Skessuhorn


Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.04.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2014 Nokkrum sinnum í viku má sjá hóp fólks í marglitum hlaupafatnaði skokka um götur Akraneskaupstað- ar. Fólkið hleypur á mismunandi hraða og virðist vera í nokkrum hópum. Guðlaug M. Sverrisdóttir er ein þeirra sem hleypur í Skaga- skokkinu svokallaða. „Þetta byrjaði eiginlega fyrir rúmlega tuttugu árum sem hlaupa- hópurinn KKK. Þá hafði Akra- neskaupstaður sett einhvern pen- ing í þetta, minnir mig. Kristinn Reimarsson íþróttakennari stjórn- aði hópnum í nokkur ár. Þá var fjöldinn allur af fólki, yfir fimm- tíu manns sem skiptist í fjóra til fimm hópa eftir hlaupagetu,“ seg- ir Guðlaug, eða Gulla eins og hún er jafnan kölluð. Hún bætir því við að hópurinn hafi tekið töluverð- um breytingum síðan þá. „Af upp- runalega hópnum er ég ein en það eru einhverjar sem byrjuðu aðeins seinna. Að öðru leyti hefur ver- ið endurnýjun í hópnum. Þrír til fjórir aðrir þjálfarar hafa verið með hópinn síðan þetta hófst og voru þá upphitanir fyrir hlaupin og léttar æfingar og teygjur eftir þau. Núna er það aftur á móti þannig að við hlaupum bara sjálf og erum ekki með neinn þjálfara. Við erum alltaf öðru hverju með hlaupa prógrömm sem við förum eftir en okkur vantar að taka upphitun og æfingar á eft- ir,“ segir hún. Ragnheiður Ólafsdóttir myndlist- armaður á Akranesi opnaði sl. laug- ardag sína fyrstu málverkasýningu í Safnaskálanum í Görðum. Vel var mætt því yfir 160 manns mættu þessa fyrstu helgi sem sýningin var opin. Sýningin heitir „Lifað í gleði“ og er það einmitt í takt við hvernig Ragnheiður kýs nú að lifa sínu eig- in lífi. Hún tók þátt í stjórnmálum um árabil. Sat í hreppsnefnd, var í bæjarstjórn í nokkur ár ásamt því að vera varaþingmaður fyrir Frjáls- lynda flokkinn. „Fyrir mig skapast svo mikil gleði og friður frá þessu daglega áreiti þegar maður er að mála, að skapa sjálfur. Það er ekkert eins slakandi, þetta er eins og önn- ur tegund af hugleiðslu. Þetta er andhverfan við pólitíkina. Maður hafði hugsjón að gera það mesta og besta til að vinna fyrir fólkið en það var svo oft drepið niður vegna eig- in hagsmunapólitíkur. Nú er ég að skapa í minni gleði. Líf án pólitíkur er mjög skemmtilegt líf. Pólitík er „tík“ og það er gott að vera laus frá henni. Ég er algjörlega óháð í dag,“ útskýrir hún. Allir geta málað Ragnheiður málar allt á milli him- ins og jarðar þó eftirlætisefnið séu blóm og fuglar. „Það er ákveðin áskorun að ná þessu fína gegnsæi og nákvæmni fram en ég hef líka gam- an að sletta úr klaufunum. Ég er þó ekki mikið fyrir abstrakt myndir, ég hef málað svoleiðis verk en finnst það ekki gaman,“ segir hún. Hún bætir því við að mestu máli skipti að sjá fegurðina í því sem maður er að gera. „Fegurð náttúrunnar til dæm- is, því ef maður ekki sér fegurðina þá sér maður bara ljótleika í heim- inum. Það er stórkostlegt að horfa á himnagalleríið, eins og ég kalla það, þvílíkur síbreytileiki og fegurð. Ég fer oft út á vita og mynda öldurnar. Það er svo mikil fegurð og kraftur í náttúruöflunum,“ segir hún. Ragn- heiður fær flestar af hugmyndum sínum úr umhverfinu og er yfirleitt með myndavélina með í för. Ragnheiður sýnir yfir fimmtíu myndir á sýningunni og eru fjór- ar þeirra í eigu nemenda hennar. „Ég hóf að kenna þegar ég var 69 ára gömul. Ein mín mesta gleði er að miðla í kennslu til annarra af því sem ég hef lært og að sjá það sem kemur út frá sömu fyrirmynd. Það er ekkert eins, fjölbreytileikinn og að sjá gleðina þegar nemendurnir fara að bera sama svo ólíkar mynd- ir. Allir geta málað og aldur skiptir ekki máli í því efni. Aldur er afstæð- ur,“ segir Ragnheiður sem ætlar að halda áfram að mála þegar andinn kemur yfir hana og lifa í gleði. „Ég ætla að lifa lífinu, lifa í gleði, kenna og njóta,“ segir myndlistakonan lífsglaða að lokum. Ragnheiður hefur bæði teiknað og málað síðan hún var barn. Hún hefur farið á fjölmörg námskeið í myndlist og handverki. Þá gekk hún einnig í Myndlistaskóla Reykjavík- ur og útskrifaðist með alþjóðleg kennsluréttindi í Fine Art listmálun 2012 frá myndlistarskólanum „Fine Art - Farbiflora“ í Berlín. Ragn- heiður lauk svo mastersnámi í Fine Art listmálun við sama skóla 2013. Sýningin verður opin út apríl alla daga frá kl. 13 – 17. grþ Með vaxandi umferð ferðamanna um Vesturland verður sífellt meiri þörf á útskotum og stöðum þar sem ferðafólk getur stöðvað og notið út- sýnisins. Í fréttum