höfðuðborgarsvæðinu þá mun þetta starf aukast. Þetta er vonandi bara byrjunin,“ segir Reg- ína. Hún segir að markmiðið sé að tengja heimsóknir í vitann við aðra afþreyingu og þjónustustarfsemi á Akranesi. Akraneskaupstaður leggur eina milljón króna til samningsins og Norðurál 600 þús- und krónur. Reg- ína kveðst mjög ánægð með styrk- inn frá Norðuráli og vonar að fleiri fyrirtæki feti í fót- spor fyrirtækis- ins og styrki starf- semina í Akranes- vita. Verið er að vinna að skipulagi og hönnun í kringum vitann. Ætl- unin er að setja upp upplýsinga- skilti, ganga frá trönum og hluta stakkstæða auk þess að koma upp salernisaðstöðu næsta sumar. Akra- neskaupstaður áætlar tíu milljónir króna í framkvæmdirnar á þessu ári og til viðbótar kemur 1,7 milljón í styrk frá Faxaflóahöfnum. mm Þótt Auðarskóli í Búðardal sé ekki fjölmennur skóli er nemendum skólans gefinn kostur á nokkrum valgreinum. Þetta eru greinar svo sem ljósmyndun, fluguhnýting- ar, framandi matargerð og stutt- myndagerð. Ljósmyndunin nýtur til að mynda mikils áhuga hjá nem- endunum í unglingadeildinni. Þeg- ar blaðamaður Skessuhorns átti leið um Búðardal á dögunum veitti hann athygli hópi unglinga sem var að athafna sig undir brúnni við Laxá. Þarna voru nemendur í ljósmynda- valinu komnir ásamt kennara sín- um Steinunni Matthíasdóttur. „Við vinnum mikið með það að meta samspil ljóss og hraða og dag- ar eins og þessi þegar veðrið skart- ar sínu fegursta eru kjörnir til þess. Þetta var líka ágætur göngu- túr fyrir hópinn,“ sagði Steinunn. Hún var að leiðbeina nemend- um með ljósmælingu þegar blaða- mann bar að garði við Laxána. En það var ekki aðeins ljósopið og hraðinn sem nemendurnir voru að glíma við í ljósmyndun sinni þenn- an dag, heldur einnig skugga undir brúnni. Steinunn segir að það séu tvær samliggjandi kennslustundir sem varið sé fyrir ljósmyndunina í viku hverri. Stundum þegar viðrar vel er farið út til myndatöku en æf- ingar eru líka oft innan dyra. Hún sagði að í næstu tímum yrði síðan unnið úr myndefninu sem fangað var við Laxá og það yrði ekki síður lærdómsríkt að vinna úr því. þá Jón Jónsson hagfræðingur og tón- listarmaður var í Borgarnesi sl. mánudagskvöld á vegum Arion banka. Þar kenndi hann börnum á aldrinum 12-15 ára hvernig um- gangast á peninga og bera virð- ingu fyrir þeim. Jón náði afar vel til krakkanna og kváðust nokkur þeirra, sem blaðamaður ræddi við, hann hafa kennt þeim margt gagn- legt. Í lok erindis tók Jón nokkur lög en áritaði svo og leyfði mynda- töku. Þessir hressu Borgnesingar létu ekki sitt eftir liggja við fyrir- sætustörfin. mm Áhugasamir ljósmyndarar í Auðarskóla Jón kenndi krökkunum um peninga Akranesviti opinn alla daga í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.