Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Akraneskaupstaður auglýsir eftir starfsmanni til starfa í þjónustumiðstöð Staðan heyrir undir yfirmann í þjónustumiðstöð. Um er að ræða 100% starf. Starfið flest m.a. í:  Dýraeftirliti skv. nánari skilgreiningu í erindisbréfi.  Ýmis almenn verkefni er snúa að viðhaldi og rekstri gatna-, gangstétta- og stígakerfi kaupstaðarins. Menntunar- og hæfniskröfur:  Gerð er krafa um alhliða góða verkkunnáttu.  Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og einhverja reynslu af dýrahaldi.  Lögð er áhersla á jákvæðni og vilja til að takast á við krefjandi verkefni.  Frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar.  Metnaður, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is eða í þjónustuveri kaupstaðarins að Stillholti 16-18. Umsóknarfrestur er til og með 24. april 2014. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Páll Harðarson framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmasviðs í síma 433-1000 eða á netfangið sigurdur.pall.hardarson@akranes.is. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Á fundi L lista Samstöðu í Grundar- firði, sem fram fór í Sögumiðstöðinni sl. fimmtudagskvöld, kynnti uppstill- ingarnefnd niðurstöðu forvals sem ráðist var í vegna skipunar lista fyr- ir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Kosið var um röðun 18 einstaklinga sem gáfu kost á sér og var kosning- in bindandi í tvö efstu sætin. Niður- staðan liggur nú fyrir. Í fyrsta sæti er Eyþór Garðarsson bæjarfulltrúi og sjúkraflutningamaður og færist hann upp um þrjú sæti frá síðustu kosning- um. Í næstu þremur sætum eru ný- liðar í sveitarstjórnarmálum. Berg- hildur Pálmadóttir, Hinrik Konráðs- son og Elsa Björnsdóttir. Listinn í heild sinni: 1. Eyþór Garðarson, bæjarfulltrúi og sjúkraflutningamaður. 2. Berghildur Pálmadóttir, ráðgjafi hjá Félags- og skólaþjónustu Snæ- fellinga. 3. Hinrik Konráðsson, fangavörð- ur. 4. Elsa Björnsdóttir, ferðamála- fræðingur. 5. Gunnar Kristjánsson, fyrrver- andi skólastjóri. 6. Sævör Þorvarðardóttir, fanga- vörður. 7. Þorbjörg Guðmundsdóttir, kennari. 8. Ólafur Tryggvason, umsjónar- maður fasteigna hjá FSN. 9. Guðrún Jóna Jósepsdóttir, fjár- málastjóri FSN. 10. Bjarni Jónasson, vélstjóri. 11. Sólrún Guðjónsdóttir, fram- haldsskólakennari. 12. Helena María Jónsdóttir, af- greiðslumaður í Lyfju. 13. Vignir Maríasson, vinnuvéla- stjóri. 14. Una Ýr Jörundardóttir, fram- haldsskólakennari. mm Lið Akraneskaupstaðar hefur í vet- ur verið á fljúgandi siglingu í Út- svari, spurningakeppni sveitarfélag- anna í Ríkissjónvarpinu. Á föstu- daginn lögðu Skagamenn Reyk- nesinga með 78 stigum gegn 57 í skemmtilegri viðureign. Þetta er í annað skiptið í vetur sem þessi lið eigast við, en Reykjanesbær komst áfram í átta liða úrslit sem stiga- hæsta tapliðið úr sextán liða úrslit- um. Akranes er því komið í fjögurra liða úrslit og keppir við eitt þriggja liða; Reykjavík, Fljótsdalshérað eða sigurvegarann úr viðureign Mos- fellsbæjar og Grindavíkurbæjar sem fram fer nk. föstudag. Í keppnisliði Akurnesinga eru Valgarð Lyngdal Jónsson, Þorkell Logi Steinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. mm L listi Samstöðu í Grundarfirði Skagamenn komnir í fjögurra liða úrslit í Útsvari www.skessuhorn.is Síðasta blað fyrir páska Til að Skessuhorn í næstu viku komist í hendur allra áskrifenda fyrir skírdag mun útgáfudagur þess færast fram um einn dag. Lokavinnsla blaðsins verður því mánudaginn 14. apríl. Skil á efni og auglýsingum í síðasta blað fyrir páska er því í síðasta lagi fyrir hádegi nk. mánudag. Fyrsta blað eftir páska kemur síðan út samkvæmt venju miðvikudaginn 23. apríl. Skil á efni og auglýsingum er í síðasti lagi fyrir hádegi 22. apríl. Starfsfólk Skessuhorns Vantar hross og nautgripi til slátrunar. Forðist biðlista í haust. Í samræmi við stefnu félagsins um ráðstöfun tekjuafgangs, greiddi það bændum í mars sl. 2,7% viðbót ofan á afurðaverð síðasta árs fyrir allar kjöttegundir. Sláturpantanir í síma 480 4100. Sláturfélag Suðurlands Selfossi Hrossa- og nautgripabændur!!! Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigj þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðg rðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okk r sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjó arinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjó n Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Að óska eftir aðildarviðræðum við ESB og leggja kosti og galla aðildar undir dóm þjóðarinnar. Að auka aaheimildir í þorski um 30 til 40 þúsund tonn og leigja þær á frjálsum markaði. Að stöðva útutning á óunnum gámaski, en slíkt myndi skapa ölmörg störf hér á landi. Að auðlindum hafsins verði komið aftur í eigu þjóðarinnar. Að afnema verðtrygginguna við fyrsta tækifæri. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að hjálpa skuldsettum heimilum. Þessar vikurnar er þeim að blæða út. Að koma með skýra aðgerðaáætlun um hvernig á að örva og ea atvinnulíð. Að atvinnuleitendum verði heimilt að stunda nám á meðan þeir eru á atvinnuleysisbótum. Að koma okkar sjónarmiðum vegna deilna við Breta vel á framfæri við alþjóðasamfélagið. Að misbjóða ekki þjóðinni með því fá Breta til að sinna hér loftrýmisvörnum á sama tíma og þeir telja okkur vera hryðjuverkamenn. Að skipt verði út stjórnendum í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu enda virðast þeir aðilar ekki njóta trausts og trúnaðar íslensku þjóðarinnar. Að stórea upplýsingaæði til almennings. Íslenska þjóðin vill vita, hvað er verið að gera - hvað er búið að gera og hvað hyggist þið gera. Að fenginn verði óháður erlendur aðili til að rannsaka hrun bankakersins og þar verði hverjum steini velt við. Að leitað verði allra leiða til að frysta eigur þeirra útrásarvíkinga sem stóðu að útrás bankanna á meðan rannsókn fer fram á hruni bankakersins. Að allir þeir aðilar sem skuldsettu íslenska alþýðu uppí rjáfur á erlendri grundu verði látnir sæta ábyrgð og einnig þeir eftirlitsaðilar sem brugðust sínu hlutverki. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar á ríkisstjórn Íslands Stjórn Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is                Verkalýðsfélag Akraness Sunnubraut 13 | 300 Akranes | Sími 430 9900 | Fax 430 9901 | skrifstofa@vlfa.is Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl kl. 18:00 í Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 Dagskrá: Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.• Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.• Kosningar sem þurfa að fara fram á aðalfundi samkvæmt 28. grei lag féla sins.• Tillaga um breytingu á 1. grein laga félagsins.• Tillaga um breytingu á reglugerð vinnudeilusjóðs.• Önnur mál.• Á aðalfundi verða ekki afgreiddar með atkvæðagreiðslu aðrar tillögur og ályktanir en þær sem borist hafa til skrifstofu félagsins 5 dögum fyrir aðalfund eins og 28. grein laga félagsi s kveður á um. Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Komi tillögur eða ályktanir fram þá munu þær liggja frammi á skrifstofu félagsins og verða einnig kynntar á heimasíðu félagsins. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Boðið verður upp á kvöldverð eftir fundinn. www.vlfa.is Verkalýðsfélag Akraness Aðalfundur S K E S S U H O R N 2 0 1 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.