Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014
Síðastliðinn föstudag var á Vega-
mótum á Snæfellsnesi undirritað-
ur samstarfssáttmáli um stofnun og
rekstur Svæðisgarðsins Snæfells-
ness, sem jafnframt er fyrsti svæð-
isgarður hér á landi. Að verkefninu
standa sveitarfélögin fimm á Snæ-
fellsnesi, félagasamtök í atvinnu-
lífi; búnaðarfélög, ferðamálasam-
tök, félag smábátaeigenda og eitt
stéttarfélag. Svæðisgarður snýst
um að koma á fjölþættu samstarfs-
neti aðila á svæðinu. Samstarfsaðil-
ar gera sér far um að nýta sérstöðu
Snæfellsness við uppbyggingu fjöl-
breyttara og styrkara atvinnulífs
og þjónustu. Snæfellingar hyggj-
ast nýta svæðisskipulag sem tæki í
þeirri vinnu, þar sem sameiginleg
sýn um auðlindir og þróun Snæ-
fellsness er fest í sessi. Með svæðis-
garði er horft til langs tíma og má
með sanni segja að um merkilegt
frumkvöðlaverkefni sé að ræða.
Byggðaþróunarmódel
Svæðisgarðurinn er framtak heima-
manna og voru lögð drög að hon-
um fyrir um tveimur árum. Af-
rakstur er samningur sem byggður
er á langtímasýn og vilja til varan-
legs samstarfs. Ráðgjafarfyrirtækið
Alta aðstoðaði stofnaðila við mótun
og undirbúning, Björg Ágústsdótt-
ir var verkefnisstjóri og leiddi und-
irbúning ásamt stýrihópi sem skip-
aður er fólki af svæðinu. Matthild-
ur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræð-
ingur hjá Alta stýrir gerð svæðis-
skipulags ásamt svæðisskipulags-
nefnd sveitarfélaganna, en Gretar
D. Pálsson, bæjarfulltrúi Stykkis-
hólmi, er formaður nefndarinnar.
Kristín Björg Árnadóttir bæjar-
fulltrúi í Snæfellsbæ er ein þeirra
sem sat í stýrihópnum og var síðan
kjörin í framkvæmdastjórn svæðis-
garðsins sl. föstudag. Kristín segir
að tilgangurinn sé að auka breidd
atvinnulífs og stuðla að betri lífs-
gæðum þeirra sem á Snæfellsnesi
búa og laða að fólk, sérstaklega
yngri kynslóðina. „Þetta er hrein-
ræktað frumkvöðlaverkefni Snæ-
fellinga, en í anda þróunar erlend-
is þar sem markviss svæðisbundin
samvinna er nýtt til að efla svæði
innan frá. Svæðisgarður er verkfæri
til að ýta undir jákvæða þróun og
búsetu, eins konar byggðaþróunar-
módel, með áherslum sem heima-
menn þróa út frá sínum aðstæð-
um,“ segir Kristín Björg.
Verður sóknaráætlun
svæðisins
Í vinnunni við svæðisgarð eru gæði
svæðisins skilgreind og dregnir
fram möguleikar til að búa til aukin
verðmæti úr þeim, hvort sem litið
er til matvælavinnslu, iðnaðar, list-
sköpunar eða skólastarfs og rann-
sókna. Verðmætasköpun er þann-
ig lykilorð. Svæðisskipulag er nýtt
sem aðferð og verkfæri til að móta
stefnuna. Kristín Björg segir að
svæðisskipulag sem fimm sveitarfé-
lög taka þátt í að vinna verði í raun
“sóknaráætlun” svæðisins; áætl-
un um hvernig eigi að nýta gæði
þess og auðlindir, með samvinnu.
„Komið er á víðtæku samstarfi og
leitað leiða til að auka og miðla
þekkingu um svæðið, gæði þess og
hagnýtingu gæðanna, til framfara
fyrir svæðið. Þekkingin og sam-
starfið er undirstaða nýsköpun-
ar. Með góðum og aðgengilegum
upplýsingum um sérstöðu og auð-
lindir heimabyggðarinnar og leið-
beiningum um hvernig megi nýta
þær frekar, má styðja við atvinnulíf
og stofnanir samfélagsins.“
Styrkja ímynd svæðisins
Kristín Björg segir að samstarfs-
aðilar að svæðisgarðinum komi úr
ólíkum greinum. „Samtal þeirra á
milli er mikilvægt og dýrmætt. At-
vinnugreinar geta lært hver af ann-
arri, stutt hver aðra og aukið sam-
legðina af vinnu sinni. Vinnan get-
ur nýst öllum atvinnugreinum á
svæðinu; fyrirtækjum, skólafólki og
öðrum sem vilja þróa hugmynd-
ir sínar og taka sérstaklega mið af
því sem býr í svæðinu. Gögnin sem
verða til undirbyggja markvissa
uppbyggingu vörumerkisins Snæ-
fellsness, eða ímynd þess, ef svo má
segja.“
Ellefu stofnaðilar
Við undirritun samnings um svæðis-
garð á föstudaginn voru ellefu aðilar
samstarfsins, sveitarfélög og félaga-
samtök í atvinnulífi á Snæfellsnesi.
