Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 14

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 14
honum. Geta slík vinnubrögö dregið verulega úr óþarfa útgáfu lyfseðla, rannsóknarbeiðna eða tilvísana. Mikið af ofannefndri gagnrýni hefur beinst að síaukinni áherslu á „hátæknilæknisfræði“ í heilbrigðisþjónustunni. Gagnrýnendur eru þó alls ekki að gera lítið úr þeirri tækni sem gerir kleift að hlynna að sjúkum, og jafnvel lækna þá. Því verður ekki neitað að tækninotkun ýmiss konar er grundvallar- atriði í nútímalækningum — en það verður að vega og meta hverju sinni hvaða tækni er viðeigandi að nota frá siðferðilegu sjónarmiði og hvaða aðgerðir skili virkilegum árangri í ljósi markmiða heilbrigðisþjónustu. Það er verið að veitast að þeirri tæknihyggju sem birtist annars vegar í því að læknisstarf- ið er alfarið séð undir tæknilegu sjónarhorni, og hins vegar í því að öllu er kostað til þess að efla tæknilega læknisfræði, sem eðli sínu samkvæmt nýtist fáum einstaklingum — meðan orsak- ir sjúkdóma og slysa „blómstra“ í samfélaginu og fjöldi sjúkl- inga er vanræktur. Þetta má ekki skilja sem svo að velja verði milli þess að sinna sjúkum eða slösuðum einstaklingum og hins að vinna gegn félagslegum og umhverfisbundnum orsökum sjúkdóma. Það væru afarkostir. Hvor tveggja felur í sér sið- ferðilega skyldu, og þær fara mætavel saman. Önnur er aðkall- andi og aðstæðubundin, þar sem líf tiltekins einstaklings getur verið í veði. Hin felur í sér kröfu um stefnumótun og langtíma- sjónarmið, sem byggir meir á almennum skynsemisrökum og réttlæti en skýlausum siðaboðum. Siðferðileg umræða um markmið og tilhögun heilbrigðisþjónustu er nauðsynleg til þess að varpa ljósi á báðar hliðar vandans. Vilhjálmur Árnason kennir heimspeki við Háskóla ís- lands. Grein hans er afrakstur vinnu í starfshópi um heilbrigSismál á vegum Framkvæmdanefndar um fram- tíðarkönnun. Ýmsir meðlimir þess hóps lásu yfir fyrri drög að greininni, gagnrýndu og gáfu ábendingar. Höf- undur kann þeim öllum þakkir fyrir. Hann ber hins vegar einn ábyrgð á greininni í þeirri gerð sem hún birtist hér. 14 ÞJÓÐLÍF i

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.