Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 46

Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 46
vinnu og hugsanlega sameiningu vinstri aflanna í landinu. Ágreiningur skerpist Þegar líða tók að þingkosningum 1971 fór ágreiningur milli vinstri og hægri manna í Framsóknarflokknum að skerpast. Tími prófkjaranna var einnig runninn upp og með þeim hóf- ust opinberar deilur um menn. Ungir menn í Framsóknarflokknum hugð- ust nýta sér þetta tækifæri til að koma að ungu fólki. Ákveðið var að Baldur Óskarsson gæfi kost á sér í skoðana- könnun í Reykjavík. Sóttist hann eft- ir þriðja sætinu, en flokksforystan studdi Tómas Karlsson, sem þá var ritstjóri Tímans. Tómas hlaut nauma kosningu og má segja að sigur hinna yngri og uppreisnargjarnari hafi verið allnokkur því Baldur Óskarsson hlaut fjórða sætið. Atli Freyr Guð- mundsson var í framboði fyrir unga menn í Vesturlandskjördæmi, vann glæsilega í skoðanakönnun á Akra- nesi en hlaut ekki pólitíska náð á kjördæmaþingi. Einingin sem hafði náðst varðandi borgarstjómarkosn- ingarnar 1970 var ekki lengur til staðar. Upp úr þessu varð ágreiningur innan Framsóknarflokksins áber- andi. í Reykjavík var kominn harður kjarni hægri manna sem stóð stíft gegn hinum ungu mönnum. Ólafur Jóhannesson hafði tekið við for- mennskunni í flokknum af Eysteini Jónssyni 1968. Hann leitaði liðs hjá mönnum í Reykjavík, sem lítil kynni höfðu af Framsóknarflokknum úti á landi, mönnum sem uppaldir voru í heimi Reykjavíkurvaldsins og auðs- ins. Kristinn Finnbogason var einn þeirra og um leið sá sterkasti. Hann gerir tvö kraftaverk á dag, er haft eftir Ólafi um Kristin. Kristinn færð- ist til aukinna áhrifa innan flokksins og var sá sem helst náði eyrum for- mannsins. Aðrir á hægri arminum voru t.d. Steingrímur Hermannsson, Alfreð Þorsteinsson og Heimir Hann- esson. Þeir voru nefndir Varðbergs- liðið af hinum ungu og róttæku mönnum. Flokksþingið 1971 Vinstri armurinn í flokknum var sterkur á flokksþinginu sem haldið var í apríl 1971. Þá var stutt í kosning- ar og glímuskjálfti hlaupinn í menn. Vinstra arminum tókst að fá í gegn yfirlýsingu um það hvernig flokkur- inn skyldi vinna, yfirlýsingu sem var í algjörri andstöðu við hugmyndir þeirra, sem þá fóru fyrir flokknum. Þarna var m.a. samþykkt yfirlýsing um að herinn skyldi hverfa úr landi og að Framsóknarflokkurinn skyldi vinna til vinstrí. Yfirlýsing flokksþingsins var í fyllsta samræmi við skoðanir vinstri manna innan flokksins, en segja má að á árunum 1971 og ’72 hafi þeir fullmótað hugmyndir sínar í stjórn- málum. Félagshyggjan varð áberandi í málflutningi þeirra - félagshyggja í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Einnig voru hugmyndir skýrar um lýðræðislegri samvinnuhreyfingu og verkalýðshreyfingu, flokksræðið var gagnrýnt harðlega og manngildishugsjónin var áberandi. Steinsteypukynslóðin var gagnrýnd í anda ungs fólks þessa tíma. í samræmi við hugmyndirnar um samvinnu og jafnvel sameiningu vinstri manna gekk Samband ungra framsóknarmanna til viðræðna við Samtök frjálslyndra og vinstri manna í upphafi árs 1971 um víðtæka sam- vinnu vinstri manna. Framsóknar- flokkurinn, Samtökin og Alþýðu- flokkurinn höfðu þá haft uppi ýmsar þreifingar í nokkra mánuði, en hvorki gekk né rak í sameiningarefn- um. Hinn 16. mars birtist í blaði Sam- takanna Nýtt land-Frjáls þjóð yfirlýs- ing frá SUF og Samtökunum um póli- tískt samstarf þessara afla. Yfirlýsing- in bar heitið: „Markmið og leiðir ís- lenskrar vinstri hreyfingar”. í yfirlýs- ingunni segir m.a.: Framkvæmdastjórnir SUF og SFV álíta, að nú þegar verði að befjast handa um að stofna öflugan stjórn- málaflokk með sameiginlegu átaki Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Samtaka frjálslyndra og vinsti manna og annarra þeirra, sem aðhyllast lýð- ræðissinnaða jafnaðarstefnu og sam- vinnustefnu . . . Nauðsynlegt er að tryggja þann árangur, sem náðst hef- ur í viðræðum SUF og SVF, með því að samráð verði haft að loknum kosningum um afstöðu til ríkisstjórn- ar ogþrautreynt verði að mynda sam- henta, einbeitta og sterka ríkisstjórn vinstri aflanna, þannig að tryggð yrði samstaða þeirra flokka og samtaka, er eiga að vera uppistaðan í hinum öfluga stjórnmálaflokki sem mynda verður. Þessi starfsemi SUF, sem nú var orðið sterkt stjórnmálaafl bæði innan flokksins og utan, fór mjög fyrir brjóstið á forystumönnum flokksins. Þegar síðan við bættist sigur vinstri manna á flokksþinginu í apríl fór ýmsum að þykja nóg komið. Tæki- færi til hreinsana gafst um haustið 1971. Laugardags- byltingin Stjórnarkjör fór fram í Félagi ung- ra framsóknarmanna í Reykjavík 16. október 1971. Fráfarandi stjóm bauð fram lista með Gunnlaug Sigmunds- son sem formannsefni. Meðal með- stjórnenda á þeim lista voru Gunnar Gunnarsson, nú framkvæmdastjóra 46 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.