Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 64

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 64
varpað, en þær verða minni í sniðum en hjá ríkissjónvarpinu. Jafnframt verður lögð áhersla á að stöðin verði lýðræðisleg, þ.e. að hún verði miðill þar sem almenningur getur komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Það „Áhugamál mitt er skemmtileg menning.“ er grundvallaratriði að slíkt takist, segir Jón Óttar. „Sjónvarp á að vera frjáls miðill, öllum opinn sem bjóða upp á gott efni.“ En hvers vegna tvær sjónvarps- stöðvar? Jón Óttar segir að það sé vegna þess hve þörfin fyrir sjónvarps- efni er mikil hér. „Hún brýst m.a. fram í þessu svokallaða myndbanda- æði,“ segir hann. „En myndbönd verða þreytandi til lengdar. Maður þarf alltaf að fara út í búð. Svo er kannski myndin sem mann langaði að sjá ekki til. Svo þarf að skila spólunni daginn eftir, hvort sem manni tókst að sjá hana eða ekki. Annars koma til háar sektir. Annað merki um sjónvarpshungrið er diskamanían, þ.e. æ fleiri vilja koma sér upp diski (jarðstöð) til að ná sendingum frá gervihnöttum. Ég held þó að úr því að nýjar stöðvar eru að koma muni diskarnir ekki njóta mikilla vinsælda. Þeir eru dýrir og efnið sem frá þeim næst frá íslandi er það minnst spennandi sem í boði er, t.d. frá amerísku upplýsingaþjónust- unni, Eurovision og trúfélögum. Mest af efni þessara diska er á fram- andi tungum, oft amerískar bíómynd- ir sem eru sendar út með frönsku eða ítölsku tali (döbbaðar). Auk þess eru bestu stöðvarnar farnar að trufla út- „Skandinavar hafa almennt ekki lært á þennan miðil.“ sendingar. Þá þarf að kaupa rándýra af-truflara. Bestu stöðvarnar eru ým- ist tregar til að afhenda einstakling- um aftruflara eða gera það alls ekki. í efnisvali höfum við getað fleytt rjómann af því besta sem gervi- hnattastöðvar hafa upp á að bjóða. En besta efnið sem við tökum frá þessum stöðvum verður alls ekki á þessum diskum eftir að við byrjum útsendingar. Til viðbótar höfum við keypt efni héðan og þaðan frá fyrir- tækjum um allan heim til að dagskrá- in sé sem vönduðust.“ Jón Óttar segir að ríkissjónvarpið hafi fulla þörf fyrir samkeppni. Bæði séu gæðin hjá því misjöfn; ýmist mjög lélegt eða skínandi perlur, sem fólk missi af vegna þess að það sé vant lélegu efni úr þessari átt. Síðan sé það einföld staðreynd að sam- keppni sé af hinu góða. „Samkeppnin er bara túlkun á frelsinu," segir hann. „Ég er ekki frjálshyggjumaður held- ur frjálslyndur. Mín skoðun er sú að því meira sem frelsið er þeim mun meira eftirlit verði ríkið að hafa. Frelsið er línudans, vandrataður veg- ur. En ríkið á að láta fólk í friði meðan það ekki brýtur reglur samfé- 1agsins.“ Greinilegt er á öllu að dr. Jóni Óttari er íslensk menning og menn- ing almennt einstaklega hugleikin. Hann segir að það sem fyrst og fremst valdi því að almenningur getur virst andsnúinn menningarefni sé matreiðslan. „Kröfur fólks um gott efni eru sífellt að aukast," segir hann. „Við sjáum þetta í öllum löndum í kringum okk- ur. Fyrst verður fólk uppnumið af tækninni og þá er nánast sama upp á hvað er boðið. Þegar nýjabrumið er farið af aukast hins vegar kröfurnar. Og nú er verið að taka nánast allar heimsbókmenntirnar og færa þær í sjónvarpsgerð - og þetta efni nýtur almennt vinsælda. Við sjáum þessa auknu kröfugerð einnig í leiklistinni. Leikritið Svartfugl er gott dæmi um þetta hér heima. Þarna er á ferðinni svo þungur og alvarlegur texti að samkvæmt kenningunni um að fólk vilji bara rusl ætti að vera ógjörning- ur að setja slíkan texta á svið. En þetta gekk samt upp - vegna þess að efnið var vel matreitt. Matur sem er illa matreiddur getur verið jafn nær- ingarríkur og annar sem er borðaður, en hann gerir ekkert gagn óborðað- ur. Eins er það með menninguna sem enginn nýtur. Galdurinn felst í mat- reiðslunni.“ Og þar sem dr. Jón Óttar Ragnars- son er matvælaverkfræðingur er vel við hæfi að enda þetta viðtal svona, nú þegar hann hverfur frá kennslu sinni í matvælafræði við Háskóla ís- lands í „matreiðsluna" í nýju sjón- varpsstöðinni! 64 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.