Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 19

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 19
Eg Er Rétt Að Byrjai MEGAS ALLUR heitir nýútkomið hljómplötusafn sem Hitt leikhúsið hefur nýverið gefið út, en það hefur að geyma heildarútgáfu á plötum Magnúsar Þórs Jónssonar — öðru nafni Megasar — og vantar aðeins spurningamerkið aftan við heitið til þess að gefa því þá tvíræðu merkingu sem Drögað sjálfsmorði hafði á sínum tíma og varð þess valdandi að kjaftatífur landsins fóru heldur betur af stað. Meistarinn brosir sínu íbyggna brosi þegar vikið er að nafngiftinni og dregur seyminn: „Ég verð dreginn sundur og saman í háði fyrir þetta, vafalítið. Mér finnst þetta persónu- lega sniðugt - því nú er ég rétt að fara í gang sjáðu til. Það má segja að þetta sé bæði sniðugt og fyndið, já. Þetta var hugmynd Páls Baldvins- sonar hjá Hinu leikhúsinu og mínar málsbætur eru þær að ég hef ekki tíma til að pæla í svonalöguðu. En þetta er sniðugt." leikum á Hótel Borg ásamt Bubba. Hann segir að sig hefði ekki dreymt um það fyrir áramótin að hann ætti eftir að fara Hringinn með kassagítar- inn að raula á krummastöðum lands- ins. Bubbi hafi platað sig út í þetta, og nú sé hann kominn á bragðið. „Fordómar mínir eru einfaldir, en ég reyni að dragnast ekki lengur með þá en lífsnauðsynlegt er,“ segir hann. „í haust fannst mér það hallærislegasta af öllu hallærislegu að plampa um með kassagítar — fyrr hefði ég látið drepa mig en láta standa mig að því- líku. En sjáðu mig bara núna!“ kannski örlítið kulnaðar hjartarætur því lítið hafði heyrst frá ídólinu um langa hríð eða frá því hann sló í gegn með laginu Fatlafólið ásamt Bubba á plötu hins síðarnefnda 1983. Ljósmyndarinn hamast á mynda- vélinni og Megas uppfyllir hverjar hans óskir fyrir framan málverkið af Matthíasi Jochumssyni syngjandi þjóðsönginn við undirleik Sveinbjarnar Sveinbjarnarsonar fyrir Jón Sigurðsson sem hann málaði fyrir nokkru. Toppfyrirsæta er einkunnin sem hann fær. Annars var hann að rjúka út á land að skemmta lands- byggðarfólkinu þegar ÞJÓÐLÍF kró- aði hann af - þá rétt nýkominn úr hringferð um landið með Bubba og að nýafstöðnum vel heppnuðum tón- Plöturnar hans Megasar eru orðnar níu talsins með þessari útgáfu Hins leikhússins. Kassinn hefur að geyma allar hans hljómplötur til þessa að viðbættu efni frá ýmsum tímum sem fallið hefur af stórum plötum. Einnig er þarna að finna sjö Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar sem voru hljóðritaðir á hljómleikum á páskum 1985. Hljómleikar þeir þóttu stórvið- burður í tónlistarlífinu og gömlum aðdáendum Megasar hlýnaði á ný um Megas hefur alltaf verið óútreikn- anlegur, sagði einn aðdáenda hans við ÞJÓÐLÍF. En hans helsti kostur er langlífið - hann rís alltaf upp aft- ur, gamla brýnið. Ferill Megasar hef- ur spannað 14 ár. Hans fyrsta plata kom út árið 1971, síðsumars, og hét einfaldlega Megas. Síðan komu út plötur með jöfnu millibili, 1975, 1976, 1977 og 1978 og loks platan alræmda Drög að sjálfsmorði 1979. Síðan ekki söguna meir — fyrr en á árinu 1983. Talið berst að fyrstu plötunni þar sem við sitjum í nýkeyptri íbúð Meg- asar - því hann er orðinn íbúðar- eigandi rétt eins og aðrir góðborgarar þessa lands. „Hún var, skal ég þér segja, eins konar eigin útgáfa en þó um leið félagslegt átak stúdenta í Osló á þess- um tíma,“ segir skáldið og lygnir aft- ÞJÓÐLÍF 19

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.