Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 63

Þjóðlíf - 01.07.1986, Page 63
„Ég hef áhuga á þessu fyrst og fremst vegna þess að ég er alinn upp á bókmenntaheimili,“ segir Jón Óttar en hann er sonur Ragnars heitins í Smára sem studdi ófáa listamenn á ótryggum vegi listagyðjunnar. Að- spurður hvort hann líti svo á að hann sé að halda áfram menningarstuðn- ingi föður síns svarar hann því til, að sér finnist afrakstur af afþreyingu eiga að renna til menningarstarfsemi og fyrir því vilji hann beita sér. „Þetta á að gerast á svipaðan hátt og revíurnar greiða niður tilraunastarf- semina í leikhúsunum,“ segir hann. Hann segir að áhugamál sitt sé ske'mmtileg menning. „Ef fólk vill fá Dallas á það að fá Dallas,“ segir hann. „Annað samrýmist einfaldlega ekki lýðræðis- og markaðssjónarmið- um. Dallas er jú ekkert annað en sá raunveruleiki sem blasir við í við- skiptalífinu víða um heim, þar sem samkeppnin er hörðust. En jafnframt held ég, að áhugi almennings á menn- ingarefni sé vanmetinn. Hingað hefur verið flutt afar mikið af svokölluðu menningarefni, aðallega frá Skandi- navíu. Efni sem kemur frá frænd- þjóðum okkar er í flestum tilvikum hreinlega leiðinlegt og myndi aldrei njóta sín sem söluvara utan þessa heimshluta. Þetta stafar af því að Skandinavar hafa almennt ekki lært á þennan miðil. Þeir eru smáir og fá- tækir og hafa ekki enn þróað með sér sjónvarpshefð. Auðvitað eru perlur inn á milli, en þær eru sorglega fáar. Þetta gildir einnig, því miður, um okkar eigin kvikmyndagerð.“ Jón Óttar segir, að íslenska sjón- varpsfélagið h.f. muni senda út á kvöldin, og einnig barnaefni, þ.á.m. á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. Að hluta til verður sendingin trufluð þannig að notendur þurfa sér- stök tæki til að „rétta við“ truflunina, en að hluta til verður efninu hleypt til allra. Þar sem félagið hefur fengið svokallaða VHF-rás nær það þegar í upphafi til yfir 95 prósenta allra not- enda á Faxaflóasvæðinu. Jón Óttar segir að dagskráin muni aðallega byggja á tvennu: í fyrsta lagi spennandi skemmtiefni, sem hefur notið vinsælda annars staðar, og í öðru lagi skemmtilegu menningar- efni. „Það er mjög misjafnt hvernig listir skila sér í sjónvarpi,“ segir Jón Óttar. „Ég hef til dæmis aldrei skilið hvers vegna sjónvarp er notað fyrir sinfóníutónleika. Sjónvarpið er ein- faldlega ekki miðill fyrir slíkt efni. Hið sama má segja um margt annað, t.d. langa upplestra. Efni verður að vinna sérstaklega fyrir sjónvarp, þannig að það njóti sín í þessum rniðli." íslenska sjónvarpsfélagið h.f. mun leggja sérstaka áherslu á íslenskt efni „Ef fólk vill Dallas á það að fá Dallas.“ og þá bæði aðkeypt og unnið af fé- laginu. Draumurinn verður að vera með sem mest af íslensku efni, segir Jón Óttar. Fréttum mun verða sjón- Dr. Jón Óttar Ragnarsson: Kröfurnar um gott sjónvarpsefni eru alltaf að aukast. ÞJÓÐLÍF 63

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.