Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 17. árg. 9. apríl 2014 - kr. 600 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/sparnaður
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
25%
afsláttur
Hvíldarstólar
Tau- eða
leðurklæddir
Opið virka daga 13-18
Hið formfagra og vel myndaða
Kirkjufell er rómað fyrir fegurð
sína. Fjallið stendur við Grundar-
fjörð og er sannarlega bæjarprýði.
Hróður þess berst enda víða og
fleiri þúsund myndir hafa birst af
því um allan heim á síðum ferða-
bæklinga og að sjáflsögðu á ver-
aldarvefnum. Þetta veldur því að
sífellt fleiri náttúruunnendur og
ljósmyndarar leggja leið sína til
Grundarfjarðar í þeim tilgangi
beinlínis að berja fjallið augum. Á
meðal ljósmyndara þykir vinsælt að
mynda fjallið með Kirkjufellsfoss
í forgrunni og hafa ótal fallegar
myndir af þessu sjónarhorni birst.
Það er þó einn hængur á. Gras-
lendið í kringum fossinn, og þá
sérstaklega fjær Kirkjufellinu, ligg-
ur nú undir skemmdum. Þar sem
áður var gróin brekka er nú nær
samfellt moldarsvað.
Gríðarlega mikil bílaumferð hef-
ur verið eftir reiðveginum upp að
fossinum. Því er vegurinn farinn
að láta talsvert á sjá. Reiðvegurinn
er einungis ætlaður hrossum eins
og nafnið gefur til kynna. Oft hafa
stórir hópferðabílar fullir af ferða-
mönnum farið eftir slóðanum.
Hestamenn í Grundarfirði eru sér-
staklega ósáttir með ástandið enda
hefur nokkrum sinnum verið ófært
fyrir þá sökum fjölmargra bíla-
leigubíla sem leggja þvers og kruss
um veginn. Telja þeir að nú sé svo
komið að eitthvað verði hreinlega
að gera ef ekki eigi illa að fara.
Sigurbjartur Loftsson bygginga-
fulltrúi Grundarfjarðarbæjar seg-
ir að ástandið við Kirkjufellsfoss sé
hrikalegt en unnið sé að úrbótum.
Segir hann að til standi að gera bíla-
stæði fyrir ferðamenn og góðan og
vel merktan göngustíg upp að foss-
inum. Einnig stendur til að girða
fyrir ofan reiðveginn til varnar bú-
fénaði. En ferli þetta er flókið og að
mörgu að hyggja svo að vel eigi að
takast. Nú þegar hefur Grundar-
fjarðarbær látið loka tveimur slóð-
um að fossinum og fækkað þann-
ig valmöguleikum ferðamanna sem
hyggjast aka þangað.
tfk
Mikill fögnuður braust út í Stykkishólmi sl. sunnudagskvöld þegar Snæfellskonur unnu Hauka í þriðja leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.
Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells verður Íslandsmeistari, en kvennaboltinn hefur verið að byggjast upp jafnt og þétt í Hólminum síðustu árin. Árangur
stúlknanna hefur í raun verið ævintýralega góður í vetur, sjá betur íþróttasíður. Til hamingju Snæfell! Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.
Einn vinsælasti staðurinn til ljósmyndunar
illa farinn af átroðningi
Umhverfið við fossinn er orðið eitt forarsvað. Ljósm. tfk.
Peter Hammer ljósmyndari tók í haust þessa mynd af fossinum og Kirkjufellinu og
tvöföldum regnboga. Mynd þessi hefur farið eins og eldur um sinu um netheima.
Líklega eru góðar myndir sem þessar ein besta landkynning sem hægt er að fá. En
þá verður að huga að umhverfinu, því þúsundir annarra ferðamanna vilja líka ná
mynd af þessum sama stað.