Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 40

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 40
Óli kommi vildi vita hvaða hlut- verk honum væri ætlað í bylt- ingunni. veltingi. Þeir sem uppi héngu sátu við skyndismíðuð langborð í lestinni og slöfruðu í sig skipskássur, sem voru látnar síga niður til okkar í stórum mjólkurfötum. Naktar ljósaperur sveifluðu sér í draugalegum valsi yfir sjóveikum aumingjum eins og mér. Aldrei hefur tíminn verið jafn lengi að líða. Síðan hefi ég haft nokkurn grun um það hvernig fólki leið á út- flytjendaskipunum sem sigldu til Ameríku á öldinni sem leið. Eftir tvo sólarhringa fór landið að rísa með sólbaði á þilfari, kjafthætti og söng. Jón Ásgeirsson setti saman kór og æfði hann af kappi og þjóð- dansaflokkur Þuríðar Árnadóttur samræmdi spor sín. Það þótti sjálf- sagt að íslendingar tækju þátt í þjóð- legum menningardagskrám á mótinu. Þrír Laugvetningar sátu á lestargati og lýstu frati á afturhaldið í heimin- um. ÓIi kommi vildi vita hvaða hlut- verk honum væri ætlað í byltingunni. Við Jón Thór sögðum honum, að sennilega mætti notast við hann sem skæruliða, en að sigri unnum yrði hann bara til trafala. Um sextíu Búkarestfarar voru í Æskulýðsfylkingunni og flestir hinna sama sinnis og þeir, enda þótt það væri í rauninni öllum frjálst að koma með. Til dæmis slógust tveir ungir menn í hópinn með það fyrir augum að skrifa um mótið í Morgunblaðið. Það geisaði kalt stríð eins og menn muna. Morgunblaðið hamaðist mjög gegn mótinu og varaði ungt fólk við því að láta draga sig austurí villi- mennskuna á asnaeyrunum. Blaðið lét þess getið í leiðara að „sjónhverf- ingunni og söngnum í Búkarest er ætlað að yfirgnæfa hörmungarvein og stunur þeirra þúsunda sem gista daunillar dýflissur einræðisstjórna kommúnista víðs vegar um Austur- Evrópu.“ En í Þjóðviljann skrifaði Bjarni frá Hofteigi, fréttaritari blaðs- ins í leiðangrinum: „Við erum að fara á stefnumót við mikið ævintýr úti í heimi, á fund friðar og vináttu, í heimsókn til ungrar gleði og ferskrar menningar." Eftir að heim kom stóðu Búkarestfarar Þjóðviljans og Morgunblaðsins í löngu stappi um frelsið og lífskjörin í Rúmeníu. Allt var merkilegt og skemmtilegt, allt var að gerast í fyrsta sinn: skipsferðin, landsýn til Noregs, Kaupmannahöfn af skipsfjöl og svo járntjaldið sjálft - ábúðarmiklir sov- éskir hermenn á hafnarbakkanum í Warnemunde og alvörugefnir ungir Þjóðverjar í bláum skyrtum FDJ, austurþýsku æskulýðssamtakanna, sem útdeildu matarpökkum og komu okkur upp í lestir. Fljótlega varð allt of heitt. Á einhverri brautarstöð fengum við kalt gervikaffi inn um glugga og Ólafur Jensson stud. med. fussaði við þessum bölvaða óþverra. Það er gott við þorsta, sagði annar klefafélagi minn, Óli kommi, og drakk exportseyðið af sönnum hetju- skap alþjóðahyggjunnar. Allir okkar fordómar voru jákvæðir. Á einni stöðinni barst bragðdaufur brjóstsykur inn um klefagluggann og einn ágætur Suðurnesjamaður bruddi hann með góðri lyst. Hann kvaðst viss um að það væru vítamín í þessum brjóstsykri. Við bjuggum nokkra daga í tjald- búðum FDJ í sumardvalarbæ í Sax- elfi, þar heitir Bad Schandau. Við vorum komin nálægt landamærum Tékkóslóvakíu. Þeir sem kunnu að drekka bjór sátu helst í veitingasaln- um á járnbrautarstöðinni og sumir heyrðu þar ljótar sögur af uppþotum sem urðu í Berlín og víðar í landinu fyrr á árinu og voru bældar niður með skriðdrekum og annarri hörku. Já, þetta var uppreisn, sagði einn heima- maður sem ég gekk fram á þar sem hann var að róa með konu sinni á litlu stöðuvatni. Þetta voru verka- menn að mótmæla ófrelsi og kjara- skerðingu. Hvernig getur það verið? spurði ég vinstúlkur mínar úr FDJ sem ég dansaði við á palli í tjaldbúð- unum á kvöldin. Það voru gerð mis- tök, sögðu þær, svo komu líka út- sendarar að vestan að æsa til ófriðar og mundu að hér var nasismi fyrir átta árum aðeins, sögðu íslenskir fé- lagar mínir. Við áttum góða daga í Bad Schand- au, bæði á suðurleið meðan beðið var eftir því að safna í fulla lest til Búka- rest og svo á heimleið. Irmgard skáta- foringi í FDJ gaf mér bók um ævi Karls Marx með áritun þess efnis, að sá einn á líf og frelsi skilið, sem verð- ur að berjast fyrir því á hverjum degi. Hún sagðist hafa séð kvikmynd um kommúnistaforingjann Ernst Thal- mann og var sérstaklega hrifin af því, hvernig lýst var sambandi tveggja ungra kommúnista, pilts og stúlku, sem með honum börðust. Þessi ást, sagði Irmgard, er svo sterk og hrein og sýnir svo vel hið beina persónulega samband milli persónulegrar og félagslegrar ham- ingju. Rómantík og stórpólitík kræktu 40 ÞJÓÐLlF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.