Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Qupperneq 11

Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Qupperneq 11
www.fjardarposturinn.is 11 Fimmtudagur 8. maí 2014 Íþróttir Handbolti: 8. maí kl. 19.45, Vestm.eyjar ÍBV - Haukar úrvalsdeild karla ­ úrslit 10. maí kl. 16, Ásvellir Haukar - ÍBV úrvalsdeild karla ­ úrslit 13. maí kl. 19.45, Vestm.eyjar ÍBV - Haukar úrvalsdeild karla ­ úrslit Knattspyrna: 8. maí kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fylkir úrvalsdeild karla 9. maí kl. 19, Ásvellir Haukar - Þróttur R. 1. deild karla 12. maí kl. 20, KR-völlur KR - FH úrvalsdeild karla 13. maí kl. 19.15, Fylkisvöllur Elliði - Haukar Bikarkeppni karla 13. maí kl. 19.15, Varmárvöllur Afturelding - FH úrvalsdeild kvenna Handbolti úrslit: Karlar: Haukar - ÍBV: 29-28 Haukar - FH: 28-27 FH - Haukar: 21-24 Knattspyrna úrslit: Karlar: Breiðablik - FH: 1-1 Frístundaheimili og félagsmiðstöðvar Ef ég mætti ráða myndi ég vilja að starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva í Hafnarfirði verði stórefld. Okkar samfélag er þannig upp byggt í dag að foreldrar þurfa báðir að vera á vinnumarkaði til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Það þýðir að börnin okkar og unglingarnir eru ekki í umsjá foreldra sinna eftir skóla. Hvar eru þau þá? Jú frístundaheimilin taka við börnum upp í fjórða bekk. Hin fara heim og hangsa eða fara í tölvuna, sum eru í einhverjum tómstundum part úr degi. Ég vil að þessu verði breytt. Við getum leitað til Danmörku að góðri fyrir mynd. Í Danmörku eru frístundaheimili (skolefritidshjem) fyrir yngstu börn in eins og hér, en þau fá að vera þar fram að 12 ára aldri. Eftir að þau eru orðin tólf ára og að tvítugu býðst þeim að koma í félagsmiðstöð (fritidsklub) sem opnar á hverjum degi kl. 11:30 og er opin til kl. 22:00. Þangað geta krakkarnir komið strax eftir skóla og verið eins og þau vilja eða til kl. 18:00. Eldri krakkar klúbbsins geta verið lengur eða farið og komið aftur til kl. 22:00. Það er ekki bara opn un ar tíminn sem er frá brugðinn því sem gerist hér heima og ég myndi vilja breyta. Ekki síður er mikilvægt að auka fjölbreytnina og starf sem ina sem fer fram innan frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Í Dan mörku fer fram mik ið fjölbreytt- ara starf. Þar hafa börnin og unglingarnir mögu- leika á að velja sér marg- víslegar vinnustofur og afþreyingu. Þau geta valið sem dæmi handa- vinnu (t.d. sauma á sauma vélar, vinna leður- vinnu, þrykkja á efni) myndlist (t.d. keramik, málun, vatns litun, papp- írs gerð, kertagerð og fl.), þar geta þau lært að spila á hljóðfæri og stofnað hljómsveitir. Þar er hægt að stunda fjölbreyttar íþróttir, stunda útivist og halda dýr (oftast kanínur og dúfur). Í raun fer úrvalið eftir því sem starfsmenn og stjórnendur á hverjum stað leggja áherslu á og kunna. Mín skoðun er sú að við þurfum að styðja miklu betur við þessar mikilvægu stofnanir. Við eigum að gera þær að aðlaðandi möguleika fyrir börn sem vilja eyða deginum með félögum og vinum í upp- byggi legu umhverfi þar sem hægt er að gera skemmti lega hluti. Stað sem allir vilja vera á og þroska félagsfærni sem og aðra færni sína og auka við þekk ingu og upplifa. Höfundur er lögmaður og myndlistarkona og skipar annað sæti Vinstri grænna í Hafnarfirði. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir Eitt af stefnumálum okkar Vinstri grænna er að stofnað verði embætti umboðsmanns Hafn- firðinga sem bæj ar búar geti leitað til um leið beiningar, ráð gjöf og álit ef þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarð anatöku bæj ar ins í málum þeirra. Hafnarfjörður er braut ryðjandi íslenskra sveitarfélaga í opinni stjórnsýslu með ákvörð- un um birtingar gagna með fundargerðum allra ráða, nefnda og bæjarstjórnar. Virkt lýðræði krefst þess að öllum í samfélaginu sé tryggt aðgengi að upplýsingum. Það er forsenda samfélagslegrar þátttöku sem er lýðræðinu nauðsynleg. Spilling, sérhagsmunagæsla og þokukennd stjórnsýsla mega ekki viðgangast. Hlutverk umboðsmanns Hafn- firðinga