Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 36

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 36
en fáum á þingi og þar að auki er seta í sveitarstjórnum mönnum ekki venjulega föst í hendi. Raunar hygg ég að aðeins í Reykjavík sé töluvert framboð af fólki sem beinlínis sækist eftir setu í borgarstjórn. Víðast hvar Möguleikar og Takmarkanir Uppreisnar- Hreyfinga eru sveitarstjórnarstörf illa launuð en tímafrek og erilsöm. Þau eru þar af leiðandi ekki ýkja eftirsóknarverð. Oðru máli gegnir hins vegar um þing- sæti. í heildina séð vísa því sveitarstjórn- arkosningarnar því lítt veginn þegar meta skal lífslíkur fjórflokkanna í landsmálapólitíkinni. Aðlögunar- möguleikarnir eru þar miklu minni en á vettvangi sveitarstjórnanna. Þessi umræða segir þó ekki nema hálfa söguna. Eftir er að meta fram- tíðarhorfur þeirra afla, sem sækja að fjórflokkakerfinu. Mun styrkur þeirra vaxa eða mun þróttur þeirra fjara út? Mun fjórflokkakerfið standa eftir, — að vísu allmikið breytt en samt í meginatriðum við það sama: flokkakerfi þar sem fjórir flokkar, einn stór flokkur til hægri og þrír smáir til vinstri, skipta með sér fylgi kjósenda í landinu? Mun ekki sagan endurtaka sig og bíða pólitískra afla utan fjórflokka- kerfisins ekki sömu örlög og forvera þeirra, — að verða aðeins tímabund- un truflun á langri vegferð fjórflokk- anna? Lýðræðis- Hreyfingin Þarf Nútímastjórn- Málafólk Úr fortíðinni má hæglega lesa brostnar vonir um varanlegar breyt- ingar á fjórflokkakerfinu. Aðstæður eru hins vegar allt aðrar nú, þegar sótt er að því úr mörgum áttum í einu. Mikið mun ráðast af því hvern- ig til tekst við að stilla saman þessa strauma. Ein og sér dugir hugmyndin um stóran flokk vinstra megin við miðju heldur skammt. Fleira þarf að koma til. Spurningin er ekki fyrst og fremst um fylgi. Ekki er t.d. útilokað að kosningabandalag Alþýðubandalags og Alþýðuflokks næði svipuðu fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn en nauðsyn- leg nýsköpun myndi ekki eiga sér stað með slíku bandalagi. Fyrir fé- lagshyggjufólk hlýtur takmarkið að vera ný stjórnmálahreyfing, byggð á sterkum siðferðilegum grunni. Hefð- bundin jafnaðarstefna hefur ein og sér ekki nægilegan sprengikraft til að rústa fjórflokkakerfið. Samtök fé- lagshyggj ufólks, Lýðræðishreyfingin, verður að byggja á miklu víðtækari grunni, þannig að innan hennar rúm- ist jafnaðarstefna, kvennabarátta, friðarhreyfingar og uppreisn gegn miðstýringu, flokksræði og tilheyr- andi spillingu. Eitt af einkennum tímabilsins eftir 1971 er einmitt það að upp hafa risið stjórnmálasamtök með sterkari áherslu' á siðferðilegan boðskap en lengi hefur átt sér stað hér á landi. Þarna hafa tvö stef verið mest áber- andi: annars vegar barátta gegn flokksræði og spillingu í íslensku þjóðlífi og hins vegar kvennabarátta. Báðar þessar hreyfingar hafa verið í baráttu gegn „kerfinu", hvort sem kerfið er skilgreint sem „fjórflokkur- inn“ í anda Vilmundar Gylfasonar heitins, eða „karlveldið" í anda kvennabaráttu. Kvennalistinn og Bandalag jafnaðarmanna eru skýrt dæmi um möguleika og takmarkanir uppreisnarhreyfinga. Þau segja