Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 24

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 24
E.BACKMAN 'SlA stássborgari meðal hinna eldri? Megas svarar hvatvíslega. „Hvers vegna ætli ég sé vinsæll? Ég meina, fólk hefur alltaf einhverja þörf fyrir að hefja einhvern upp. Pað getur hver sem er lent í þessu fyrir ein- hverjar tilviljanir, ef aðstæður haga því þannig. Ferill minn er vissulega eilítið sérkennilegur, en staðreyndin er sú að manni er óhætt að taka lítið mark á þorra fólks. Það er náttúru- lega ágætt ef fólk vill hlusta á mann - og það getur tryggt manni sæmilegt líf í bili. En maður tekur þetta ekki alvarlega, þannig séð sko. Maður bara pælir sitt. Sko, krítikkin sem ég ávallt skammt undan R'itkiski iístofti Ríkisins, sími (9i) 25855 fékk eftir 74 hefur verið nákvæmlega jafn vitlaus og sú sem ég fékk í byrjun — bara með öðrum formerkjum. Menn hafa lítið þorað að hrófla við plötunum mínum síðan 74, þær eru bara átómatískt góðar. Þetta er ekk- ert marktækari krítikk en kom frá drengjunum tveimur þarna um árið sem fannst ekkert heillandi við plöt- una mína. Þetta er sljóleiki, sko. En er ekki alltaf einhver valinn til að lifa af? Þeir eru fáir í gangi sem voru áberandi fyrir tíu árum síðan, margir algjörlega gleymdir. Það er alltaf einhver valinn.“ Hver velur? „Sagan,“ hvíslar Megas. „Sagan sjálf. Ég passa alveg inn í það að lifa þetta af. Ég fullnægi ákveðnum skil- yrðum. Ég rúlla í gang fyrir fimmtán árum og umhverfis þessa fyrstu plötu myndaðist ákveðinn hávaðasamur kjarni. Síðan verður þetta svona menntaskólakreis, sem einhvern veg- inn heldur alltaf velli. í gegnum þessi ár er það alltaf einhvern veginn töff að hlusta á þennan náunga. Síðan lifði ídólið þannig lífi að það hékk alltaf á bláþræði — og það er alltaf svolítið heillandi. Síðan kemur algjör þögn. ídólið er bara verkari og eng- inn veit hvað það er að gera. Plöturn- ar hætt að fást en halda áfram að vera þetta menntaskólakreis. Svo lætur hann í sér heyra í nægilega töff sam- hengi. Þetta er alveg skraddara- saumað!“ Megas brosir lævíslega og skáskýtur augunum á viðstadda. „Sá sem fer svona að hlýtur að lifa af! Það er alveg sama hvaða djöfulsins dellu hann gerir!“ Hann neitar því alfarið að hann hafi hannað þennan feril. „Nei, nei, nei. Tilviljun hagaði þessu þannig. Ég hef ekki pælt út neina taktík. Ég var bara að gera allt aðra hluti þegar ekkert heyrðist frá mér.“ Fáum við brátt að heyra meira frá Megasi — eða mun titill kassans frá Hinu leikhúsinu reynast sannspár? Er Megas allur? Skáldið og söngvarinn með út- stæðu eyrun, ídól 68-kynslóðarinnar á sínum tíma og nú meðal vinsælli dægurlagasöngvara landins, glottir ómótstæðilega. „Þetta er sérlega fyndið nafn, einmitt þegar ég er rétt að byrja! En það er bara svo dýrt að gefa út plötu nú til dags að ég veit satt að segja ekki hvenær ég legg í það. Ég á efnið til, en fjárráðin leyfa tæp- ast plötugerð. Svo er ég nýorðinn íbúðareigandi og það kostar sannar- lega sitt. En koma dagar - koma ráð. Hver veit?“ 24 ÞJÓÐLÍF j

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.