Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 65

Þjóðlíf - 01.07.1986, Qupperneq 65
Ekki er ýkja langt síðan heimilað var með lögum að vígja íslenskar konur til prestsstarfa, en allar götur fram til ársins 1911 var konum bannað að gegna prestsembætti þótt þeim hefði verið heimilt frá árinu 1886 að sækja Prestaskólann. Enn styttra er síðan fyrsta konan vígðisttil prestsembætt- is; frumherjan á því sviði var sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttirer vígðist til Súgandafjarðar á árinu 1974 og þjónaði þeim söfnuði í eitt ár. Sr. Auður tók á síðasta áratug þátt í þrennum prestskosningum — með hugarfarinu AÐ LÁTA EKKI UNDAN SIGA, eins og hún segir sjálf. _ _ _Með OfMjóar Axlir? Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er kona fremur lág vexti, kvik á fæti og glaðsinna — eins og myndi segja í íslendingasögunum. Augun eru fjör- leg en festuleg og ekki þarf Iengi að ræða við hana til að skynja að hér er kjarnakona á ferð. Hún er einlægur jafnréttissinni og vakti fyrst á sér at- hygli á árinu 1971 þegar hún keppti um embætti í Kópavoginum. Mörg- um þótti tiltæki hennar ómetanlegt framlag í jafnréttisbaráttu þessa tíma, en Rauðsokkahreyfingin var þá nýstofnuð og íslenskar konur í „upp- sveiflu". „Mér fannst gífurlega athyglisvert að taka þátt í þessari kosningu í Kópavoginum, því ég bjóst satt að segja við öðru viðhorfi," segir sr. Auður Eir 15 árum síðar. „Viðmótið var reyndar mjög elskulegt hjá söfn- uðinum, það vantaði ekki, en hins vegar fékk ég sáralítinn stuðning. Ég heyrði einnig hluti sem ég hafði ekki búist við hjá víkingaþjóðinni á ystu norðurslóðum, svo sem að konur hefðu of mjóar axlir til að bera hempu! Einnig: „Ég get ekki hugsað mér að láta konu jarða manninn minn.“! Fólk var almennt ekki tilbúið til að kjósa konu í þetta embætti á þessum tíma, hvorki konur né karlar.“ Varðstu fyrír vonbrigðum? „Já, ég varð fyrir miklum von- brigðum. Ég varð líka hressilega reið og það kom mér að góðu gagni. Það má segja að þarna hafi hafist nýr kafli í lífi mínu. Ef til vill má einnig segja að ég hafi eytt of miklum tíma í að sækjast eftir embætti í gegnum kosn- ingar, en ég held að þetta hafi verið nauðsynlegt samt sem áður.“ Árið 1974 vígðist sr. Auður Eir til Súgandafjarðar þar sem hún þjónaði söfnuðinum í eitt ár. Sóknarnefndin réð hana til starfa. Sóknarnefndina skipuðu þrír karlar, og Auður Eir segir að þeir hafi tekið sér frábærlega vel og aldrei látið í ljós efasemdir um að hún gæti gegnt embættinu - kannski öðru nær. Auður flutti síðan aftur til Frakklands þar sem hún bjó næstu árin ásamt manni sínum og börnum. Hún kom þó þrisvar sinnum heim til þess að taka þátt í prests- kosningum. „Ég hugsaði með mér: Ég berst nú til þrautar!" segir hún og brosir við minninguna um „slaginn". Auður Eir tók þátt í prestskosn- ingu í Mosfellssveit árið 1976, við Háteigsprestakall í Reykjavík árið 1976 og í Hafnarfirði árið 1978. Hún tapaði í öll skiptin. Hún segist hafa fundið greinilega andstöðu gegn því að kjósa konu í embætti í öll skiptin, og oft hafi það verið sagt beint við sig. Hvers vegna þessi andstaða? „Ég hugsa að þarna hafi tvennt komið til,“ svarar hún. „í fyrsta lagi ímynd fólks af prestinum. „Hann á að vera hávaxinn karlmaður sem tekur ofan fyrir fólki í bankanum og skiptir sér ekki af því að öðru leyti,“ sagði kjósandi í Hafnarfirði." Hér brosir Auður Eir í kampinn, en greinilegt er að nokkur hugur býr að baki þessum orðum hennar. „í öðru lagi var um að ræða óttann við breyt- ingarnar á hlutverkum kvenna al- mennt í þjóðfélaginu. Konur í Kópa- vogi sögðu t.d. við mig: „Hvað, ert þú að fara að vinna úti með fjögur börn?“ Við megum ekki gleyma því að miklar breytingar hafa átt sér stað á örskömmum tíma á högum kvenna í íslenska þjóðfélaginu. Viðhorfin hafa einnig breyst, en það er spurn- ing hvort þau hafi að öllu leyti fylgt þjóðfélagsbreytingunum. En þá voru þetta hreinar línur. Ég og stuðnings- fólk mitt í Háteigssókn og í Hafnar- firði áttum í hinum mestu erfið- leikum með að sannfæra konur um ágæti þess að hafa kvenprest! Nú hafa margir söfnuðir notið þjónustu kvenpresta og mikil gleði ríkir í okk- ar hópi yfir sigri séra Solveigar Láru á Seltjarnarnesi og yfir störfum okkar allra. En við verðum alltaf að halda vöku okkar.“ Finnst þér nauðsynlegt að konur gegni prestsembættum? Nú er ekkert hik að finna á sr. Auði Eir Vilhjálmsdóttur. „Já,“ segir hún ákveðin í bragði. „Ég tel það nauðsynlegt fyrir alla — söfnuðina, konur, karlpresta og kirkjuna. Kirkjan hefur alla tíð verið mótuð af körlum og álit annars helm- ÞJÓÐLÍF 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.