Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 61

Þjóðlíf - 01.07.1986, Síða 61
Meðal Pæld'íðí-hópur Alþýðuleikhússins var og hét var allt vaðandi í barna- og unglingaleiksýningum. eins og það hafði a.m.k. í upphafi starfsferils hans. Hann sagði að það hefði verið eitt að markmiðum þeirra Þorsteins Gunnarssonar, sem í fyrstu gegndi leikshús- stjórastarfinu með honum, að efla barna- og unglinga- Ef fólk ætlar að halda áfram að leika á íslensku, þá er eins gott að halda áfram að leika fyrir yngstu kyn- slóðina. leikhús. En salurinn í Iðnó var vart boðlegur fyrir börn áður en sætaraðirnar voru hækkaðir í honum. Samt voru settar upp tvær sýningar sem flökkuðu á milli skólanna. En svo varð stopp vegna þess að leikhúsið mætti erfið- leikum í samskiptum sínum við skólana. Þegar um þess- ar flökkusýningar var að ræða fékk leikhúsið meðmæli frá Fræðsluráði, en síðan var skólastjórum í sjálfsvald sett hvort þeir keyptu sýninguna eða ekki. Þeir vildu næstum alfarið að sýningarnar færu fram utan skóla- tímans. Hér áður fyrr fengu börnin frí í einum tíma og fóru á leiksýningu. En þegar sýningarnar áttu að vera utan skólatíma stangaðist það á við vinnuskyldur leikar- anna. Sýningarnar lentu þá gjarnan á tíma sem þeir urðu að eiga lausa, því þeir áttu kannski að leika seinna um kvöldið. Skipulagslega var þetta mjög þungt í vöfum og LR fannst það ekki lengur velkomið í skólana og gafst því upp! „Þetta er sorglegt, því börnin sitja uppi með engar leiksýningar," sagði Stefán Baldursson. Samstarfsöruðgleikar skóla og leikhúsa eiga sér sam- kvæmt þessu lengri sögu og því ekki að furða að leik- húsfólk sé uggandi um framtíð íslensks barnaleikhúss. Árið 1988 er gert ráð fyrir að Borgarleikhús taki til starfa. Þá verður starfsliði hússins fjölgað og hægt verð- ur að leika á a.m.k. þremur stöðum í húsinu. Er ekki hugsanlegt að hægt verði að starfrækja sérstakt barna- Örúðubíllinn: Einu leiksýningarnar núorðið utan leikhúsanna fyrir börn. og unglingaleikhús þar? Þessari spurningu svarar Stefán á þá leið, að sérstök deild eða hópur innan Borgarleik- hússins gæti eflaust sinnt því verkefni. Ein af ástæðunum fyrir því að barnaleikhús þróaðist aldrei almennilega hjá LR var ofureflið sem það átti við að etja vegna sam- keppninnar frá Þjóðleikhúsinu, þar sem stóru, litríku og skrautlegu barnaleikritin voru sett upp ár eftir ár og allir krakkar áttu að sjá. „Mér finnst synd ef börn eiga eingöngu að alast upp við slíkar sýningar, því það er ekki góður samnefnari af leikhúsi,“ sagði Stefán Bald- ursson. „Þess vegna fannst okkur spennandi að vera með fámennar, litlar sýningar, sem hægt væri að fara með út í skólana. Það má heldur ekki festast í því fari, að leikhúsið komi til krakkanna, vegna þess að sýningar úti í skólunum verða að stfla upp á ákveðinn einfaldleika í umbúnaði, lýsingu og fleiru og það getur til lengdar verið dálítið hættulegt fyrir krakka að fá eingöngu svo- leiðis leikhús. Þá er hætta á að galdurinn sjálfur týnist." Af framansögðu má ljóst vera, að stórbæta þarf sam- starf skóla og leikhúsa varðandi leiksýningar fyrir börn og unglinga. Það þýðir hvorki að gefast upp né bíða eftir því að eitthvað gerist af sjálfu sér. Börn og unglingar eiga rétt á góðu efni, jafnt íslensku sem erlendu, bæði í leikhúsunum sjálfum og innan vébanda skólans. Skóla- yfirvöld ættu að taka höndum saman við leiklistarfólk og koma á samvinnu við það t.d. eins og gert hefur verið í Englandi, þar sem atvinnulausir leikarar og kennarar tóku höndum saman fyrir nokkrum árum og stofnuðu Theatre in Education. Það er löngu sannað mál að leikhús er líka tæki til kennslu, jafnframt því sem það hefur listrænt gildi. Þessi dæmi sem hér hafa verið rakin segja okkur ýmislegt um afstöðu fræðslu- og skólayfir- valda til leiklistar, enda er það ekki heiglum hent hversu lágt virðingarstig leiklist og yfirleitt allar listgreinar hafa í skólastarfi okkar. En það er efni í aðra grein og heila doktorsritgerð. Ef fólk ætlar að halda áfram að leika á íslensku, þá er eins gott að halda áfram að leika fyrir yngstu kynslóðina. Hlín Agnarsdóttir er leikhúsfræðingur og leikstjóri í Reykjavík. á ÞJÓÐLÍF 61

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.