Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Side 12
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014
Verðum í
jólaþorpinu
fram að
jólum
Átak Lionsklúbbanna í Hafnarfirði
Ókeypis
blóðsykursmæling
Lionsklúbbur Hafnarfjarðar,
Lionsklúbburinn Ásbjörn og
Lionsklúbburinn Kaldá munu
bjóða almenningi upp á ókeypis
blóðsykurmælingu í verslunar
miðstöðunni Firði á laugardaginn
milli kl. 11 og 16.
Almenningur er hvattur til að
nýta sér þessa þjónustu því
reynslan hefur sýnt að ekki er
vanþörf á.
Á morgun, föstudag kl. 1719
verður opnun á sýningu á
verkum Ragnhildar Jónsdóttur í
minnsta sýningarsal landsins í
Oddrúnarbæ í Hellisgerði.
Verkin eru unnin með bland
aðri tækni og ýmis efni notuð t.d.
vatnslitamálun, prentun á efni,
útsaumur með vel völdum þræði
oft handlituðum frá ýmsum
heimshornum, íslenska ullin,
perlur, steinar ofl. Sýningin
fjallar um hraunin og það líf sem
í þeim finnst.
Álfagarðurinn í Hellisgerði og
sýningin þar með, er opinn allar
helgar á aðventunni kl. 1218.
Álfagarðurinn á aðventu
Sýning opnuð í minnsta
sýningarsal landsins
Bæjarstjóri, Haraldur L. Har
aldsson, hefur sent boðskort á
alla bæjarbúa sem fæddir eru á
árinu 1944 og boðið þeim í kaffi
og spjall í Hásölum, safnaðar
heimili Hafnarfjarðarkirkju
föstu daginn 28. nóvember kl. 15.
Þar er hugmyndin að kynna
fyrir hópnum það helsta sem er í
boði i þjónustu og afþreyingu
fyrir þeirra aldurshóp í bæjar
félaginu og eiga um leið saman
góða stund yfir kaffibollanum.
„Við sendum út að mig minnir
179 boðskort og vonandi sjá sem
flestir sér fært að mæta. Hug
myndin er að kynna þá þjónustu
og afþreyingu sem bærinn hefur
upp á að bjóða fyrir eldra borgara
í bænum. Þetta verður alveg
öruggleg skemmtilegur eftirmið
dagur og með öllu þessu frábæra
fólki.“ Segir Steinunn Þorsteins
dóttir upplýsingafulltrúi Hafnar
fjarðarbæjar.
Í þessum aldurshópi eru 101
karl og 78 konur.
Mb. Morgunstjarnan
Til gamans má geta að árið
1944 var vélbátnum Morgun
stjörninni hleypt af stokkunum í
skipasmíðastöð Júlíusar Nýborg
í Hafnarfirði og var eigandi
skipsins nýstofnað hlutafélag,
Hafstjarnan hf. Var þetta sjötta
skipið sem Júlíus byggði af
þessari gerð. Skipin voru 43
smálestir.
Bylting í skipasmíðum
Sjómannablaðið Víkingur seg
ir í sama blaði frá amerískum
upp finningamanni, Hal. B.
Hayes sem hafði smíðað skips
líkan sem hann taldi verða fyrir
mynd um lag flutninga og far
þegaskipa. Var það í laginu eins
og vindill og átti að geta náð 75
mílna hraða.
Stofnun lýðveldis
Ljóst er að skipasmíðarnar
féllu í skugga fyrir stofnun
lýðveldisins Íslands á Þing
völlum 17. júní þetta ár.
Úr Víkingi árið 1944.
Lýðveldiskynslóðinni boðið í kaffispjall
Árið 1944 átti skip framtíðarinnar að geta náð 75 mílna hraða