Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Page 12

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Page 12
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Verðum í jólaþorpinu fram að jólum Átak Lionsklúbbanna í Hafnarfirði Ókeypis blóðsykursmæling Lionsklúbbur Hafnarfjarðar, Lionsklúbburinn Ásbjörn og Lionsklúbburinn Kaldá munu bjóða almenningi upp á ókeypis blóðsykurmælingu í verslunar­ miðstöðunni Firði á laugardaginn milli kl. 11 og 16. Almenningur er hvattur til að nýta sér þessa þjónustu því reynslan hefur sýnt að ekki er vanþörf á. Á morgun, föstudag kl. 17­19 verður opnun á sýningu á verkum Ragnhildar Jónsdóttur í minnsta sýningarsal landsins í Oddrúnarbæ í Hellisgerði. Verkin eru unnin með bland­ aðri tækni og ýmis efni notuð t.d. vatnslitamálun, prentun á efni, útsaumur með vel völdum þræði oft handlituðum frá ýmsum heimshornum, íslenska ullin, perlur, steinar ofl. Sýningin fjallar um hraunin og það líf sem í þeim finnst. Álfagarðurinn í Hellisgerði og sýningin þar með, er opinn allar helgar á aðventunni kl. 12­18. Álfagarðurinn á aðventu Sýning opnuð í minnsta sýningarsal landsins Bæjarstjóri, Haraldur L. Har­ aldsson, hefur sent boðskort á alla bæjarbúa sem fæddir eru á árinu 1944 og boðið þeim í kaffi og spjall í Hásölum, safnaðar­ heimili Hafnarfjarðarkirkju föstu daginn 28. nóvember kl. 15. Þar er hugmyndin að kynna fyrir hópnum það helsta sem er í boði i þjónustu og afþreyingu fyrir þeirra aldurshóp í bæjar­ félaginu og eiga um leið saman góða stund yfir kaffibollanum. „Við sendum út að mig minnir 179 boðskort og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Hug­ myndin er að kynna þá þjónustu og afþreyingu sem bærinn hefur upp á að bjóða fyrir eldra borgara í bænum. Þetta verður alveg öruggleg skemmtilegur eftirmið­ dagur og með öllu þessu frábæra fólki.“ Segir Steinunn Þorsteins­ dóttir upplýsingafulltrúi Hafnar­ fjarðarbæjar. Í þessum aldurshópi eru 101 karl og 78 konur. Mb. Morgunstjarnan Til gamans má geta að árið 1944 var vélbátnum Morgun­ stjörninni hleypt af stokkunum í skipasmíðastöð Júlíusar Nýborg í Hafnarfirði og var eigandi skipsins nýstofnað hlutafélag, Hafstjarnan hf. Var þetta sjötta skipið sem Júlíus byggði af þessari gerð. Skipin voru 43 smálestir. Bylting í skipasmíðum Sjómannablaðið Víkingur seg ir í sama blaði frá amerískum upp finningamanni, Hal. B. Hayes sem hafði smíðað skips­ líkan sem hann taldi verða fyrir­ mynd um lag flutninga­ og far­ þegaskipa. Var það í laginu eins og vindill og átti að geta náð 75 mílna hraða. Stofnun lýðveldis Ljóst er að skipasmíðarnar féllu í skugga fyrir stofnun lýðveldisins Íslands á Þing­ völlum 17. júní þetta ár. Úr Víkingi árið 1944. Lýðveldiskynslóðinni boðið í kaffispjall Árið 1944 átti skip framtíðarinnar að geta náð 75 mílna hraða

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.