Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 34

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 34
Fyrir sveitarstj órnarkosningarnar notuöu allir fjórflokkarnir einhvers konar prófkjör í talsverðum mæli. Alþýðubandalagið, sem hingað til hefur nánast undantekningarlaust bundið þátttöku í vali frambjóðenda Fjórflokka- Kerfið s I MlNNIHLUTA við flokksmenn, opnaði nú forval fyrir stuðningsmönnum í nokkrum bæjarfélögum (Garðabæ, Akranes, Húsavík, Neskaupstaður). Þar með er flokkurinn að sjálfsögðu að víkja frá þeirri kennisetningu að einungis flokksfólk skuli ákveða frambjóðend- ur flokksins. Yfirleitt beittu flokkarn- ir margs konar aðferðum til að velja á framboðslista, allt frá uppstillinga- nefndum til opinna prófkjara. Þessi þróun hlýtur að auka hæfni fjórflokkanna til að velja á hverjum stað þá aðferð í framboðsmálum sem þykir henta hverju sinni. Möguleikar flokkanna til að taka mið af nýjum og breytilegum kringumstæðum hefur þar með aukist. Sömu sögu er að segja af skipan á framboðslista fjór- flokkanna. Margir fulltrúar þeirra í bæjar- og sveitarstjórnum sitja nú þar í fyrsta sinn, einkum hefur konum fjölgað á listum þeirra. Innan fjórflokkanna allra ríkir minni agi en áður. Náin tengsl eru yfirleitt á milli stjórnunar flokka á framboðsmálum og flokksaga. Flokk- ur sem ekki ræður því hverjir eru í framboði á hans vegum getur aldrei haldið uppi sterkum aga. Slíkur Fleiri Konur ✓ A Þing? flokkur hefur heldur litla möguleika á að verðlauna eða refsa forystu- mönnum sínum. Forystumennirnir geta farið eigin leiðir ef þeir svo kjósa, t.d. í þeim tilgangi að öðlast hylli í prófkjöri. Með því að afsala sér í ríkum mæli valdi yfir framboðum hafa flokksstofnanir fjórflokkanna veikst. I sveitarstjórnarkosningunum 1974, fyrir aðeins rúmum áratug, stóð fjórflokkakerfið óhaggað. í að- eins tveimur kaupstöðum kom fram fimmta aflið. Frjálslyndi flokkurínn bauð fram í Reykjavík, fékk mjög lítið fylgi og var þar með úr sögunni. Óháðir borgarar, sem buðu fyrst fram 1966, fengu tvo fulltrúa kjörna í Hafnarfirði. Nokkur aukning var síð- an á framboðum utan fjórflokkanna 1978 og 1982. Þannig urðu Kvenna- framboð þriðja stærsta aflið bæði í Reykjavík og á Akureyri í sveitar- stj órnarkosningunum 1982. í ár varð síðan stökkbreyting og nú ríkir hreint fjórflokkakerfi í minnihluta kaupstaða landsins: í Kópavogi, Garðabæ, Grindavík, á Akranesi, ísafirði, Siglufirði og Akureyri. í mörgum kaupstöðum voru óháðir listar af margvíslegu tagi. Kvennalist- inn bauð fram í Reykjavík, Hafnar- firði og Selfossi og fékk kjörna fuil- trúa í Rvk. og á Selfossi. Var þetta í fyrsta sinn síðan núverandi flokka- kerfi varð til að samtök utan þess fá kjörna fulltrúa í tvennum borgar- stjórnarkosningum. Flokkur manns- ins lagði fram lista í eliefu kaupstöð- um og tveimur kauptúnum en hlaut lítið fylgi. í heild sýna úrslit sveitarstjórnar- kosninganna að víða virðist fremur hafa verið tekist á um stjórn sveitar- félagsins og persónur heldur en starf og stefnu stjórnmálaflokkanna í landinu. Ekki verður heldur séð, að fjórflokkana greini alltaf á í veiga- miklum atriðum