Skessuhorns hef- ur til dæmis nokkrum sinnum verið bent á það að undanförnu að nauð- synlegt sé að gera slíkan stoppi- stað við brúna yfir Kolgrafafjörð. Nýverið hafði Borgfirðingur einn samband við ritstjórn Skessuhorns og benti á stað í uppsveitunum sem upplagt væri að koma fyrir útskoti því útsýnið þaðan yfir héraðið væri óvenjulega gott. Þetta er á vegin- um vestan og ofan við Kleppjárns- reyki í Reykholtsdal, sem löngum hefur verið nefndur Ruddinn. Það- an er útsýni gott allt frá Hafnarfjalli í suðri, yfir héraðið og að Eiríks- jökli. Viðmælandi blaðsins kvaðst verða var við það sífellt oftar að á þessari leið stöðva ökumenn bíla sína til að njóta útsýnisins, með til- heyrandi hættu þar sem vegurinn er ekki breiður. Þessu er hér með komið á framfæri við Vegagerðina og þá sem ákvarða fjárframlög til slíkra framkvæmda. mm Samsett mynd sem sýnir útsýnið frá þeim stað sem ekið er niður að Ásgarði og Stóra Kroppi af Ruddanum. Hafnarfjallið lengst til vinstri og til hægri glittir í Eiríksjökulinn. Vill að Vegagerðin útbúi útsýnisstað á Ruddanum Ragnheiður við eitt af verkum sínum. Verkið heitir Draumurinn og var eitt af út- skriftarverkefnum hennar í Berlín. Opnaði sýninguna Lifað í gleði Hvetja fleiri til að vera með í Skagaskokkinu Í dag eru um tuttugu manns skráð- ir í Skagaskokk hópinn, sem hitt- ist fjórum sinnum í viku. Á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum er mæting kl. 17 og hlaup- ið í 50 – 60 mínútur. Á sunnudög- um er mætt kl. 11 og þá er hlaup- ið lengra. „Ég er eiginlega hissa á því að það skuli ekki koma fleiri og hlaupa með okkur því við mætum oft mörgum hlaupurum. Það kost- ar ekki neitt, það eina sem þarf að gera er að mæta og vera með. Margir halda að við séum að hlaupa rosalega hratt en það er mismun- andi. Við hlaupum í raun ekki öll saman, erum á mörgum mismun- andi stigum. Sumir hlaupa hratt og aðrir hægar þannig að þetta hentar í raun öllum. Fólk fer bara á sínum hraða. Það er fínt að koma tveir til þrír saman í byrjun og hlaupa til að byrja með þeim sem eru vanari en auðvitað þarf ekkert að hlaupa jafn lengi eða jafn langa vegalengd,“ segir Gulla. Hópurinn hittist allt- af á sama stað, við íþróttamið- stöðina á Jaðarsbökkum og endar einnig þar. „Á miðvikudögum för- um við stundum inn í Akraneshöll að teygja og gerum æfingar. Eftir lengri hlaupin á sunnudögum för- um við endrum og sinnum í heita pottinn og stefnum á að fjölga þeim ferðum. Svo eru líka nokkrar hetjur sem skella sér einstaka sinnum í sjóinn í hlaupafötunum eftir hlaup- ið. Þeir vaða þá upp að mitti.“ Hlaupa í öllum veðrum Það má segja að hlaupatímarnir falli sjaldan eða nánast aldrei nið- ur, enda er hlaupið í öllum veðrum. „Við erum orðin vön að hlaupa í öllum veðrum, það venst fljótt. Svo höfum við alltaf aðgang að Akra- neshöllinni og notum hana ef veðr- ið er vont. Þar hlaupum við kannski styttra en erum með meiri hraða- æfingar. En það þarf að vera mjög vont veður til að við sleppum því að hlaupa,“ útskýrir Gulla. Hluti hópsins hefur hug á því að taka þátt í hlaupanámskeiðinu Allir hlaupa, sem haldið verður á Akranesi í sumar. „Okkur finnst vanta einhvern sem leiðir hópinn og stjórnar honum. Í dag stjórnar í raun enginn hópnum. Oft er það sá sem er fremstur sem ræður förinni. Við erum dauðfegin ef einhver tek- ur af skarið og fer nýjar leiðir,“ seg- ir hún. Guðlaug nefnir einnig að hópurinn fari í ferðir og hlaupi annarsstaðar en á Skaganum. „Við tökum þátt í ýmsum hlaupum, til dæmis Hlaupahátíð á Vestfjörð- um, Sauðafellshlaupi og Reykjavík- ur maraþoninu. Við stefnum svo að því að fara einhvern tímann erlend- is. Nú er stefnan tekin á að hlaupa í Hvalfirði á næstunni. Þar ætlum við að vera með um 16 kílómetra hlaup. Við ætlum að gista á Hótel Glym og bjóða mökum með.“ Hún bætir því við að í vetur hafi tveir meðlimir hópsins séð um að skipu- leggja uppákomur tengdar hlaup- inu. „Það var meðal annars hlaup- ið hér í bænum með þrautum og svo tókum við þátt í Flandraspretti í Borgarnesi. Þetta gerum við til að fá fjölbreytni. Svo tökum við alltaf þátt í Gamlárshlaupinu og mætum í búningum. Það er mjög skemmti- legt,“ segir Guðlaug. „Við viljum nota tækifærið og endilega hvetja fleiri til að prófa að hlaupa með okkur, því það er svo gaman.“ grþ Hlaupahópurinn Skagaskokk er opinn öllum. Hér má sjá hluta hópsins skokka fyrir utan bæinn. Ljósm. Edit Ómarsdóttir. Hluti hópsins tók þátt Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.