Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 41

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 41
saman fingrum feimnislaust þar í Bad Schandau. Eitt kvöld var ég á leið til tjalds að sofa og sé þá hvar ágætur vinur minn gengur við hlið Edeltraut hinnar fögru í tunglsljósinu, hefur lagt sinn sterka arm utan um hana og er að útskýra eitthvað mikilvægt. Og þegar ég fór fram hjá þeim heyri ég hann segja: Já en kapítalistarnir, þeir segja . . . Svo var brunað áfram yfir Tékkó- slóvakíu og Ungverjaland. Það var víða tekið á móti okkur með lúðra- blæstri og söng, sumsstaðar var farið í hringdansa, allir vildu skiptast á merkjum og slæðum. Þjóðviljanum voru send einkaskeyti um að við hefðum séð hamingjusamt fólk. Með okkur í lest voru margir Hollendingar og sumir þeirra höfðu verið reknir úr vinnu fyrir að ætla á heimsmótið. Eina nóttina, þegar ég gat hvorki lifað né dáið fyrir þreytu, komst ég inn í farangursvagninn og svaf þar ofan á danskri listsýningu. Mótið sjálft var mikil hátíð og sett með stórfenglegri inngöngu móts- gesta, voldugum hljómsveitum, kór- um og ótrúlegum skrautsýningum. Við íslendingar sungum Öxar við ána þegar við gengum inn á stærsta leikvang Búkarestborgar. Fremstir fóru kappar í fornmannabúningum frá 1930 og báru fána, á eftir þeim gengu stúlkurnar, flestar í peysuföt- um í fjörutíu stiga hita, og óbreyttur karlpeningur rak svo lestina í dökkum buxum og hvítum skyrtum. í frásögn sem ég setti saman fyrir kvöldvöku á Laugarvatni segir á þessa leið: Hér gerist svo margt í einni svipan. Ég sé hundrað þjóðir ganga hjá, sé svipmót allra kynþátta, heyri berg- mál af öllum tungum heimsins, þarna koma saman öll klæðagerð, allt lát- bragð, allar venjur, allar jákvæðar hugsjónir, gervöll ósk mannkynsins um betri og friðsælli heim . . . Erlendir þátttakendur voru um fjörutíu þúsund. Best var Kóreu- mönnum fagnað — einmitt þessa daga var samið um vopnahlé í Kóreu- stríðinu og þótti góðs viti: þetta sýnir að það er í raun og veru hægt að semja um frið, sögðu menn á mál- þingum. Út um alla borg voru haldnir kynn- ingarfundir þar sem menn reyndu að tala saman eftir því sem málakunn- átta leyfði eða þá að þeir dönsuðu og sungu hver við annan. Flestir þeirra sem ég komst í tæri við voru komm- únistar eða vinstrikratar, en úr ýms- um löndum kom talsvert af fólki úr kristilegum samtökum. Og mótið sjálft tók ekki síst svip af því, að enn stjórnuðu nýlenduveldin mestallri Afríku og reyndar fleiri pörtum heimsins - næst því að banna atóm- sprengjuna var sjálfstæðisbarátta ófrjálsra þjóða mál mála. Nígeríu- menn urðu miklir vinir íslendinga og sögðu að landið væri ríkt en þjóðin fátæk - allt mun það fara á annan og betri veg þegar við losnum við Breta áður en langt um líður, sögðu þeir. Margir voru til Búkarest komnir í trássi við bann yfirvalda og báðu okk- ur að taka ekki af sér myndir - meðal þeirra voru íranir og Spánverj- Sólbað á þilfari Arnarfells á leiðinni út. ar, sem höfðu stolist að heiman undir því yfirskini að þeir ætluðu að fá sér vinnu í Frakklandi. Við Jón Thór tókum að okkur japanskan járn- brautarstarfsmann á einum vináttu- fundi og héldum uppi sambandi við hann með látbragði og teikningum. Hann nefndi Hiroshima og Nagasaki og skrifaði töluna 200000 á blað, lagðist fram á borðið með lokuð augu og sagði: Peace. Þetta fannst mér langáhrifamesti friðaráróðurinn sem ég varð fyrir. Satt best að segja hlustaði ég ekki á margar ræður. Ég man til dæmis alls ekki hvað foringi ítalskra ungkomm- únista, Enrico Berlinguer, sagði á geysifjölmennum hátíðafundi með blandaðri dagskrá. Ég hlustaði betur á hann á blaðamannafundi aldar- fjórðungi síðar, þegar Magnús Kjart- ansson sendi mig til Rómar að fylgj- ast með spennandi kosningum á Ítalíu. Annars var mótið mikil menning- arhátíð. Það var efnt til samkeppni í flestum greinum lista og William Heinesen var formaður dómnefndar Hann nefndi Hiroshima og Nagasaki, skrifaði töluna 200000 á blað, lagðist fram á borðið med lokuð augu og sagði: Peace. Þetta fannst mér langáhrifamesti fridaráródur- inn sem ég varð fyrir. ÞJÓÐLÍF 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.