Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 10

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 10
Af þessu sést að megináhrifavaldar heilsu liggja að verulegu leyti utan sviðs heilbrigðisþjónustu eins og hún er stunduð. Að mati McKeowns líta læknar einkum svo á, að hlutverk sitt sé að bregðast við slysum og sjúkdómum sem þegar hrjá sjúkling- inn. í krafti þekkingar á líkamanum og hegðun sjúkdóma í honum, auk tæknilegrar færni sem þeir hafa yfir að ráða geta læknar greint sjúkdóma og ráðist gegn þeim með aðgerð eða annarri læknismeðferð. Petta er réttara að kalla sjúkraþjón- ustu fremur en heilsugæslu, segir McKeown, og starfsemi af þessu tagi á sáralítinn þátt í því að auka lífslíkur og bæta heilsufar. Fræðileg og tæknileg þekking læknastéttarinnar hef- ur langmest áhrif að svo miklu leyti sem hún nýtist til þess að draga úr almennum orsökum sjúkdóma, t.d. með ónæmisað- gerðum, en ekki vegna afskipta af þeim eftir að þeir hafa verið greindir í einstaklingum. Sumir læknar sem brugðist hafa við þessari gagnrýni Mc- Keowns hafa talið hana öfluga, en jafnframt ósanngjarna og villandi. Þetta viðhorf kemur t.d. fram í bókinni The End of an Era of Optimism 1978, eftir fyrrum nemanda McKeowns, Colin Dollery. Dollery telur gagnrýni McKeowns öfluga vegna þess að hún sýni svo vel fram á takmarkanir læknisstarfsins í samanburði við umhverfisþætti og lifnaðarhætti. Hún beinist réttilega gegn þeirri goðsögn að læknar eigi stóran þátt í að halda við heilsu fólks. Gagnrýnin sé hins vegar ósanngjörn af mörgum ástæðum. í fyrsta lagi vegna þess að hún vanmeti þátt læknavísindanna í bættu heilsufari, sérstaklega á síðari hluta þessarar aldar. Hér mætti nefna hlut ónæmisaðgerða, fúkka- lyfja og læknismeðferðar við berklum og háþrýstingi. Talið er að á síðustu 20 árum hafi lyfjameðferð við háþrýstingi dregið úr dauðsföllum af völdum heilablóðfalls og stuðlað að lækk- andi dánartíðni meðal miðaldra fólks. Hún hefur hins vegar hverfandi áhrif á tölfræðilegar niðurstöður um almennar lífs- líkur, sérstaklega ef miðað er við s.l. 150 ár, eins og McKeown gerir. Fað er einmitt þessi viðmiðun sem gerir málflutning hans villandi, að mati gagnrýnenda. Það er líklegt að framfarir í læknavísindum, t.d. bólusetning, eigi stóran þátt í því hve dregið hefur úr ótímabærum dauðsföllum af völdum margs konar sjúkdóma. Pá hafa framfarir í læknavísindum stuðlað að auknu hreinlæti og bættu mataræði, svo dæmi sé tekið um þætti sem skila áþreifanlegum árangri. En starf lækna verður aldrei réttilega metið á kvarða tölfræðinnar. Flestir læknar eyða mestum tíma í að draga úr áhrifum sjúkdóma sem ógna ekki beinlínis lífi manna. Mikilvægasta framlag læknastarfsins felst í því að gera líf þeirra fjölmörgu einstaklinga sem þjást af ýmiss konar kvillum bærilegra og það verður ekki auðveldlega lesið af tölfræðilegum niðurstöðum um langlífi. Hvaö á að ganga fyrir í heilbrigðisþjónustu? í gagnrýni McKeowns hér að framan fólst sú ásökun að heilbrigðiskerfið takist ekki á við þau vandamál, sem brýnast sé að leysa: forgangsröðin í heilbrigðisþjónustunni sé röng. McKeown greinir milli þriggja þátta sem heilbrigðisþjónustan lætur sig skipta: 1 Fyrirbyggjandi starf, t.d. fræðsla, ráðgjöf, áróður. Þessari starfsemi má skipta í flokka eftir því hvort hún beinist einkum að þáttum þar sem ákvarðanir og lífshættir einstaklingsins skipta sköpum (persónuleg) eða að þáttum sem krefjast afskipta stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja (ópersónuleg). Þessir þættir vinna auðvitað oft saman. Svo dæmi séu nefnd um tvo alvarlega skaðvalda í nútímasamfélagi, hlýtur baráttan gegn reykingum og umferðarslysum að beinast jafnt að hegðun einstaklinganna sem að ráð- stöfunum stjórnvalda. 10 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.