í sveitarstjórnum og flokkapólitík er þar á undanhaldi. Al- mennt gætir vaxandi aðgreiningar milli sveitarstjórnarmála og lands- málanna. Innan stjórnmálaflokkanna gætir einnig minni miðstýringar. Flokksfélögin á hverjum stað hafa meira vald yfir eigin málum, hvort sem um er að ræða val á frambjóð- endum eða áhersluatriði í kosn- ingum. í sveitarstjórnum hefur hið upp- runalega fjórflokkakerfi beðið tals- verða hnekki og spyrja má hversu mikilvægar sveitarstjórnir séu fyrir landsmálapólitíkina og stöðu fjór- flokkanna þar. Áður fýrr þurftu t.d. verðandi forystumenn í flokkunum yfirleitt að klifra upp ákveðna frama- tröppu, þar sem reynsla í sveitar- stjórnum var talin nauðsynleg. Þetta hefur gjörbreyst og hin nýja stétt háskólagenginna atvinnustjórnmála- manna hefur upp til hópa ekki setið í sveitarstjórnum. Á Alþingi eru nú 28 þingmenn með háskólapróf, en að- eins þrír þeirra hafa setið í sveitar- stjórnum innan þess kjördæmis sem þeir eru fulltrúar fyrir á Alþingi (Birgir ísleifur Gunnarsson, Ólafur G. Einarsson og Kjartan Jóhanns- son). Alls hefur um helmingur núver- andi Alþingismanna átt sæti í sveitarstjórnum. Síðustu sveitarstj órnarkosningar sýna glögglega að fjórflokkarnir búa yfir töluverðri aðlögunarhæfni, eins og áður var sagt. Þannig hafa áhrif kjósenda á skipan framboðslista ver- ið aukin, mikil endurnýjun á kjörn- um fulltrúum átti sér stað og síðast en ekki síst jókst mjög hlutur kvenna í efstu sætum. I heild eru konur nú um fjórðungur fulltrúa í stað 17 prósenta 1982. Óhætt er að fullyrða, að sam- svarandi þróun í næstu þingkosning- um yrði til að styrkja fjórflokkakerfið í sessi, auka líkur á breytingum innan þess en draga úr slagkrafti þeirra afla sem því vilja breyta. Við skulum skoða möguleika fjórflokkanna hvers fyrir sig til endurnýjunar á þingliði sínu, einkum líkurnar á fjölgun kvenna. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur 23 þingmenn, þar af tvær kon- ur, þær Ragnhildi Helgadóttur og Sa- lome Þorkelsdóttur. Báðar eru þær kjörnar á S-vesturhorninu þar sem flokkurinn hefur mest fylgi og flesta þingmenn, sex í Reykjavík og fjóra á Reykjanesi. Á Suðurlandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn þrjá þingmenn en tvo í öðrum kjördæmum. Karlar skipuðu um 85 prósent allra sæta á framboðslistum flokksins við síðustu kosningar utan Reykjavíkur og Reykjaness og ein kona var þar í einhverju af fimm efstu sætum (Gunnþórunn Gunnlaugsdójtir skipaði fjórða sætið á Austurlandi). Núverandi karl-þingmenn munu nær allir sækjast eftir endurkjöri og að minni hyggju verða litlar breyting- ar á listum flokksins í næstu kosning- um, nema e.t.v. í Reykjavík. Elstu þingmenn flokksins eru Þorvaldur Garðar Kristjánsson og Matthías Bjarnason, báðir fyrir Vestfirði. Á árum áður áttu þeir lengi í baráttu um þingsæti og þykir væntanlega við hæfi að þeir hætti samtímis — en ekki í næstu kosningum. Sigurlaug Bjarna- dóttir var í þriðja sæti flokksins á Vestfjörðum 1974-83, náði raunar kjöri sem uppbótarþingmaður 1974. Sigurlaug var síðan í efsta sæti á sér- 34 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.