væri ekki síst að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og leið- beina um möguleika og heimildir til að mál séu tekin til endur- skoðunar. Hlutverk umboðs- manns væri líka að útskýra og aðstoða við túlkun á efnislegu innihaldi ákvarðanatöku Hafnar- fjarðarbæjar og jafnvel að bjóða sátta miðlun í þeim tilvikum sem líkur eru á að ágrein ing megi sætta með slíkri að komu. Umboðsmaður myndi líka rannsaka ein stök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og gæti tekið mál til athug unar að eigin frum kvæði. Jafnframt væri mikil vægt að umboðs maður Hafnfirðinga gæti tekið líka á móti, rannsakað og komið á framfæri upplýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæjar ins og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðli- leg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjón- ustu Hafnarfjarðarbæjar. Höfundur er bæjarstjóri og oddviti Vinstri grænna í Hafnarfirði. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir Stofnum embætti um ­ boðs manns Hafnfirðinga Frá og með 19. maí n.k. verður þjónusta VÍS á höfuðborgarsvæðinu alfarið í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3 í Reykjavík. Guðmundur Pedersen og Sigurður Kristjánsson sem og aðrir VÍS-arar verða þar til þjónustu reiðubúnir fyrir Hafnfirðinga líkt og þeir hafa verið mörg undanfarin ár. Við minnum einnig á símann í þjónustuveri VÍS, 560-5000 og á vefinn vis.is. VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS Tími kominn á breytingar Ársreikningar bæjarsjóðs Hafn- ar fjarðar fyrir árið 2013 liggja nú fyrir. Þar má sjá að þótt rekstur bæjar ins fari batnandi er enn langt í að fjárhagsstaðan sé viðunandi eða ákjósanleg. Skuldir bæjar- félagsins nema enn 40 þús und milljónum kr., eða 1,5 milljónum króna á hvern íbúa. Tólf ára valdatíð vinstri manna í bæjarstjórn skil ur bæinn eftir í skulda fjötrum. Framlengdur víxill Það er athyglisvert að heyra meirihlutann í bæjarstjórn hreykja sér af því að hafa náð að endurfjármagna skuldir bæjarins. Eins og það sé einhver sérstakur árangur að ná að framlengja víxil. Við þessu hljóta Hafnfirðingar að segja: „Meiri metnað takk“! Það kemur því í hlut nýs meirihluta í bæjarstjórn að taka á fjármálunum. Og við sjálfstæðisfólk erum til- búin. Málflutningur okkar í bæja- rstjórn á kjörtímabilinu hefur ein- kennst af ábyrgð og festu. Við höfum beitt hörðu aðhaldi, lagt til ýmsar hagræðingartillögur, komið fram með tillögur um betri nýtingu eigna og fjármuna sveitarfélagsins, bent á leiðir til niðurgreiðslu skulda og síðast en ekki síst lagt mikla áherslu á að fjárhagsáætlun sé virt! Yfirbyggð knattspyrnuhús og leikskólar Hafnarfjörður er í samkeppni við önnur sveitarfélög um að laða að sér íbúa. Þá er þjónusta bæjarins sífellt borin saman við það sem viðgengst hjá öðrum. Og það er vitaskuld grundvallaratriði að bæjarfélagið standist þann saman- burð til lengri tíma. Engum blöð- um er um það að fletta að skulda- klafarnir, sem að stærst- um hluta komu til vegna fram kvæmda gleði og óskyn samlegrar fjár- mála stjórn unar meiri- hluta Sam fylk ingarinnar á undan förnum kjör- tíma bilum, setja bænum þröng ar skorð ur. Greiðslu byrði lána og vaxta kostnaður er gríð- ar lega mikill eða um 3,5 milljarðar króna á síðastliðnu ári. Til að setja þessar tölur í samhengi má benda á að sú upphæð dugar til bygg ingar þriggja yfirbyggðra knattspyrnuhúsa í fullri stærð og margra leikskóla. Stefnufesta og framsýni Ábyrg fjármálastjórn er lykil- atriði fyrir bæjarbúa. Grundvallar- forsenda þess að viðsnúningur megi verða í Hafnarfirði er að tekj ur bæjarfélagsins aukist, skuld- ir lækki og að þau tækifæri sem eru til staðar séu nýtt. Það þarf að leita allra til að gera Hafnarfjörð eftirsóknarverðan; náum í fyrir- tækin, náum í íbúana. Til að sú verði raunin er mikilvægt að gildi og hugsjónir sjálfstæðismanna verði í forgrunni við rekstur bæjar- ins. Vertu með okkur í að byggja upp, breytum bænum saman. Höfundur er oddviti Sjálf­ stæðis flokksins í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.