sögu af eldmóði og vakningu uppreisnar- innar, en þau eru einnig til vitnis um mikinn vanda: nýjar hreyfingar blása til orrustu, spenna er í lofti, til stend- ur að frelsa heiminn. Áhlaupið ber nokkurn árangur, en virkið fellur ekki. Aftur er liðinu fylkt til at- lögu . . . Þessar uppreisnarhreyfingar hafa oft sýnt skerpu og ferskleika, en út- haldið hefur skort. Svipað og kyn- slóðin sem er uppistaða þeirra og kennd við ártalið 68 blása þær á mála- miðlanir, standa sig best í andófinu en öðlast ekki þolgæði og raunsæi til að ná fram varanlegum breytingum. Engu að síður standa Kvennalistinn og BJ fyrir hugmyndum sem nauð- synlegar eru fyrir nýja lýðræðishreyf- ingu. Fyrir okkur félagshyggjufólk er brýnt að stöðva Lönguvitleysu inn- byrðis flokkabaráttu til vinstri. Mark- mið okkar hlýtur síðan að vera stofn- un nýrrar stjórnmálahreyfingar í landinu, lýðræðishreyfingar. Þá gæti ræst sú lýsing á kosningarúrslitunum 1991 sem sett var fram í upphafi þess- arar greinar. Möguleikarnir á nýsköpun í ís- lenskum stjórnmálum eru ólíkt betri nú en áður. Að fjórflokkakerfinu er nú sótt samtímis úr mörgum áttum. Hugmyndir eru uppi um sameiningu til vinstri, vaxandi andstaða er gegn flokksræði fjórflokkanna og konur krefjast þátttöku og áhrifa sér til handa. Þessa strauma þarf að leiða saman í einn breiðan farveg, ef takast á að hnekkja núverandi flokkakerfi og drottnun Sjálfstæðisflokksins í ís- lenskum stjórnmálum. Ég tel hvorki æskilegt né mögulegt að gefa nákvæma forskrift fyrir slíkri samstillingu. Víst er, að hana er ekki að finna í fortíðinni, a.m.k. ekki í fortíð íslenskrar vinstri hreyfingar. Helst væri hér á landi að leita til Sjálfstæðisflokksins um fordæmi. Ég fullyrði t.d. að hin nýja lýðræðis- hreyfing þarf ekki nema hluta af þan- þoli Sjálfstæðisflokksins, sem tengir saman „sjálfstæðis-framsóknar- menn“ á borð við Pálma Jónsson frá Akri og markaðshyggjutrúboða af tegund Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar. Verkefnið er stórt og vandasamt. Víst er að flestir í forystu flokkanna munu berjast gegn þessari hugmynd, — sumir opinberlega og opinskátt en aðrir bak við tjöldin. Frumkvæðið þarf að koma frá óbreyttum flokks- mönnum og, ekki síður, frá þúsund- um manna og kvenna um land allt sem standa utan fjórflokkakerfisins og hafa þar engra hagsmuna að gæta. Fyrst í stað er hyggilegast að þróa áfram þá samvinnu sem er til staðar nú í sveitarstjórnum. í síðustu byggðakosningum kom í ljós, að þar sem félagshyggjuöflin stóðu saman unnu þau á, t.d. í Kópavogi og á Siglufirði. Eftir kosningarnar mynd- aðist meirihluti félagshyggjuafla í fjölmennum bæjarfélögum eins og í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. í Reykjavík átti samstilling félags- hyggjuaflanna sér ekki stað fyrir kosningarnar, — og Sjálfstæðisflokk- urinn jók nokkuð fylgi sitt þar. Einn- ig þarf að auka samvinnu þessara afla í félagasamtökum (t.d. Málfundafé- lagi félagshyggjufólks), í verkalýðs- hreyfingunni og í útgáfustarfsemi. Sameiginlegar málefnaáherslur af ýmsu tagi eru þegar til staðar: hags- 36 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.