Stofnaðilar eru: S n æ f e l l s -
bær, Grundarfjarðarbær, Stykkis-
hólmsbær, Helgafellssveit, Eyja-
og Miklaholtshreppur, Ferðamála-
samtök Snæfellsness, Snæfell - félag
smábátaeigenda á Snæfellsnesi, Bún-
aðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps,
Búnaðarfélag Staðarsveitar, Búnað-
arfélag Eyrasveitar og Starfsmanna-
félag Dala- og Snæfellsnessýslu.
Forsagan og undirbún-
ingur
Í kjölfar rýnivinnu árið 2011 ákváðu
sveitarfélög og ýmsir úr atvinnulíf-
inu á Snæfellsnesi að leggja drög að
stofnun svæðisgarðs. Markmiðið var
að stuðla að og styðja við atvinnuupp-
byggingu og frekari verðmætasköp-
un á Snæfellsnesi á grunni sérstöðu
svæðisins. Skrifað var undir samn-
ing um undirbúning verkefnisins í
Bjarnarhöfn 7. mars 2012. Stýrihóp-
ur, sem skipaður var fulltrúum þess-
ara aðila, hefur síðan leitt vinnu sem
miðað hefur að því að efna til sam-
starfs á grunni samkomulagsins sem
þá voru lögð drög að. Svæðisskipu-
lagsnefnd, kjörin af sveitarfélögun-
um fimm, hefur samhliða undirbú-
ið tillögu að svæðisskipulagi, sem
verður grunnurinn að starfi svæðis-
garðs; sóknaráætlunar Snæfellsness.
Að undirbúningi hafa auk þess kom-
ið íbúar og fulltrúar hagsmunaaðila,
atvinnugreina og stofnana.
Nánar um
svæðisgarðinn
Kristín Björg lýsir svæðisgarðin-
um nánar: „Samstarfið um svæðis-
garð byggist á sameiginlegri sýn um
hvað geri þetta svæði sérstakt. Sam-
starfsaðilarnir gera sér far um að
nýta sérstöðu Snæfellsness við upp-
byggingu fjölbreyttara og styrkara
atvinnulífs og þjónustu. Í svæðis-
skipulagi er dregin fram sameiginleg
sýn og stefna um auðlindir og þró-
un Snæfellsness og hún fest í sessi
með staðfestingu skipulagsins. Sjálf-
bærni er höfð að leiðarljósi, þ.e. að
ákvarðanir um uppbyggingu byggist
á að fólk þekki hvað gerir þetta svæði
einstakt og leggur um leið grunn að
verðmætum í samfélaginu. Þá svara
menn þeirri spurningu, hvað þurfi til
að viðhalda þeirri auðlegð til fram-
tíðar.“
Fordæmi frá Evrópu
Svæðisgarðar eru til í mörgum
löndum og eiga sér víða áratuga
sögu. Í undirbúningi að svæðis-
garði Snæfellsness var einkum
horft til Evrópu, en rætur svæðis-
garða liggja einkum í Englandi,
Frakklandi og Þýskalandi eftir-
stríðsáranna, þegar þeir fyrstu voru
stofnaðir. Hugmyndafræði svæð-
isgarða hefur síðan breiðst út og
þeir verið settir á laggirnar í fleiri
löndum, t.d. Austurríki og Sviss og
nú allra síðustu árin í Noregi, þar
sem þessi lönd hafa séð tækifæri
í að nýta sér landgæði og menn-
ingu til verðmætasköpunar. Kristín
Björg segir að erlendar fyrirmyndir
sýni að þessi leið til að stilla saman
strengi íbúa, fyrirtækja og stjórn-
valda á samstæðu svæði sé líkleg til
að skila góðum árangri.
Næstu skref
Sex manna framkvæmdastjórn
svæðisgarðsins hefur nú tekið til
starfa og mun auglýsa eftir fram-
kvæmdastjóra innan tíðar. Vinnu
við svæðisskipulag sem leggur
grunninn að samstarfinu, helstu
verkefnum og áherslum, er að ljúka
og verða drög kynnt almenningi
á næstu vikum. Í svæðisskipulag-
inu hafa gæði Snæfellsnessins ver-
ið skilgreind og dregin fram og á
þeim grunni verða skoðuð tæki-
færi til að búa til aukin verðmæti
úr þeim, hvort sem litið er til mat-
vælavinnslu, iðnaðar, listsköpunar
eða skólastarfs og rannsókna. Það
krefst samvinnu fjölmargra aðila.
„Snæfríður, félagsskapur ungs fólks
á Snæfellsnesi undirbýr nú spenn-
andi hluti og ég hvet fólk til að
fylgjast vel með því og leggja unga
fólkinu lið. Þegar upp er staðið er
verðmætasköpun lykilorðið,“ seg-
ir Kristín Björg Árnadóttir að lok-
um.
mm
Unga fólkið á Snæfellsnesi hefur komið að undirbúningi svæðisgarðs. Hér er lagt á
ráðin um skemmtilegt Snæfellsnes. Myndin er frá maí 2013.
Snæfellingar undirrituðu sáttmála um
fyrsta svæðisgarðinn á Íslandi
Samkomulag um svæðisgarð var handsalað að undirritun lokinni. Ljósm. tfk.
Undirritun í fullum gangi. Ljósm. tfk.
Skrifað var undir samkomulag um undirbúning svæðisgarðs í Bjarnarhöfn 7. mars
2012. Hér er lyft glösum í tilefni þess og aftan við er Síldin frá 1860. Ljósm. hlh.