Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Qupperneq 19

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Qupperneq 19
FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Ný verslun - Sápubúðin Það ilmar af hreinlæti í Sápu­ búðinni hans Martins Péturssonar á 2. hæðinni í Firði. Búðin er björt og í hillunum er mikið úrval af alls kyns náttúruvörum, húð­ og baðvörur. Sápubúðin var opnuð sl. laugardag og segir Martin við tökurnar hafi verið mjög góðar. Hann segir vörurnar vera á mjög góðu verði miðað við sam bæri legar vörur. Þetta eru úrvalsvörur sem allar eru unnar úr náttúru legum efnum sem henta húðinni mjög vel. Í búðinni er einnig gott úrval af gjafapökkum og þarna ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Martin Pétursson eigandi Sápubúðarinnar í Firði. Ný þjónusta – verslanir stækka Áhersla lögð á vandaðar verslanir – Opið til miðnættis í kvöld Úr & gull er ein þeirra verslana sem verið hafa í Firði öll 20 árin. Pósturinn í stærra húsnæði Nú er hægt að kaupa meira en frímerki hjá Póstinum því ýmsar gjafavörur eru nú áberandi í pósthúsinu sem nú hefur flutt yfir ganginn á 1. hæð og kominn í mun stærra húsnæði. Með flutningnum er verið að auka þjónustuna og útvíkka. Reyndar er ný þjónusta að bætast við þessa dagana því í Kaplakrika hefur verið sett upp pósthólf sem kallast Póstbox 24/7 og getur fólk nú pantað vörur og gefið upp sérstakt P­númer og fengið pakka senda í þetta póstbox. Hægt er að greiða fyrir pakka og sækja allan sólarhringinn. Pósturinn býður nú upp á miklu meira en frímerki. Dís - Íslensk hönnun er ein af nýrri verslununum í Firði. Dís úr litlu í stórt í Firði Snædís Guðmundsdóttir eigandi og hönnuður hjá Dís ­ íslensk hönnun hefur um nokkurt skeið verið með verslun í minnsta verslunarrýminu í Firði. Svo er ekki lengur því nýlega flutti hún yfir ganginn í miklu stærra húsnæði þar sem hún býður eigin vörur, hannaðar og framleiddar af henni. Mest áberandi eru kjólar og leggings auk þess sem hún býður upp á gott úrval af slám og ýmsum fylgihlutum. Verslunin snýr út að planinu við Hafnarborg og hefur Snædís fengið aukna athygli eftir að hún flutti í nýja húsnæðið í Firði Skór við stigaendann Litla Símabúðin Firði orðin stór Eftir að hafa verið svolítið úti í horni er Skóhöllin / Eurosko nú komin á áberandi stað á annarri hæðinni í Firði, strax á móti rúllustiganum. Verslunin hefur verið 12 ár í Firði og er eina skóbúðin í Hafnarfirði. Þar fá bæjarbúar skó við hæfi og ekki síst spariskóna fyrir jólin. Eftir að hafa verið í „búrinu“ á 1. hæðinni hefur Símabúðin Firði nú margfaldast að stærð og býður nú upp á úrval af heimilisvörum, gjafavörum og leikföngum auk mikils úrval af símtækjum og fylgihlutum með símum. Úrval síma og fylgihluta sem verið hefur undirstaðan hefur einnig aukist mikið og nú þurfa bæjarbúar ekki að fara út úr bænum til að finna fylgihluti í símana sína. Ekki fara langt yfir skammt! Ódýrast að kaupa inn í heimabæ

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.