Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 56

Þjóðlíf - 01.07.1986, Side 56
að minni hyggju góð heimildar- kvikmynd um mann og þjóð- hætti í senn, og þarafleiðandi hefur hún allt sem þarf til að vera gjaldgeng og áhugaverð hvar í heimi sem væri. Tökur á nýjustu kvikmynd Friðrik Þórs, Skyttunum eiga að hefjast í ágúst. Áhugaleikar- ar verða í mörgum hlutverkum að sögn Friðriks, en ekki var búið að ganga frá skipan í hlut- verk þegar þetta samtal fór fram. Myndin gerist að mestu í Reykjavík, Hvaifirði og á mið- um úti, en efnisþráður er í ör- stuttu máli á þá leið að tveir hvalveiðimenn, háseti og hjálp- arkokkur, koma í land í vertíð- arlok. „Þetta eru gamalreyndir sjóarar og eins og títt er um slíka menn hætta þeir að eiga heima annars staðar en í lúk- örum,“ segir Einar Kárason um handritið. „Þeir reyna að komast í samband við lífið í landi — og myndin rekur þess- ar tilraunir þeirra. Þetta endar allt saman í miklum hasar.“ Hér klemmast varir þeirra Einars og Friðriks Þórs saman — ekki viðlit að toga meira upp úr þeim um efni myndarinnar. Friðrik Þór segir þó með hægð, að finna megi samsömun með þessari mynd og ýmsum þeim myndum sem kallaðar hafa verið road movies. „Hún er tragí-kómísk,“ segir hann, en svo ekki meir. Einar Kárason hefur skipað sér sess meðal þekktustu yngri rithöfunda landsins. Löngu er hætt að tala um hann sem efni- legan enda hefur hann sent frá sér fjórar bækur. Sú hin fyrsta var ljóðabókin Loftræsting er út kom árið 1979. Næsta bók hans, skáldsagan Petta eru asn- ar, Guðjón kom út 1981 og „Hér er aðeins hœgt að gera ákveðna tegund kvikmynda: Odýrar!“ vakti þegar í stað athygli. Síðan hafa komið út tvær bækur í sama flokki, bækurnar um hug- arheim, ástríður og vonir fólks- ins í þeim merku húsakynnum sem breski herinn eftirlét landsmönnum góðfúslega, bröggunum. Það eru bækurnar Þar sem Djöflaeyjan rís 1983 og Gulleyjan 1985. Þeir félagar segja að með öllu sé óráðið hvort þeir haldi áfram þessu samstarfi. Þeir segjast þó hafa ótal hugmynd- ir, en annars er framtíðin óljós í þessum efnum. Einar Kára- son segir að þeim hafi gengið furðu vel að vinna saman. Greinilegt er þó, að hann hall- ast fremur að bókinni en kvik- myndinni. Þeir eru spurðir hvort það sé ekki mikil bjartsýni að ráðast í gerð dýrrar kvikmyndar, nú á þessum síðustu og verstu tím- um þegar Kvikmyndasjóður er í svelti þrátt fyrir margítrekuð loforð stjórnvalda. „Það er kraftaverk að hér skuli yfirhöfuð vera gerðar kvikmyndir," segir Friðrik Þór. „Lögin um kvikmyndasjóð voru þverbrotin strax, en það er þó kannski ekki mesti vand- inn sem steðjar að íslenskri kvikmyndagerð í dag heldur vídeó-sjóræningjastarfsemi, og að í hönd fara tímar gervi- hnattasjónvarps sem getur lam- að kvikmyndagerðina, a.m.k. um stundarsakir, eins og dæm- in sanna frá Ítalíu.“ „Fólk er ekki hætt að fara í bíó,“ segir Einar Kárason. „Það er hins vegar hætt að gera stóran greinarmun á íslenskum kvikmyndum og erlendum. Það er ekki hægt lengur að gera íslenska mynd og treysta því að áhorfendur muni koma — eingöngu vegna þess að þetta er íslensk mynd. Myndin þarf auðvitað líka að vera góð. Annars hefur saga Kvikmynda- sjóðsins verið dálítið grátbros- leg. Hér er á ferðinni barna- skapur sem byggist á skorti á hefð. Þeir sem úthluta úr sjóðnum hafa ekki þekkingu á innlendri kvikmyndagerð — enda engin hefð verið til í landinu til að byggja upp þá þekkingu. Þeir sem úthluta halda hinsvegar að því valdi sem þeir fá til að ráðstafa þessu fé hljóti að fylgja ótakmarkað vit á allri í frumstæðum samfé- lögum er það þannig að þar fær einn maður öll völd í hendur, og þá hefur hann auðvitað vit á öllu! Eins var með Stalín, sem var meira að segja Stóridómur um rússnesk málvísindi, ásamt öllu öðru. ,. „Innan þess fjárhagsramma sem íslensk kvikmyndagerð vinnur í er aðeins hægt að gera ákveðna tegund kvikmynda," skýtur Friðrik Þór inn í. „Sem sagt, ódýrar og einfaldar. Við erum því ekki að keppa á sama velli og erlendar stórmyndir. Við eigum heldur ekki að reyna að keppa á þeim velli. íslenskar kvikmyndir mega ekki falla í þá gryfju að verða billegar eftirlíkingar af dýrum stórmyndum. Enda er einfalt að bæta upp skort á fé með krafti og góðum hugmyndum. Rándýr glamúr er líka oft not- aður til að breiða yfir andleysi höfundanna." Þeir segja í sameiningu að peningaleysið afsaki margt í ís- lenskri kvikmyndagerð, en þó ekki allt. Til dæmis ekki lélega handritagerð. „Það er ekki af- sakanlegt að leggja ekki mikið í handritin," segir Friðrik. „En leikstjórinn gæti t.d. ráðið bestu rithöfunda þjóðar- innar mánuðum saman fyrir brot af því sem myndin kostar í heild sinni,“ segir Einar. „Og væri miðað við taxta rithöf- unda gæti leikstjóri ráðið slíka menn í vinnu árum saman!“ Af þeim Einari Kárasyni og Friðriki Þór er það annað að frétta, að Einar Kárason hyggst ekki gefa út bók á þessu ári og Friðrik Þór er jafnframt að vinna að mynd um goðið Bubba Morthens. Hann segist hafa fylgst með Bubba í mörg ár og fyrstu skotin af honum sem tónlistarmanni nái allt aft- ur til þess að hann var að byrja með Utangarðsmönnum. Ný plata með Bubba kemur út í haust sem sænskir aðilar gefa út og hugsanlega verður mynd Friðriks Þórs frumsýnd um svipað leyti. 56 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.