Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Nemendur í Hvanneyrardeild
Grunnskóla Boragarfjarðar héldu
árshátíð sína fimmtudaginn 27.
mars síðastliðinn. Hátíðin var að
þessu sinni haldin í hlöðu Hall-
dórsfjóss á Hvanneyri en verið er
að breyta byggingunum í sýning-
arsal fyrir Landbúnaðarsafn Ís-
lands. Umhverfið í Halldórsfjósi
var ævintýralegt og passaði vel við
leikrit nemenda. Nemendur 1.-2.
bekkjar sýndu bangsaleikrit sem
þeir sömdu með kennurum sínum
í bangsaþema síðustu vikna. Þar
bjuggu nemendur til bangsa, sæng-
urver og smíðuðu rúm fyrir bangs-
ann sinn en verkefnið var samþætt
flestum námsgreinum. 3.-4. bekk-
ur flutti leikritið Flóttafólkið en
þeir sömdu leikritið í leiklistartím-
um hjá Ásu Hlín í vetur. Leikritið
fjallar um fólk sem þurfti að flýja
landið sitt og setjast að í ókunnugu
landi. Í vinnunni bjuggu nemend-
ur til landið sem þau fluttu til og
bjuggu m.a. til nýtt tungumál með
nýju stafrófi. Virkilega skemmtileg
vinna.
Árshátíðin þótti takast mjög vel
og nemendur sýndu stórleik í þessu
skemmtilega umhverfi. Eftir sýn-
ingu buðu foreldrar upp á kaffi-
hlaðborð í skólanum en þar var
einnig sýning á afrakstri bangsa-
verkefnisins.
hjs
Í vetur var fyrsta tímabilið hjá
Gaman - saman hópnum í Þorp-
inu á Akranesi þar sem farið var
í skipulagða samvinnu barna og
starfsmanna. Margt skemmtilegt
var gert og ýmsir klúbbar stofn-
aðir, þar á meðal klúbburinn
Þorpsfréttir. Börnin í Þorpsfrétt-
um héldu utan um vefsíðu Gaman
– saman þar sem sagt var frá því
starfi sem fram fer ásamt því að
birta myndir. Þá tók Þorpsfrétta-
hópurinn einnig viðtöl við önnur
börn í Gaman - saman í þeim til-
gangi að kanna líðan þeirra, hvað
þeim þyki skemmtilegt eða hvort
þau hefðu frá einhverju snið-
ugu að segja. Fréttahópurinn sá
einnig um að skipuleggja páska-
bingó Gaman - Saman sem fram
fer fimmtudaginn 10. apríl. Fjöl-
mörg fyrirtæki á Akranesi styrkja
bingóið með glæsilegum vinn-
ingum og fá þau þakkir fyrir. All-
ir eru velkomnir í páskabingóið,
dagskrá hefst kl. 16:30 í Þorpinu
að Þjóðbraut 1.
Þorpsfréttahópurinn kíkti ný-
verið í heimsókn á skrifstofu
Skessuhorns, þar sem krakkarn-
ir fengu kynningu á starfi blaða-
manna. Eftir það fengu þau tæki-
færi til að birta eitthvað af frétt-
um sínum og ljósmyndum í
blaðinu. Hér að neðan má sjá af-
raksturinn.
grþ
Ljóð um Gaman-
saman
Gaman-saman er skemmti-
legt
og engum finnst það
leiðinlegt
Það er gaman að vera saman
og það setur bros í framan
Margir góðir vinir geta verið
þar
en sumir vita ekki hvar
Hópar þar eru
og maður skiptir þegar að því
kemur.
Höf. Þórdís Eva Rúnarsdóttir
Þorpsfréttir:
Stórskemmtilegt í
Gaman-saman
Gaman - saman er góð leið fyrir
10 - 13 ára börn til að hafa eitt-
hvað að gera í frítíma sínum. Í
Gaman-saman gerum við margt
skemmtilegt, maður hittir marga
krakka, kynnist nýjum krökkum
og gerir nýja hluti. Í Gaman -
saman eru margir klúbbar. Einn
af þeim er Vísindavillar. Þeir gera
tilraunir og nota alls konar efna-
fræði. Í vetur gerðu þeir rauðkáls-
tilraun, dósasíma, flösku-xylofón
og eldfjall. Matarást er matar-
klúbburinn. Þar er bakað, gerð-
ur brjóstsykur, búið til konfekt
og litlar pítsur. Í Gaman – Sam-
an eru fleiri klúbbar; Hollywood,
Skæri - blað og steinn, Hönnun,
spilaklúbbur og Þorpsfréttir. Vef-
síðan okkar heitir: gamansam-
anakranes.wordpress.com. Þar
eru fleiri upplýsingar um Gam-
an-saman og líka fullt af myndum
og fréttum.
Guðrún Karitas, Katrín Lea,
Szymon, Sigríður Sól og Guðni
Rafn.
Nemendur 1. - 4. bekkjar Hvann-
eyrardeildar Grunnskóla Borgar-
fjarðar fóru í útikennslutíma í um-
hverfismennt í síðustu viku. Gengu
þeir um Hvanneyrarstað og tíndu
upp rusl sem á vegi þeirra varð.
Allir tóku virkan þátt og voru nem-
endur mjög duglegir að tína upp
ruslið. Framtak þetta er sannarlega
til eftirbreytni. Myndin er fengin af
vef skólans.
mm
Tóku til hendinni í
umhverfismennt
Árshátíð Hvanneyrardeildar GBF
Atriði úr bangsaleikritinu. Umhverfið í hlöðunni var vissulega frábrugðið
venjulegu leikhúsi.
Páskabingó og Þorpsfréttir hjá Gaman – saman
Guðrún Karitas er með blöðrur. Hún var að búa til páskaegg úr þeim. Hún var í Skæri- blað- og steinn klúbbnum.
Má bjóða þér köku? Í klúbbnum Matarást er alltaf búið til eitthvað girnilegt. Guðrún, Sigríður Sól, Szymon og Guðni Rafn úr Þorpsfréttahópnum í heimsókn á
Skessuhorni.
Á vinadegi fengu börnin að prófa hjólastól og blindrastaf. Helgi Rafn aðstoðar
Ingimar við að komast upp á Aggapall í hjólastól. Börnunum þótti athyglivert að
engin leið er niður á Langasand fyrir hjólastóla.
Sindri og Þórdís eru miklir leikarar. Hér eru þau að leika stuttan leikþátt í
Hollywood klúbbnum.