Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 5
5MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Tilboð óskast í fasteignina Vesturgötu 51 Akranesi (Vindhæli) Húsið þarfnast verulegra endurbóta m.a. endurbyggingar kjallara. Áhugasömum er bent á að skoða eignina rækilega. Nánari upplýsingar gefur umsjónarmaður fasteigna í síma 433-1000 eða á netfangið kristjan.gunnarsson@akranes.is Tilboðum þarf að skila í þjónustuver Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð eða á netfangið akranes@akranes.is fyrir 30. apríl 2014. Um nokkra hríð hafa landeigend- ur við Norðurá í Borgarfirði rætt um að bæta þurfi gistiaðstöðuna á Rjúpnaási, sem þjónar veiðimönn- um á fengsælustu veiðisvæðum árinnar. Þar eru nú þrjú hús sem hvert um sig hafa gegnt hlutverkum sínum vel og sum hver alllengi. Aðalhúsið er með nokkrum herbergjum sem einkum hafa verið notuð fyrir leiðsögumenn. Síðan er sér- stök svefnálma, sem í daglegu tali hefur verið nefnd Brekku- bær, og að lokum smáhýsi þar sem kokkur veiðihússins hefur átt afdrep. Á félagsfundi í veiði- félaginu laugardaginn 29. mars sl. var samþykkt að rífa tvo elstu hluta núverandi aðalhúss og byggja þar í staðinn nýja gistiálmu. Herbergin munu öll hafa útsýni að ánni, sem er mikilvægt í augum veiðimanna. Verður þá öll gisting við aðalhluta árinnar komin undir eitt þak. „Núverandi gistiaðstaða við Norðurá er komin til ára sinna. Húsið hefur gegnt hlutverki sínu vel en nú er krafa veiðimanna önn- ur. Meðal annars er gerð krafa um meira rými og þægindi en var í eina tíð. Við því eru veiðiréttareigendur að bregðast,“ segir Birna G Kon- ráðsdóttir formaður veiðifélagsins í samtali við Skessuhorn. Aðspurð um framkvæmdina segir hún að stefnt sé að því að stækkun hússins verði lokið fyrir veiðisumarið 2017. Samkvæmt frumhönnun er gert ráð fyrir 14 herbergjum sem hvert um sig verður ríflega 20 fermetrar á tveimur hæðum. „Þá var þetta tímamótafundur í félaginu að öðru leyti,“ segir Birna. „Við höldum að þetta sé í fyrsta skipti síðan lögum um lax- og silungsveiði var breytt árið 2006, að greidd voru atkvæði á félagsfundi í hlutfalli við eign- arhlut í ánni. Ánni er skipt í þúsund einingar. Atkvæða- greiðsla um framkvæmdir við veiðihúsið fór þannig að 812,1 eining samþykkti að fara í þess- ar framkvæmdir, fulltrúar 52,5 ein- inga sögðu nei og fjarstaddar auk afréttarins sem ekki hefur atkvæð- isrétt voru 83,7 einingar. Það er því nokkuð breið samstaða um að ráð- ast í þessa framkvæmd,“ segir Birna formaður Veiðifélags Norðurár. mm Á aðalfundi Mæðrastyrksnefndar Vesturlands 13. mars síðastliðinn var María Ólafsdóttir kjörin for- maður í stað Anítu Gunnarsdótt- ur Skjóldal. Aníta hefur ákveðið að draga sig í hlé eftir að hafa set- ið í stjórn félagsins í tólf ár og þar af verið formaður í tíu. María sem tekur nú við formannsstarfinu hef- ur setið í stjórninni í tvö ár. Ásamt henni sitja í stjórn Svanborg Ey- þórsdóttir, Kolbrún Halldórsdótt- ir, Kolbrún Önnudóttir og Hulda Ólöf Einarsdóttir. María segir í samtali við Skessu- horn að á döfinni sé að halda fund til að fara yfir stöðu mála og skoða hvað nefndin getur gert á næstu misserum. „Það verður ekki páska- úthlutun þetta árið því engir pen- ingar eru til. Það er alltaf hark að ná inn styrkjum en gekk ágætlega fyrir síðustu jól. Fólki sem þarf að- stoð fer fjölgandi, á síðustu jólum var aukning um 34 fjölskyldur frá jólunum á undan. Áður hefur allt- af verið afgangur til páska en því er ekki til að dreifa núna. Við erum enn án húsnæðis og á meðan það er þá er stefnan að vera með gjafa- kort