Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Hvernig kemurðu
undan vetri?
Spurning
vikunnar
Sigurborg Kr. Hannesdóttir:
Bara nokkuð vel og hlakka til
sumarsins.
Þór Reynisson:
Kaldur og vonast eftir hlýju og
góðu sumri þannig að manni
hlýni um hjartaræturnar.
Ómar Ellertsson:
Mjög vel, við erum líka svo léttir
í lund strákarnir í vinnunni, hjá
Póstinum.
Unnur Ásta Hilmarsdóttir:
Ég er allavega á lífi og vel það.
Alexandra Rut Jónsdóttir:
Það hefur gengið vel í skólan-
um í vetur og ég vona að sum-
arið verði gott.
(Spurt í Búðardal)
Fólk á öllum aldri í Borgarnesi nýtti
tækifærið í hádeginu á laugardaginn
til fá eiginhandaáritun hjá íslenska
karlalandsliðinu í handbolta á Olís
stöðinni í Borgarnesi. Þá var lands-
liðið á leið til Ólafsvíkur til að leika
gegn Austurríkismönnum en það
hafði stoppað á Olís stöðinni til að
snæða hádegisverð. Leikmennirnir
gáfu sér góðan tíma í verkið og gætti
fyrir vikið almennrar ánægju meðal
áhangenda, en margir voru að hitta
landsliðsmenn í fyrsta skipti. Einnig
fengu sumir að láta taka mynd af sér
með einstökum leikmönnum lands-
liðsins. hlh
Gríðarleg eftirvænting var í Ólafs-
vík fyrir landsleik Íslands og Aust-
urríkis sem fram fór í íþróttahúsinu
á laugardaginn. HSÍ var með æfing-
ar um morguninn fyrir rúmlega 100
börn sem kynntust göldrum hand-
boltans. Sumir áhorfendur sem
mættu á sjálfan landsleikinn sögðu
að sannkölluð þjóðhátíð hefði ríkt
í Ólafsvík, þvílík væri stemningin.
Þótt handbolti sé ekki stundaður í
Snæfellsbæ að staðaldri mættu yfir
600 til þess að sjá leikinn. Þetta er
ekki fyrsti landsleikurinn sem spil-
aður er í húsinu. Sá fyrsti var 1.
nóvember árið 2003 þegar íslenska
landsliðið mætti því pólska.
Sigrún Ólafsdóttir, íþrótta- og
æskulýðsfulltrúi Snæfellsbæjar,
sagði í samtali við Skessuhorn að
það hefði verið gaman að fá þessi
landslið til Ólafsvíkur og hefðu
margir sjálfboðaliðar unnið gott
starf. „Allur aðgangseyrir rann í
barna- og unglingastarf Snæfells-
bæjar. Björn Haraldur Hilmarsson
og Pétur Steinar Jóhannsson hafa
verið aðal menn í að koma þessu
verkefni á koppinn og að fá lands-
liðin hingað til Ólafsvíkur. Sáu
þeir um að safna styrkjum þannig
að allur aðgangseyrir gæti runnið í
íþróttastarfið,“ sagði Sigrún.
Fyrir leikinn afhenti Guðmund-
ur B Ólafsson formaður HSÍ Pétri
Steinari innrammaða treyju sem
Guðjón Valur keppi í á Evrópu-
mótinu. Treyjan er árituð af öllum
landsliðsmönnum og verður hún
hengd upp í íþróttahúsinu. af
Margir fengu eiginhandaráritun
Landsliðsmennirnir höfðu nóg að gera á Olís.Ungur Borgnesingur ásamt Ólafi Guðmundssyni handboltamanni.
Mikil stemning í Ólafsvík vegna
landsleiks Íslands og Austurríkis
Krakkar á handboltaæfingu á laugardagsmorguninn í íþróttahúsinu í Ólafsvík. Þrátt fyrir góða takta tapaði Ísland fyrir Austurríki í leiknum í Ólafsvík.
Vel var tekið á móti ungum aðdáendum. Hér tekur Pétur Steinar Jóhannsson á móti treyjunni góðu.
Sverre Jakobsson áritar hér plaköt. Um 600 manns sáu leikinn í íþróttahúsinu.