Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Frístundahús ehf. er fjölskyldurek- ið fyrirtæki í Borgarnesi sem ný- verið opnaði bygginga-, véla- og tækjaverslun á netinu á vefslóðinni www.fristundahus.is. Einar Þóris- son er talsmaður fyrirtækisins sem er með starfsemi að Sólbakka 27 í athafnahverfinu í efri hluta Borgar- ness. „Fyrirtækið hefur verið starf- andi í nokkur ár en það sérhæfði sig í fyrstu í að smíða frístundahús eins og nafnið gefur til kynna. Starfsem- in hefur þróast með árunum og sér- hæfum við okkur nú í sölu á bygg- ingavörum ásamt vinnuvélum og tækjum til allskyns nota. Við opn- uðum sölusíðuna okkar á netinu í febrúar síðastliðnum og hafa við- tökur verið mjög góðar,“ segir Ein- ar. Fjölbreyttar vélar „Ég og fjölskylda mín fluttum í Borgarnes árið 2008 og höfum undirbúið opnun verslunarinnar í nokkurn tíma. Það hefur vantað verslun hér á landi sem sérhæfir sig í að bjóða uppá sumar af þeim vél- um og vörum sem við seljum og því varð úr að við einhentum okkur í þetta. Sjálfur hef ég nokkra reynslu að baki við söluráðgjöf og markaðs- mál og hef í störfum mínum á liðn- um árum myndað tengsl við fram- leiðendur véla og tækja víða um heim.“ Vöruúrval Frístundahúsa er fjöl- breytt, segir Einar, en fyrirtæk- ið flytur inn vörur fyrir verktaka, bændur, áhaldahússtarfsmenn, iðnaðarmenn, björgunarsveit- ir, slökkvilið og fleiri. „Sem dæmi um vörur sem við bjóðum uppá eru háþrýstidælur, jarðvegsþjöpp- ur, pressutengi, plötulyftur, vél- hjólbörur, lasermælar, beltavagnar, slökkvibílar á beltum, torfærutæki, traktorar og ísbrjótar. Vörurnar koma víða að t.d. frá Evrópu, Am- eríku og Asíu og eru fluttar nýjar til landsins,“ segir Einar. Björgunartæki og slökkvibílar á beltum Frá opnun hefur mesta athyglin beinst að finnska ísbrjótnum Raiko og Argo 8x8 björgunartækinu. Ein- ar segir að ísbrjótana hafa komið sér vel fyrir marga í klakatíðinni í vetur, ekki síst bændur. „Við höf- um verið að kynna tækin á nokkr- um stöðum að undanförnu og hef- ur þeim verið vel tekið. Við vorum með sýningu 29. mars fyrir starfs- menn Reykjavíkurborgar, bænd- ur og verktaka í notkun ísbrjótsins og þá vorum við með sýningu fyrir Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri í síðustu viku. Þetta eru af- bragðstæki sem fara vel með tún, vegi og annað undirlag og eru góð í að brjóta upp yfirborðsklaka en þau eru ekki vélknúin. Við bjóðum upp á ísbrjótana í þremur gerðum og 12 tegundum en hægt er að draga þá eða setja framan á tæki.“ Dæmi um önnur vörumerki sem Frístundahús eru með á sín- um snærum eru FSH pressutengi og Pex-Al-Pex rör, DeWalt, Argo 8x8 og Farmtrac, sem eru pólskir traktorar. „Sum tæki sem við bjóð- um til sölu hafa lítið verið not- uð hér á landi þannig að segja má að við séum í hálfgerðu landnámi á sumum sviðum. Mörg af þess- um tækjum eru kjörin fyrir íslensk- ar aðstæður, eins og ísbrjóturinn og björgunartækin. Annað tæki sem hægt væri að nefna í þessu sam- bandi hjá okkur eru slökkviliðsbíl- ar á beltum sem hafa reynst vel við slökkvistörf vegna gróðurs og skóg- arelda erlendis. Slík tæki myndu klárlega nýtast vel hjá slökkvilið- unum hér á landi í glímu þeirra við sinuelda sem því miður hafa færst í vöxt á liðnum árum.“ Byggja upp reksturinn í Borgarnesi Einar segir markmið Frístundahúsa að bjóða upp á góðar vélar og veita viðskiptavinum góða þjónustu og sanngjörn verð. „Við viljum stuðla að lægra vöruverði hér á landi en okkur finnst íslensk fyrirtæki geta gert betur í þeim efnum. Öll verð eru uppi á borðum hjá okkur og má sjá uppfærð vöruverð undir hverri söluvöru á heimasíðunni. Síðan bjóðum við upp á að senda smá- vörur frítt um land allt en semjum á sanngjarnan hátt um sendingu á stærri vörum til viðskiptavina.“ Hann segir starfsemi verslunar- innar fara rólega af stað en stefn- an er sú að með tíð og tíma muni vörutegundum fjölga verulega. „Fleiri vörur koma í sölu hjá okk- ur síðar. Upplýsingar um þær verða settar inn á síðuna á næstunni og hvet ég alla áhugasama til að fylgj- ast með henni. Stefnan er síðan að byggja upp reksturinn hér í Borg- arnesi hægt og rólega en þar ætl- um við okkur að vera til framtíðar,“ segir Einar að lokum. hlh Í fréttatilkynningu sem send hefur verið fjölmiðlum segir að mikill meirihluti akademískra starfsmanna Landbúnaðarhá- skóla Íslands hafi skorað á ráð- herra menntamála, rektor Land- búnaðarháskólans og allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis að klára sameiningarferli Land- búnaðarháskóla Íslands og Há- skóla Íslands. Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur, dós- ent við auðlindadeild Landbún- aðarháskóla Íslands og aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands, undirritar tilkynninguna fyrir hönd hópsins. Þar segir orðrétt: „Undanfarið hefur mikið bor- ið á sjónarmiðum þeirra sem andvígir eru sameiningu Land- búnaðarháskóla Íslands og Há- skóla Íslands. Af umræðunni hefur mátt skilja að meirihluti starfsmanna sé þar á meðal. Það er ekki rétt og hefur nú mikill meirihluti (meira en þrír fjórðu hlutar) akademískra starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands undirritað áskorun til mennta- málaráðherra og rektors LbhÍ um að ljúka sameiningu skól- anna með það fyrir augum að styrkja stöðu landbúnaðar- og umhverfisrannsókna og kennslu með hag nemenda og fræðasviða Landbúnaðarháskólans að leið- arljósi. Mikill samdráttur hefur þegar átt sér stað í fjárveiting- um til Landbúnaðarháskólans og eru akademískir starfsmenn mjög uggandi yfir þeirri stöðu sem nú er uppi. Nauðsynlegt er að styrkja stöðu þeirra fræða- sviða sem hýst eru innan skól- ans. Verði það ekki gert með öfl- ugum hætti nú þegar mun þekk- ing tapast með ófyrirséðum af- leiðingum fyrir nýsköpun og framfarir í landbúnaði.“ mm Símafyrirtækin keppast nú við að bæta 4G dreifisvæði sín, einkum í sumarbústaðahverfum í Borg- arfirði og Hvalfjarðarsveit, enda er 4G aðallega í Reykjavík og því talið nauðsynlegt að íbúar þaðan nái sendingunum í fríum sínum í sumarhúsahverfunum. Síminn og Vodafone sendu Skessuhorni til- kynningar þar að lútandi í vikunni. Síminn í Hvalfirði „Síminn hefur nú sett upp 4G í Hvalfirði. Stöðin stendur á Svarf- hólshálsi og dekkar fjörðinn sem og sumarhúsabyggðina í Svínadal. Á næstu dögum verður einnig settir upp 4G sendar í Borgarnesi. Þessi fjórða kynslóð farsímasenda eflir sambandið til muna, þar sem hrað- inn um netið eykst. Auk þess leyfir tæknin áhorf í háskerpu og niður- hal kvikmynda á mettíma. Síminn er með stærsta 3G dreifikerfi lands- ins og býður nú enn meiri hraða yfir 4G kerfið,“ segir í tilkynn- ingu frá Símanum. „Viðskiptavin- ir finna mun á 4G tækninni frá 3G þar sem svartíminn er styttri, upp- lifun af tækninni sjálfri er betri og rauntímaþjónusta; eins og tölvu- leikjaspilun, virkar enn betur,“ seg- ir Gunnhildur Arna Gunnarsdótt- ir, upplýsingafulltrúi Símans. Hún segir ljóst að sífellt fleiri landsmenn séu tilbúnir fyrir 4G tæknina. „Yfir helmingur seldra síma fyrir jólin voru 4G símar,“ segir hún. „Nú er svo komið að yfir tíu prósent við- skiptavina Símans eru með 4G símtæki en þeir voru aðeins tvö prósent á landsvísu í upphafi árs 2013.“ Áður hefur Síminn sett upp 4G samband á Selfossi, Akureyri, í Skorradal, Grímsnesi, Vestmanna- eyjum og við Þingvallavatn. Auk þess er sambandið á höfuðborgar- svæðinu að verða nokkuð þétt. 4G Vodafone Munaðarnesi „Borgarfjörður er nú orðið eitt 4G-væddasta svæði landsins, eft- ir að nýr 4G sendir sem þjónustar Munaðarnes og nágrenni var tek- inn í gagnið nú í vikunni,“ segir í tilkynningu frá Hrannari Péturs- syni upplýsingafulltrúa Vodafone. „Þar með eru öll helstu sumarbú- staðasvæði í Borgarfirði komin í gott 4G samband frá Vodafone og stór hluti þjóðvegarins. Vodafone hefur á undanförnum mánuðum stækkað 4G þjónustusvæði sitt og tekið forystuna í 4G uppbyggingu á landinu.“ mm Símafyrirtækin styrkja 4G svæðin Sendir 4G frá Símanum stendur í Svarfhólsskógi. 4G þjónustusvæði Vodafone í Borgarfirði. Rauði liturinn á kortunum sýnir 4G útbreiðsluna, en 4G merkið er sterkast þar sem rauði liturinn er sterkastur. Meirihluti akademískra starfsmanna LbhÍ hvetur til sameiningar Frístundahús flytja m.a. inn slökkvibíla á beltum. Ný véla- og tækjaverslun í Borgarnesi á netinu Ísbrjóturinn frá Raiko sem Frístundahús ehf. selur. Einar kynnir eiginleika ísbrjótsins fyrir Hauki Þórðarsyni kennara við LbhÍ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.