líkt og fyrir síðustu jól ef fjár- magn fæst,“ útskýrir María. Hún bætir því við að þörfin fyrir styrki hafi aldrei verið meiri og gott hefði verið að ná stöðugra fjármagni, til dæmis í formi fastra styrkja. „Við viljum endilega hvetja fólk og fyr- irtæki til að styrkja starf okkar. Það hefur aldrei verið eins mikil þörf fyrir aðstoð og nú enda erum við að aðstoða fólk um allan landshlutann og fjölskyldurnar hafa aldrei ver- ið fleiri,“ segir María Ólafsdóttir, nýkjörinn formaður Mæðrastyrks- nefndar Vesturlands. Styrktarreikningur Mæðrastyrks- nefndar er 0186-05-65465. Kt. 411276-0829. grþ Verktakafyrirtækið Ístak hefur í vetur unnið að gerð fimmta áfanga vinnugarðs á Tangabakka fyr- ir Faxaflóahafnir á Grundartanga. Garðurinn er vestan við núver- andi hafnarsvæði á Grundartanga og er til undirbúnings stálþilsfram- kvæmda síðar á þessu ári. „Vinnu- garðurinn er samsettur af tengi- garði og vinnugarði, sem gerðir eru úr sprengdum kjarna og varinn með grjótvörn. Efni í garðinn hefur ver- ið sprengt í grjótnámu og efnið síð- an flutt í garðstæðið. Helstu magn- tölur eru 80.000 m3 af sprengdu efni og hafa 68.000 m3 farið í garð- inn. Einnig hefur verið unnið við mölun á efni fyrir verkkaupann samtals um 25.000 m3. Verklok Ís- taks eru áætluð í lok apríl,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. mm Stækkun varnargarðs á Grundartanga Stjórn Mæðrastyrksnefndar færði Anítu Gunnarsdóttur Skjóldal, fráfarandi formanni, gjöf fyrir vel unnin störf. F.v: Svanborg Eyþórsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Hulda Ólöf Einarsdóttir, María Ólafsdóttir, Aníta Gunnarsdóttir Skjóldal og Kolbrún Önnudóttir. Formannsskipti hjá Mæðrastyrksnefnd Breytingar gerðar á veiðihúsinu við Norðurá ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í verkið: Hitaveitugeymir II við Akranes Reisa skal rúmlega 6.200 m3 hitaveitugeymi við Akranes. Geymirinn verður reistur vestan við núverandi hita- veitudælustöð og geymi rétt austan við byggðina á Akranesi. Verkið felst í jarðvinnu við geyminn, gerð steyptra undirstaðna og tengihúss, smíði, reisingu og klæðningu stálgeymis. Pípulögn milli nýja geymisins og dælustöðvar og núverandi geymis. Pípulögn í tengihúsi undir geymi og tengingum við dælustöð, aðveituæð og núverandi geymi. Í verkinu er innifalin öll jarðvinna, steypuvinna, stálsmíði, öll pípulögn og tengingar, einangrun og klæðning. Verktaki skal skila verkinu til verkkaupa sem hér segir: Þann 15. september 2014 skal lokið allri stálvinnu við geyminn, pípulögn í tengihúsi og tengingum við stofnlagnir og skal geymirinn tilbúinn til notkunar. Þann 30. október 2014 skal verkinu að fullu lokið, nema sáningu, þ.m.t. klæðningu og frágangi geymis að utan. Þann 15. maí 2015 skal sáningu, og þar með heildarverkinu, vera að fullu lokið. Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum ORV-2014-03 Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með miðvikudeginum 9. apríl 2014 á vefsíðu Orkuveitunnar https://www.or.is/um-or/utbod Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 11:00. Verk þetta er háð því að breyting á aðal- og deiliskipulagi, þar sem geymirinn á að rísa, verði samþykkt. Tillögur um breytingu á aðal- og deiliskipulagi eru nú í auglýsingaferli og er gert ráð fyrir því að skipulagið verði afgreitt fyrir lok maí 2014. Verkkaupi áskilur sér rétt til að hætta við verkið eða breyta verktíma ef skipulagsbreytingar hafa ekki verið afgreiddar 31. maí 2014. ORV-2014-03 09.04.2014 SK E S S U H O R N 2 0 1 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.